Langt síðan síðast

Já það er langt síðan ég skrifaði síðast.  Síðast þegar ég skrifaði þá var ég að verða búin að vera 3 vikur á sjúkrahúsinu, þær urðu tæpar 4.  En enga sjúkrahússögur hér.

Ég er farin að fá aftur MIKIÐ af pósti frá konum/stúlkum sem eru enn að spyrja um Írisar kjólinn og Fjölnotakjólinn.  Ég er enn til í að senda ykkur upplýsingar um þá, það er ekkert mál sendið  mér bara tölvupóst.

Ég ætla ekki að sauma fyrir aðra en dóttur mína í haust/vetur.  Ég er reyndar byrjuð og er að klára annað dressið á hana.  Það sem ég ætla að gera í vetur er að senda hér inn myndir af því sem ég er að gera því þið megið trúa því að það sem ég get gert það getið þið.  Ég er eins og ég hef sagt áður engin saumakona en ég þori að prufa.

Ég er með netföng allra sem hafa sent mér fyrirspurnir og mun ég senda á ykkur allar smá línu þegar ég byrja.

Dóttirin er í Reykjavík að djamma í dressinu sem ég saumaði um síðustu helgi, ég held að það hafi tekist bara þokkalega.  Allavega er hún ánægð og það er fyrir öllu.

PS.  ég ætla líka að sauma úr gömlu og breyta fötum sem hún er orðin leið á.

kveðja til ykkar allra.


Styttist í 3 vikur

Það eru sko að verða 3 vikur síðan ég var send suður og gráu hárin sem ég er komin með eru ekki komin sökum elli, ó nei, þetta er vegna leiða.  Síðan er ég að verða með beran hnakkann eins og litlubörnin sem eru látin liggja of lengi á hnakkanum og missa því hárið.  Annars eru þær mjög duglegar að snúa mér af og til, láta mig ekki liggja alltaf á sömu hliðinni svo höfuðlagið aflagast ekki. 

Nei það er ljótt af mér að kvarta ég hef það ekki svoooo slæmt hér, nema þegar ég fæ köst.  Síðasta verkja kast stóð í 3 daga, það var svolítið erfitt.  Það tók mig aðra 3 daga að ná áttum, maður missir svo mikið úr.

Ég er búin að fara í ótal rannsóknir, skoðanir og svo ég tali nú ekki um blóðprufurnar, ég er viss um að þeir eru farnir að selja blóðið úr mér.  Það versta sem ég fer í það er segulómunin það $%&/  er bara hræðilegt.  Það síðast sem ég fór í var sneið myndataka af háls og höfði.  En heila og taugalæknar eru að skoða þær myndir núna.

Það sem kom í ljós rétt eftir að ég kom inn er að það eru tvö göt á mænusekknum en það er það sem er utanyfir mænuvökvann og úr þessum götum lekur vökvi út í líkamann sem veldur þessum rosalegu höfuðverkjaköstum.  Í fyrstu var vonast til að þetta gæti gróið að sjálfu sér sem jú annað gatið virðist hafa gert.  Það stóð til að gera blóðbót ( blóð bót er gerð þannig að það er tekið blóð úr t.d. handlegg og látið hálf storkna og síðan notað sem bót yfir gatið) á hinu gatinu en síðan kom í ljós að það var ekki hægt þar sem þessi leki er á milli efstu hryggjarliðanna.  Þess vegna eru heila og tauga skurðlæknar nú að athuga hvað og hvort eitthvað hægt er að gera.

Mig er farið að langa afskaplega mikið að fara heim þó svo að ég viti að ég geri ekkert annað en að liggja í rúminu þegar þangað kemur, en ég get allavega stjórnað starfsfólkinu, já starfsfólkinu sem ég ekki hef.

 

Mig vantar hresst fólk í vinnu.  Í eldhúsið hefði ég viljað fá fullorðna hressa, skemmtilega konu sem gæti séð um matseldina.

Síðan vantar mig nokkra sem geta, þrifið, unnið í sal (þjónað til borðs) unnið í þvottum og fl.

þetta þarf að ver hresst og skemmtilegt fólk sem hefur gaman af að vinna með öðrum.  Undanfarin ár hefur starfsandinn í Breiðavík verð sérstaklega góður og vonum við að hann verði svo áfram.

Áhugasamir hringi í 9671575 eða sendi mér tölvupóst á breidavik@patro.isnú eða bara heimsækið mig á sjúkrahúsið í Fossvoginum


Síðasta vika

Kæru vinir nú er liðin rúm vika frá því að ég var send suður með sjúkraflugi. Þessi tími hefur verið ótrúlega fljótur að líða og er það örugglega vegna þess að ég hef verið inn og út úr heiminum síðan þá. Það er fyrst í dag sem ég næ að lyfta höfði aðeins frá kodda. Ætli það bitni bara ekki á mér í kvöld, það verður bara að koma í ljós. Þetta er líka fyrsti dagurinn sem ég hef ekki fengið kast. Þegar verst var þá var ég að fá fimm - sex köst yfir sólahringinn. Þetta er búinn að vera erfiður tími sérstaklega þá daga sem ég hef ekki mátt fá heimsóknir.

En svona vildi þetta til:

Laugardaginn fyrir páska fórum við nokkrir kunningjar á sjó, við fórum á 3 bátum. Villi fór á sínum, Ingþór á sínum og Keran fór á sínum og vorum við Maggý með honum. Ég man ekki hver var í bátunum með Ingþóri og Villa, en ég held að það hafi verið þeir Siggeir og Öddi. Við vorum á bátnum sem síðast fór út.

Þegar ég var búin að koma mér fyrir á slöngunni (á bátnum) spurði Maggý mig: Hvort það væri í lagi með mig þarna á slöngun, ég hélt að það væri sko í góðu með mig, þetta væri nú ekki í fyrsta sinn sem ég færi á sjó í þessum bát.

Ég var rétt búin að svara þessu þegar einn báturinn siglir þvert fyrir bátinn hjá okkur og við það fengum við slink á bátinn okkar. Skipti það engum togum en ég missi jafnvægið, Keran sér hvað er að gerast og náði taki á mér, en þar sem við vorum á töluverðri ferð og hann hélt í mig með annarri handinni og hinni um stýrið þá náði hann ekki að slá af hraðanum, hann varð því annað hvort að sleppa mér eða sigla honum upp í oddann. Hann varð að velja það sem hann taldi betri kostinn og sleppti mér. Eftir á sagði hann mér að það hafi verið hræðileg tilfinning að sleppa af mér takinu, þó held ég að það hafi verið enn verra fyrir hana Maggý mína að horfa á eftir mömmu sinni á bólakaf í sjóinn.

Þegar ég skaut aftur upp kollinum þá fannst mér óralangt í bátinn, ég fór þó strax að svipast um eftir myndavélinni. Já, gáfulegt, er það ekki?

Þegar Keran kom á bátnum upp að mér það fannst mér báturinn vera svo stór og ég gæti aldrei komið mér upp í hann aftur. Ég náði tökum á kaðlinum og ákvað að halda mér þarna sama hvað. Keran náði fljótt taki á mér og byrjaði að tosa í mig en það gekk ekki vel, enda er mér sagt það, að undir venjulegum kringumstæðum þegar verið er að bjarga manni úr sjó í bát eins og þennan þá þyrfti tvo til þess.  Einhver kallaði til Kerans og sagði að hann gæti þetta aldrei einn.

En aldrei að segja aldrei, Keran var nú ekki á því að tapa kerlingunni í hafið, hann tók á honum stóra sínum og vippaði kerlingunni um borð í bátinn og síðan beint í land og þaðan heim í heita sturtu.

Ég virðist hafa fengið högg á höfuðið því að ég fékk þennan dúndur hausverk um leið og ég skaut upp kollinum. Ég hresstist þó við sturtu og heitt kakó.

Daginn eftir þ.e. páskadag skutluðumst við hjónin í Reykhólasveitina að sækja saumavél. En Keran var að gefa mér aðra iðnaðarsaumavél svo ég geti nú saumað meira næsta vetur. Nei ég segi nú svona. Þá er ég komin með eina beinsaumsvél, eina bróderi vél og tvær overlook vélar og því ekkert að vanbúnaði að opna saumastofu næsta vetur.

Annan í páskum var ákveðið að gera aðra tilraun til að fara á sjó og aftur var farið á 3 bátum. Villi fór á sínum bát og Öddi fór með honum, Ingþór fór á sínum og með honum fóru þeir Egill Ólafsson og Siggeir, síðan fórum við saman, Keran ég og Maggý. Dagurinn var mjög góður og enginn fleytti kerlingum og ekkert brottkast enda er það ólöglegt.

Á miðvikudaginn var svo haldið heim í sveitina. Ég hófst handa við að þrífa enda slatti að þrífa þar sem mikið er búið að vinna í vetur og karlarnir mínir verið duglegir. Á fimmtudaginn þá vann ég í tölvunni allan daginn og þar sem ég var svona dugleg ákvað ég að verðlauna mig og fara aðeins niður á strönd á fjórhjólinu og anda að mér sjávarloftinu. Ég er rétt komin niður að sjó þegar ég fæ eins og högg aftan á hnakkann, þessu fylgdi hræðilegur höfuðkvalir. Ég gerði mér strax grein fyrir því að þetta var eitthvað alvarlegt og þegar ég fattaði að ég sást ekki frá bænum þá ákvað ég að reyna að komast heim. Ekki veit ég hvernig ég komst alla leið en eitt veit ég að það leið nokkrum sinnum yfir mig á leiðinni. Að fara þessa leið á fjórhjóli tekur svona 2 mín en mér reiknast svo til miðað við hvenær ég hætti í tölvunni og hvenær ég komst á sjúkrahúsið á Patró að ég hafi verið um 40 - 50 mín á leiðinni heim. Ég var ein í víkinni.

Það næsta sem ég man er að ég ligg á gólfinu inn í stofu og er að tala við Keran en hann var veikur heima á Patró, með lúngabólgu. Restin er hálf gloppótt þar til á sunnudaginn þ.e. fyrir viku síðan

 


Listsköpun sjá frétt hér að neðan frá www.bildudalur.is

Gallerie Dynjandi Bíldudal leitar eftir áhugasömu listnemum, listafólki frá Vestfjörðum til að taka þátt í verkefni á sviði listsköpunar. Ekki er einblínt á eitthvað ákveðið listform heldur ræðst það að þátttakendum.

 

Verkefnið felur í sér listsköpun, samtengingu staða innan sem utan Vestfjarða og uppsetningu viðburða, sýningahald.

 

Gallerie Dynjandi hefur á nú tæpu ári staðið fyrir ýmsum uppákomum hér heima á Bíldudal og víðar á landinu, innlendir sem erlendir listamenn hafa komið og starfað við galleríið að listsköpun sinni og settar hafa verið upp sýningar og farið í sýningaferðalag. Vilji er nú til að efla þetta starf og er því auglýst eftir listafólki frá Vestfjörðum til ákveðins verkefnis í sumar og haust.

 

Áhugasamir sendið póst á jon@bildudalur.is


Engar fréttir eru góðar fréttir

 Já það er sko víst svo að þegar við höfum engar fréttir þá er bara allt flott.  Strákurinn hefur bara staðið sig vel síðustu daga.  Hann var búinn að léttast töluvert en ég held það sé rétt hjá mér þegar ég segi að í dag hafi hann náð að fara yfir fæðingar þyngd sína.  Hann er enn alltaf mjög vær og góður.  En þegar hann grætur þá er það mjög erfitt fyrir hann.  Tungan er þá að þvælast fyrir honum og rennur einhvern veginn aftur og lokar öndunarveginum.  Hann fór í bað í gær (sjá myndbandi inn á www.nino.is/keran) og þá var hann eitthvað að hreyfa fæturna.   Við vitum auðvitað ekkert hvað er að marka það því hreyfing í vatni er auðvitað mjög auðveld.  Allavega var frábært að sjá hann hreyfa en það er eitthvað sem við sjáum ekki mikið. 
IMG_0002

Hér er ég að nota grjóna slönguna hennar Birnu ömmu til stuðnings.

 

IMG_0004
Bjössi smiður, nafni hennar mömmu er að máta sig við mig en hann var líka að verða afi.
Hann var að eignast lítinn sonarson sem fæddist fyrir tímann og var bara 6 merkur.

 

IMG_0016
Hér er ég allur í snúrum.  Ég er að fá að borða í gegnum efri snúruna.

 

IMG_0024
Óskar af i og Svanlaug amma eru dugleg að heimsækja mig
IMG_0028
Hann pabbi minn þarf stundum að hvíla sig á mér og þá fer hann í flugvéla leik í leikjatölvunni.
Hann ætlar sko að kenna mér á tölvu þegar ég er nógu stór.

Dásamlegt

Það má segja að ég hafi passað Keran litla í fyrsta sinn í dag.  Hann var svo vær og góður.  Ásrún systir kom í heimsókn og sá hann í fyrsta sinn.  Mér finnst eins og honum sé að fara eitthvað fram.  Ég bið góðan Guð að láta þetta vera rétt hjá mér.

IMG_0039

Hvernig getur fallegt orðið fallegra??  ja.. maður spyr sig.

 

IMG_0042

Hér ligg á á stóra koddanum frá Birnu ömmu

 

IMG_0044

Ásrún ömmu systir söng fyrir mig meðan amma skipti um á mér

 

IMG_0045

Vinkona mömmu er að máta sig við mig ég held hún heitir Hólmfríður

 

IMG_0046

Sjáið þið hvað mamma er fín hún var nefnilega í klippingu.


Ég má til með að segja ykkur

Já ég má til með að segja ykkur frá skemmtilegum pósti sem ég hef verið að fá.

Þannig er mál með vexti að ég er búin að vera með tvö netföng í mörg ár, annað er www.breidavik.is og hitt er breidavik.net.  síðan skeði það fyrir tveimur árum að breidavik.net netfanginu var stolið frá mér.  Það átti sér stað þannig að sá sem hélt utanum síðuna mína hafði ekki borgað síðustu greiðslu.  Það var lyfjafyrirtæki ú í löndum sem stal þessu.  Ég fékk mann til að hjálpa mér til að ná því til baka og þeir samþykktu það með því að ég borgaði stóra fúlgu fyrir það.  Ég hélt nú ekki þeir gætu þá bara hirt það.  Þetta er svo sem ekki í frásögu færandi nema vegna þess að nú er ég farin að fá póst sem á að berast til þeirra, pósturinn er frá ánægðum viðskiptavinum,  margir  eru ánægði með það að þeir eru að grennast þá er það eitt og annað sem þeirra kúnnar eru ánægðir með.  Flestir kúnnarnir eru þó ánægðir með hvað „félagi“ þeirra haldi góðri reisn, nú síðan eru margir ánægðir með hvað stærðarhlutföllin hafa breyst.  Það var gaman í fyrstu að lesa þennan póst en ég fer nú að verða leið á að lesa um limastærð og góða reisn.   Ég læt hér að lokum fylgja bréf frá einum ánægðum kúnna.

 I do not know what you guys put in these pills, and frankly, I do not care - because it worked a miracle for me, and turned my life around. I am no longer insecure and depressed, and I do not get all anxious. Max Gentleman helped me put on 3 inches, and for that I will always be grateful.      FREDDY SCHULZ

jkg
 
viagra-for-smokers


Nýr dagur nýjar fréttir

Já það má segja að þau Óli Ásgeir, Sigrún og Keran hafi fengið góðar fréttir í dag.  Ýr taugalæknir sagði þeim að hugsanlega væri allt í góðu að fara heim eftir helgina.  Keran verður samt sem áður að fá næringu í gegnum sondu.  þau verða að taka með sér ýmis tæki og tól svo þetta verði hægt.  En það er nú í lagi, allt er betra en að vera á sjúkrahúsi.

Í morgun fórum við Hjördís í Promens Tempra með það sem við saumuðum í gær til að fá það fyllt af einangrunar kornum.   Það var afar einkennileg þjónustan sem við fengum, eiginlega sú versta sem ég hef fengið um ævina.  Konan var svo ömurleg við okkur, ég átti bara ekki til orð.  Hún fór með hundshaus inn í húsið með púðaverin,  okkur var ekki boðið inn á meðan.  Skömmu síðar kom hún aftur út og var nú verri í skapinu en áður.  Hún hálf henti draslinu í mig og sagði að þetta væri ekki hægt því götin til að blása kúlunum inn væru á röngum stað.  Við áttum bara að fara með þetta heim og laga þetta og koma svo aftur. 

Síðustu daga hef ég byrgt inn í mér mikla reyði.  Ég segi eins og Óli minn, að maður er reyður út í það hvernig Keran litli fæddist en maður getur ekki verið reyður út í neinn.  Þarna braust þessi reiði fram með þvílíkum látum. Eftir að hafa skammast í kerlingunni í smá tíma þá þakkaði ég henni fyrir og sagðist vera farin heim og ég kæmi ekki aftur, ég hefði aldrei fengið svona þjónustu áður og lét ég hana vita af því.  Hjördís var með mér og lét hún konuna vita að hin verin væru með götin á horninu.  Ég tek það fram að Hjördís var einnig mjög reið.  Við sögðum henni að við hefðum bara ætlað að gera þetta fyrir lítið barn sem væri á spítala, svo því gæti liðið betur.  Ó sagði hún ég vissi það ekki. (eins og það skipti einhverju máli fyrir hvern það væri)

Hún tók verin og spurði mig hvað mikið ég vildi í hvert ver, ég spurði hana hvort ég mætti koma með henni inn og ég gæti séð hvað ég þyrfti mikið.  Nei þú kemur ekki inn sagði hún. Þá sagði ég henni að þá yrði hún að ráða því sjálf hvað mikið hún setti í verin og með það fór hún.

Eftir skamma stund kom hún til baka með þetta svakastóra ver úttroðið, ég spurði hana hvað ég ætti að borga en þá sagði blessuð konan: þú borgar ekki neitt, þú færð þetta í staðin fyrir hvað ég var dónaleg.  Erum við þá ekki sáttar báðar, jú ég sagði að allt væri. Inn í mér var ég samt  ekki búin að jafna mig.  Ég held að viðbrögðin hafi verið svona vegna þess að ég er varla búin að jafna mig á áfallinu með Keran litla og er því í raun mikið sár og reið  inn í mér

Þegar ég koma með pokann góða á sjúkrahúsið til Kerans þá lögðum við púðann í rúmið hans og bjuggum til hreiður handa honum.  Það fór mjög vel um hann þarna.  Rétt á eftir kom sjúkraþjálfarinn hans Kerans hún Helga og hún var mjög hrifin af pokanum og spurði mig mikið út í hann, hún sagði að þetta væri hrein snilld og að hún ætlaði að reyna að fá svona fyrir deildina.

 

 

IMG_0025-1
Hildur sjúkraþjálfari með mig í æfingum.  Þarna er ég á stóra koddanum frá Birnu ömmu.
Hann er kannski aðeins of stór, en það er bara í góðu ég á eftir að stækka

 

IMG_0026
Pabbi minn að læra
IMG_0028
Pabbi bloggar þegar ég sef svona vel
IMG_0029
Pabbi elskar þegar sætar stelpur koma að tala við okkur.
IMG_0033
Sko fíni grjóna koddinn frá ömmu er líka góður fyrir pabba

 

 


Okkar maður bara hress í dag

  Já hann Keran litli er búinn að vera hress í dag.  Hann er alfarið að fá sína næringu í gegnum sondu sem kemur í gefnum nefið.  Keran er tengdur við tæki sem mælir súrefnis mettunina.  Það er mjög gott að geta fylgst með mælunum þar sem lesa má um mettunina og púlsinn.  Þegar ég var hjá honum í fyrradag þá féll mettunin niður í 70, mikið rosaleg var ég hrædd um barnið.  En skömmu fyrir þetta þá hafði mettan fallið tvisvar sinnum niður í 50.  Ég er hrædd um að þar hafi ekki munað miklu.  Þetta er eingöngu að koma fyrir þegar hann grætur en þá er hann ekki að ná andanum.   En sem betur fer þá er hann svo rosalega rólegur að þetta er ekki að koma oft fyrir.  Ég er búin að vera mikið hjá honum frá því að hann var 3 daga gamall og ég hef bara einu sinni séð hann gráta..  Ég held að hann sé með rólegri börnum sem ég hef nokkurn tímann kynnst.  Síðustu tveir dagar hefur allt verið í fínu hjá honum, hann ekkert grátið og allt í góðu.Í dag kom félagsráðgjafi í heimsókn til þeirra Óla og Sigrúnar.  Var hún aðallega að skýra út fyrir þeim í sambandi við meðlagsgreiðslur, ummönnunarbætur og þess háttar.Nú þá kom einnig sjúkrahúspresturinn í heimsókn, þetta er afar góður maður og þægilegur að tala við.  Umræðurnar við prestinn enduðu í spjalli um skotveiði.

Ein langömmu systir hans kom í heimsókn ásamt dóttur sinni ásamt Óðni en hann er frá Patró.

Síðustu dag hafur hún Þórhildur Nótt verið á sjúkrahúsinu, hún var í næsta herbergi við Keran.  Þórhildur fór heim í dag.Ég fór í Föndru í dag til að kaupa efni til að sauma grjóna poka og dýnu sem ég ætla að sauma fyrir Keran litla.  Ég er nú búin að vera í miklu sambandi við þær Föndru konur og þegar ég sagði þeim hvað ég væri að fara að gera þá var okkur (Keran) gefið það efni sem við ætluðum að versla hjá þeim.  Ég fór síðan heim til Hjördísar og þar sneið ég grjónapokana og Hjördís saumaði.  Á morgun ætlum við síðan að fara með það sem við bjuggum til í einhverja verksmiðju (man ekki hvað heitir) og þeir ætla að blása frauðinu í pokana okkar.  Ef þetta tekst þá kem ég til að sýna ykkur þetta á morgun en ef þetta tekst ekki þá bara tölum við ekki meira um þetta.

Nú ætla ég að fara að svara bókunum og síðan að lesa góða bók þar til ég sofna.

IMG_0010
Ég er ekkert laslegur að sjá
IMG_0011
Hvað er þetta með kvenfólk og mig.....við eigum VEL saman.
IMG_0014
Þessi er nú sæt.  Það er eins gott að pabbi sjái hana ekki.
IMG_0015
Þær eru allar eins.....brjálaðar í mig...pabbi HHHjjjáálllpp

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

249 dagar til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 217047

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband