Lobbýið - anddyrið

Undanfarin ár þá höfum við ekki verið með almennilega gestamóttöku, við höfum bara fenið fólk inn að bara og þar höfum við tekið á móti fólki. 

Bak við hús er steypt stétt og þar mótar fyrir tvöfaldri hurð.  Þegar var farið að mæla stéttina þá sáum við að þetta var bara þokkalega stórt og ef brotið yrði inn þar sem hurðin er þá kæmum við inn í lobbýið.  Þarna var þá komin staður fyrir gestamóttökuna.  Nú ef það gengur ekki að hafa hana þarna þá er þetta einnig upplagt sem tölvuver.

   102_1170 102_1172

102_1171

Þetta er lobbýið eins og það er í dag.  Hurðin kemur þar sem landakortið er.  Tölvan + önnur til verða færðar.  Á veggjunum eru plattar þar sem á stendur "VELKOMIN" Þegar ég byrjaði að brenna þessa platta þá bjóst ég ekki við að það yrðir svo margar þjóðir sem kæmu en...annað kom í ljós.  Ég er með FULLT af "VELKOMIN" á ótal tungumálum sem ég á eftir að brenna.  Ég hef það þannig að þegar einhver kemur og frá einhverju landi sem ég á ekki til (velkominn) þá fær viðkomandi bjór.

Ég þarf að setja þetta á minni platta svo ég komi öllu fyrir.  

102_1139

 102_1148

Á fyrri myndinni má sjá hvar mótar fyrir hurðinni.  Fyrir ofan hana var skyggni sem var brotið niður í sumar.  Þeir horfa þarna á Keran og Villi og ég held að þeir hugsi hvað þeir séu búnir að koma sér út í.

 

   102_1155  102_1158

Þarna er aðeins farið að koma í ljós hvernig þetta verður.  Á myndunum eru þeir Keran og Villi

102_1180  102_1181

Sko þarna er kominn gluggi og húsbóndinn búinn að hengja sig í opnanlega faginu. 

 


Tekið til í gamla, gamla þvottahúsinu

Gamla þvotta hús hefur ekki verið notað sem þvottahús síðan vistheimilið var starfandi. Þetta hefur verið stærðar þvottahús á þeim tíma. Þarna hefur safnast saman drasl sem við höfum ekki viljað henda strax. 

Þarna má sjá hvar vatnslagnir hanga í logtinu og er búið að gera það okkar tíma og ég veit ekki hvað langt aftur.  Þessar lagnir verða allar settar í stokka.

Meiningin er að nota þessi herbergi (3) undir lager/varahluti fyrir hótelið. 

P1130013  P1130016

Mynd 1.  Þegar komið er inn í þvottahúsið að innan þá voru sturtur til hægri en það eru sturturnar sem notaðar voru mast allan tímann þegar vistheimilið var starfandi.

2.  Til vinstri var síðan útgangur sem hefur verið notaður til að fara með þvottinn út á snúrur.  Þetta rými höfum við notað undir drasl og ég held að það hafi aldrei verið notað undir neitt annað eftir að vistheimilið hætti.

P1130011 P1130017

3. Hér stöndum við í útihurðinni og horfum í gegnum þvottahúsið og inn í sturturnar

4.  Þetta er svo þvottahúsið

P1130023  P1130030

5.  Þetta er þvotta vél frá vistheimilinu.  6.Þarna má sjá á eftir blessaðri út í rusl.

P1130012  P1210045

7 + 8. Þetta er herbergið þar sem útihurðin er, myndin er tekin fyrir og eftir.  Það vantar mynd af þessu þegar allt draslið var.  En þetta er eins og sagði eitthvað sem við höfum lítið sem ekkert notað.

 P1130015  P1180041

9 + 10 þetta eru sturturnar, þarna eru þeir búnir að brjóta flísarnar af veggnum (sjá neðst á veggnum) 10 myndin er síðan tekin þegar búið var að mála.

102_1173

11. Þessi mynd er síðan tekin í dag.  Þarna verða geymt ýmislegt smádót sem við kemur hótelinu.

P1130018  102_1174

12+13 Þessar eru líka teknar inn í sturtum, þarna sjást dyrnar inn í þvottahúsið.  Hin er tekin í dag.

  

P1130010

14. Á þessari mynd má sjá hvar þvottahúsið er staðsett.  Það eru tröppur þarna niður.  Keran stendur í miðjum tröppunum.

Takið eftir pallinum sem hurðin liggur við.  Það er eins og það hafi verið hurð þarna og þetta hafi verið stéttin.  Það má sjá móta fyrir þar sem hurðin var og skyggni sem var fyrir ofan var brotið niður í sumar.  

Í gær var farið að byggja yfir þetta, síðan verður hurðin brotin upp aftur og þá er komið inn þar sem lobbýið er núna.  Meiningin er að þarna verði móttaka gesta.

En þið fáið að fylgjast með. 

 


02.02.10

Veðrið hefur leikið við okkur í vetur, það er víst ekki hægt að segja annað.  Ég hef nú ekki verið dugleg að vera úti í vetur en það er önnur saga.

Ég var nú svo dugleg í dag að ég þvoði nýju rauðu rúmfötin sem ég var að kaupa fyrir hótelið.  Ég keypti þau dökk vínrauð vegna þess að ég ætla að útbúa tvö hótelherbergin eins og svítur.  Ég ætla að reyna að gera þau svona meira rómó en hin þannig að hægt verði að hafa eitthvað annað fyrir brúðhjón.  Það er nefnilega þannig að þegar ferðaskrifstofur bóka þá láta þær alltaf vita ef um brúðhjón er að ræða.  Ég er sko ákveðin í að ef/þegar ég fer að ferðast til útland þá ætla ég sko alltaf að segja að við höfum verið að gifta okkur.

Ég notaði góða veðrið og hengdi út nýja rúmfatnaðinn.  Ég var með myndavélina í vasanum og tók nokkrar myndir.  Annars hef ég verið svo löt að taka myndir síðan að stóra vélin mín fór í sjóinn sl. vor.  Myndirnar eru svolítið óskýrar þar sem þær voru teknar með flassi, það var nefnilega komið myrkur.

102_1141

Þarna má sjá nýja rúmfatnaðinn

102_1142

Veit einhver um stærri snúrur?  Þessar eru allt í allt 210 metrar (mættu vera stærri)

102_1143

Hér er svo þvottasnúru kerran.  Þetta er kerra sem við notum til að "aka" þvottinum til og frá þvottahúsi.  Ég held að hún verði 18 ára í vor. 

102_1147         102_1146

Hér er Ingþór með hann Týgul.  Rúmlega 1 árs og eins og sjá má verður hann gríðalega stór. Hann er hreinræktaður border colly og er Ingþór að þjálfa hann sem smala hund.  Hundurinn lofar mjög góðu..  Týgull er í eigu Ingþórs.


Áramótin 2009

Milli Jóla og nýárs komu Atli Snær, Íris Dögg, Styrmir Karvel og kærastinn hennar Maggýjar minnar í heimsókn.  Hann heitir Elvar Pálsson og hann frá Akureyri.  Elvar stoppaði hjá okkur í viku en fór heim til sín fyrir áramót og fór Maggý með honum. Þetta er í fyrsta sinn sem hún er ekki hjá okkur um áramótin.  Þá kom einnig Fríða kærastan hans Ingþórs og var hjá okkur um áramótin.

untitled

Maggý Hjördís og Elvar

 Það var rosalega gaman meðan allir voru hér.  Öll börnin okkar með maka sína og tvö barnabörnin okkar.  Freyja dóttir hennar Kristínar systur var hér líka með okkur það var líka gott að hafa hana hér.

Um áramótin þá eldaði Atli Snær með hjálp Óla Ásgeir, restin af fólkinu undirbjó borðhaldið og restin vaskaði upp, allir hjálpuðust að.  Ég læt myndirnar bara tala sínu máli.

102_1094  102_1096

IMG_1529
IMG_1531

102_1099  IMG_0111

102_1106 102_1124

102_1115
IMG_1518
 
IMG_1571

IMG_1572 102_1123

 

 


Jólin 2009

Við komum vestur 22 des og þá átti eftir að gera það sem ég ætlaði að láta gera en það var svo sem ekki mikið. 

Við skreyttum ekki mikið þar sem ég fann ekki alla kassana með skrautinu fyrr en daginn eftir að við skreyttum en það var í lagi, það yrði bara minna að taka niður.

Maggý Hjördís var komin heim úr skólanum, Óli Ásgeir, Sigrún og Keran litli voru komin og ætluðu að vera hér framyfir áramót, síðan voru það Ingþór, Keran og ég.  Þetta voru róleg, góð og mjög afslöppuð jól.

102_1076

Maggý og Ingþór lesa kortin frá mömmu sinni, það skal tekið fram að kortin eru öll út skrifuð.

 

IMG_0046  IMG_0054

Jólatréð og hluti af pökkunum            Keran að opna pakkann frá Ingþóri

IMG_0058

Maggý Hjördís fékk tölvu frá mömmu og pabba

IMG_0066

Keran litli hvílir sig hjá mömmu sinni henni Sigrúnu

IMG_0079

Mikið var teflt um jólin, hér eru Ingþór og keran að tefla

 

IMG_0082

Við Sigrún spiluðum bara Ólsen Ólsen

IMG_0083

Keran horfir á DVD. Hér má sjá flestar þær græjur sem fylgja honum

IMG_0051

Litli maðurinn orðinn þreyttur


Þorláksmessa

Þorláksmessa var mjög góð þetta árið þar sem okkur var boðið í tvær skötuveislur.

Við byrjuðum í hádeginu hjá Guðnýju og Sævari.   Maggý smakkaði skötu í fyrsta sinn hjá þeim fyrir ári og henni þótti hún ekki verri en það að kom mætti aftur.  Óli var að koma í skötuveislu í fyrsta sinn.  Skatan var svakalega góð en Guðný var með grafið hangikjöt og rúgbrauð með síld með þessu.  Frábært.

PC230003
PC230001
PC230004

Seinni skötuveislan var svo hjá Halldísi systur minni.  Það var mamma komin og við 3 systurnar en litla systan hún Kristín var ekki en í hennar stað var Freyja.  Finnbogi maður Ásrúnar var þarna og fóstursonur þeirra, ég og mín börn nema Atli og síðan var Siggeir sonur Halldísar.  Skatan var elduð út á palli sem mér þótti afar sniðugt.

Skatan var mjög góð og borðuðu allir yfir sig eins og í fyrra skiptið.  Síðan sátum við systurnar og spjölluðum saman við mömmu og höfðum við Kristínu með í símanum sem var með hátalara þannig að þetta var bara eins og í gamladaga en það vantaði bara pabba.  Annars er ég viss um að hann var þarna með okkur.

Frábær dagur frá upphafi til enda.

PC230007
 
PC230008
PC230009

 

 


Dásamlegur dagur

Já ég átti sko dásamlegan dag (gær 05.12) með hluta af fjölskyldunni og vinum mínum.  Atli minn  Snær átti afmæli, hann er sko orðinn 27 ára, vá hvað hann eldist það er eitthvað annað en ég. 
Ég var búin að ákveða að reyna að eiga eina góða helgi með Keran og þeim sem vildu eiga góðan dag með okkur eina af þeim helgum á meðan ég er í geislunum,  annars hef ég farið allar helgar vestur.

Þessi dagur varð fyrir valinu.  Við byrjuðum á því að fara út að borða í Veisluturninum á 19 hæðinni.  Það vorum við hjónin Atli Snær, Íris Dögg, Styrmir Karvel, Herdís Ólöf og Guðmundur Þór.  Ég vildi óska að fleiri að af krökkunum mínum hefðu verið með en ég fæ víst ekki allt sem ég óska mér þó svo að ég fái næstum því allt, já eiginlega allt.

Það var óvænt ánægja þegar jólasveinninn kom og heilsaði upp á okkur við borðið en ég held að hann hafi heilsað á öllum borðum jafnvel þó svo að ekkert barn hafi verið við borðið.

Maturinn var óviðjafnanlegur,  þetta var ein í einu orði frábært og langt í frá að vera dýrt.  Við máttum borða og borða, ég ætla ekki að giska á hvað það var margrétta,  allavega voru að ég held um sjö eða átta tegundir bara af desertinum.

Eftir matinn þá vildi Styrmir labba niður allar hæðirnar.  Íris og Atli gengu með honum, ég var að hugsa um það en hætti svo við, sem betur fer.  Því þegar þau voru komin niður á 14 hæð þá var einhver að hugsa um að hætta við en.............þar sem það er helgi það voru allar hurðir lokaðar og ekki hægt að komast inn á neina hæðina, svo það var annað hvort að ganga aftur upp og taka lyftuna niður eða ganga niður 14 hæðir.   Seinni kosturinn var tekinn og þau gengu niður.

Þegar allir voru komnir niður þá fór Styrmir í pössun en við hin héldum í Lagardalshöllina á jóla tónleika Björgvins Halldórssonar en þeir áttu að byrja kl 16:00. 

Þetta voru í heildina mjög góðir tónleikar en að mínu mati var það gestum Björgvins að þakka.  Það var eitt og annað sem mér fannst að ef ég ætla að fara að gagnrýna sem ég ætla ekki að gera, nema eitt.  Björgvin kynnti síðasta lagið og bað alla gesti hans að koma fram á sviðið og syngja síðasta lagið.  Þegar það var búið þá stóðu flestir upp og margir fóru út.  Þá allt í einu kynnti hann næst gest og það var sú sem ég var búin að bíða efir að fá að sjá en það var Sigga Beinteins.

Ég er viss um að hún átti ekki að vera á tónleikunum í dag, bara í kvöld en hún hefur verið komin og þá hefur hann fengið hana að taka eitt lag.  Þetta var hálf hallærislegt því einhverjir voru komnir út.

Flestir gestanna voru auðvitað frábærir eins og t.d Egill Ólafsson hann var dásamlegur, Páll Óskar og Helgi björns, þessir stóðu upp úr.

Klukkan var langt gengin í sjö þegar við komum út.  Þessir tónleikar voru í það lengsta þar sem það var mjög loftlaust þarna inni.

Ég þakka öllum þeim sem áttu þátt í því að gera þennan dag svona dásamlegann, ástsamlega fyrir.

Fyrir þá sem vilja vita af heilsu minni þá er hún frábær, eintóm hamingja.  Það er eins og það sé ekkert að mér.  Ég þakka því mikið kreminu sem ég er að not frá Villimey, en meira um það síðar.

PC050022
Góður hópur
PC050018
Styrmir og beikon krækir
PC050029
Styrmir og amman hans sem er þarna þokkalega eðlileg
PC050030
Já, þarna er amma  farin að haga sér eins og hún er.

Ég hef það bara flott

Einhverjir hafa verið að hafa samband til að vita hvernig ég hafi það.

Ég byrjaði í geislum á miðvikur degi.  Eftir fyrsta dag í geislunum byrjaði ég strax að brenna en mér hafði veið sagt að það væri örugglega ekki að bera á bruna fyrr en eftir hálfan mánuð.  Í þriðja skiptið sem var föstudagur var ég orðin mjög slæm. Þær sem eru með mig í geislum voru hissa og sögðust ekki oft sjá þetta.   Þegar ég kom heim (vestur) þá bar ég á mig sárakrem frá Villimey og bar ég það á mig á hverju kveldi.

Þegar ég síðan mætti á mánudeginum þá var enn smá roði en enginn bruni.  Konurnar spurðu mig hvort ég hafði verið að bera á mig ALOVERA kremið sem þær hefðu bent mér á, ég sagði nei ég væri með Villimeyjar SÁRAKREM, það kom svipur á þær og þær sögðu að ég væri á minni ábyrgð ef ég notaði ekki krem sem þær bentu mér á.  Ég spurði hvort ég væri á þeirra ábyrgð ef ég notaði áburð sem þær bentu mér á, lítið varð um svör.

Síðan hef ég borðið SÁRAGALDURINN á mig þegar ég kem heim úr geislum og síðan áður en ég fer að sofa.  Ég er auðvitað með roða á brjóstinu en það er ekki brent og ég hef ekki lengur verki í því. 

Ég ætla samt ekki að hrópa húrra strax þar sem ég er rétt hálfnuð.  En ég er allavega betri en ég var, mikið betri.

Andlega er ég hress.  Ég mæti í geislana alla virka daga um kl 10:00.  Þá verð ég helst að passa  mig á að fara ekki heim að leggja mig.  Ég þarf helst að vera á fullu þar til ég fer að sofa.  Þegar ég slaka á þá fær ég hjartaflökt og leiðindi þannig ég er bara á fullu eins og ég get.

Ég keyri vestur alla föstudaga og er heima (Breiðavík eða Patró) á laugardögum og síðan er akstur suður á sunnudögum.

Þetta er ekki mikið, ég geri ekki meira en ég get.  Þetta þarf ég til að halda mér gangandi.

Ég bið Guð að blessa ykkur öll ég við verðum í sambandi.

PS:  Sættum okkur við aðstæður eins og þær eru í dag hverjar sem þær eru því við getum ekki breytt þeim heldur lært að lifa með þeim.

 


Hlustið á hjartað

Það er komið á annan mánuð síðan ég greindist með illkynja krabbamein í brjósti.  Þegar ég greindist þá fór ég að velta því fyrir mér hvort ég ætti að blogga um þetta eða ekki.  Ég ákvað að gera það ekki einfaldlega sökum þess að þetta væri mitt mál og minnar fjölskyldu. 

En síðan fór ég að hugsa aðrir gætu lært eitthvað af reynslu minni.

Ég er ein af þeim sem er með maníu í að "þukla" á mér brjóstin, svona eins og okkur er kennt að gera í krabbameinsskoðuninni.

Það eru einhver ár síðan ég fór að finna fyrir hnút í hægra brjóstinu en það var svo lítið að ég var ekki viss hvort þetta væri nokkuð til að hafa áhyggjur af.  Ég hafði þó orð á því við manninn minn og vinkonu að ég ætti eftir að fá krabbamein í hægra brjóst.  En ég gerði ekkert.

Svo leið tíminn.  15 febrúar þá eignuðumst við okkar annað barna barn.  Það var búið að vera mikil tilhlökkun.  En Adam var ekki lengi í paradís.  Um leið og drengurinn kom í heiminn þá kom í ljós að eitthvað alvarlegt var að honum.  Ég fór strax suður til að vera hjá ungu foreldrunum en pabbinn er sonur okkar.  Það var svo lítið sem maður gat gert nema að vera til staðar.  Síðan kom greiningin SMA 1.  SMA er alvarlegur taugahrörnunarsjúkdómur, sem lýsir sér með skertum vöðvastyrk þess sem haldinn er sjúkdómnum.

þetta var mikið sjokk og erfitt fyrir ungt fólk með sitt fyrsta barn.  Ég var hjá þeim í þrjár vikur en þá fór ég heim.  Á þessum tíma var hann skírður (Keran Stueland) og hann fékk að fara heim.

Síðan komu páskarnir og við tókum okkur frí og vorum á Patró.  Til að gera langa sögu stutta þá lendi ég í slysi sem ég hef sagt frá hér að neðan.  Eftir að hafa verið í um mánuð á spítala var haldið heim því sumarið var að byrja og mikið að gera framundan.

Á þessum tímapunkti er ég alveg búin að gleyma hnútnum sem ég hefði áður verið svo dugleg að þreifa.  Þegar fór að um hægjast þá fór ég að finna hnútinn og nú var hann orðinn nokkuð stór og ég var nú farin að spá í að fara að gera eitthvað.

Ég hefði samband við leitarstöð krabbameinsfélagsins en þar var lokað yfir sumartímann.  Þá skrifaði ég þeim bréf og sagði hvað væri að.  Þau sögðu mér að fara til læknis á Patreksfirði og láta hann skoða þetta.  Ég fór síðan til læknisins sem sagði "þetta er bara stíflaður fitukirtill eða mjólkurkiril, það væri bara í lagi að koma í krabbameinsskoðun í haust þegar þeir kæmu hingað"  með það fór ég heim.  Þetta var sem sagt bölvuð móðursýki í mér.

Nokkrum dögum seinna fékk ég bréf frá leitarstöðinni sem vildi vita hvað hefði komið út úr þessu og ég sagði þeim það.  Þegar þau heyrðu þetta sögðu þau mér að koma eins fljótt og ég gæti suður.  ég var mætt hjá þeim 17 sept og var strax greind með illkynja æxli.  24 sept var ég síðan skorin og æxlið sem var orðið nokkuð stór var fjarlægt ásamt tveimur öðrum sem voru góðkynja.  Viku seinna mætti ég nú aftur í skoðun og allt virtist vera í lagi.

Sían fer ég heim í Breiðavík og fljótlega eftir að þangað er komið þá fer að koma eins og illt í brjóstið.  Saumarnir virtust alveg vera hreinir en brjóstið var þrefalt að stærð, rautt,  mikið bólgið og heitt. 

Aftur hafði ég samband við læknirinn á Patreksfirði sem sagðist bara senda mér pensilín.  Ég spurði hvort hann vildi ekki sjá þetta en nei hann sagðist ekki þurfa þess.

Eftir að hafa klárað þennan kúr hafði mér ekkert batnað.  Ég fór því suður þar sem ég var lögð inn á bráðamóttökuna þar sem þeir dældu mjög miklum vökva úr brjóstinu eða yfir 1/2 lítra.  Ég kom síðan aftur rúmri viku seinna og þá var aftur dælt úr brjóstinu.

Ástæða þess að ég ætla að blogga um þetta er sú að þið/við eigið/eigum að hlusta á hjartað.  Ef við erum ekki viss með svörinn sem læknirinn segir þá eigum við að tala við sérfræðinga.

Ég ætla að halda áfram að blogga um þetta ferli ekki, þetta er ekkert feimnis mál að fá krabbamein og stuðningur frá fólki er mjög góður en meira um það seinna


Jæja stelpur eigum við ekki að fara að sauma??

Ég er búin að leika mér að gera nokkrar flíkur sem ég ætla að sýna ykkur en eina og eina í einu.  Allt eru þetta flíkur sem EKKERT mál er að sauma, allavega ef ég get það þá gerið þið það.

Það sem ég er að meina með þessu bloggi mínu er ekki að kenna ykkur (því ég er ekki í stakk búin til þess) heldur til að hvetja ykkur til að sauma.  Ég hef líka verið að breyta gömlum fötum af Maggý í eitthvað nýtt sem hún getur notað.  Einnig hef ég keypt MJÖG ódýr föt og breytt.

Ég kem til með að benda ykkur á hvar ég kaupi ódýrustu fötin sem ég breyti.

Til að byrja með þá ætla ég að sýna ykkur bol sem ég saumaði á Maggý Hjördísi hann er úr Jersey sem ég kaupi auðvitað hjá FÖNDRU.  Stelpurnar í Föndru eru svo æðislega vingjarnlegar og þægilegar að tala við að ég fer aðallega þangað. 

Ég not ONION snið sem ég keypti í Föndru og síkkaði það töluvert og setti á stóran kraga.  Ég verslaði líka strau myndir sem koma vel út eða finnst ykkur það ekki.  Strau myndirnar hlaupa verðinu auðvitað upp en í stað má setja renning með öðrum lit.

Tínið saman gamla boli og annað sem má breyta og ég sýni ykkur fljótlega hvernig ég hef breytt gömlum hlýra bol sem hún var hætt að nota.

Gangi ykkur vel.

IMG_4542  IMG_4543+

c_documents_and_settings_birna_my_documents_my_pictures_kjolar_5003ark_794615

« Fyrri síða | Næsta síða »

270 dagar til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband