Styttist í 3 vikur

Það eru sko að verða 3 vikur síðan ég var send suður og gráu hárin sem ég er komin með eru ekki komin sökum elli, ó nei, þetta er vegna leiða.  Síðan er ég að verða með beran hnakkann eins og litlubörnin sem eru látin liggja of lengi á hnakkanum og missa því hárið.  Annars eru þær mjög duglegar að snúa mér af og til, láta mig ekki liggja alltaf á sömu hliðinni svo höfuðlagið aflagast ekki. 

Nei það er ljótt af mér að kvarta ég hef það ekki svoooo slæmt hér, nema þegar ég fæ köst.  Síðasta verkja kast stóð í 3 daga, það var svolítið erfitt.  Það tók mig aðra 3 daga að ná áttum, maður missir svo mikið úr.

Ég er búin að fara í ótal rannsóknir, skoðanir og svo ég tali nú ekki um blóðprufurnar, ég er viss um að þeir eru farnir að selja blóðið úr mér.  Það versta sem ég fer í það er segulómunin það $%&/  er bara hræðilegt.  Það síðast sem ég fór í var sneið myndataka af háls og höfði.  En heila og taugalæknar eru að skoða þær myndir núna.

Það sem kom í ljós rétt eftir að ég kom inn er að það eru tvö göt á mænusekknum en það er það sem er utanyfir mænuvökvann og úr þessum götum lekur vökvi út í líkamann sem veldur þessum rosalegu höfuðverkjaköstum.  Í fyrstu var vonast til að þetta gæti gróið að sjálfu sér sem jú annað gatið virðist hafa gert.  Það stóð til að gera blóðbót ( blóð bót er gerð þannig að það er tekið blóð úr t.d. handlegg og látið hálf storkna og síðan notað sem bót yfir gatið) á hinu gatinu en síðan kom í ljós að það var ekki hægt þar sem þessi leki er á milli efstu hryggjarliðanna.  Þess vegna eru heila og tauga skurðlæknar nú að athuga hvað og hvort eitthvað hægt er að gera.

Mig er farið að langa afskaplega mikið að fara heim þó svo að ég viti að ég geri ekkert annað en að liggja í rúminu þegar þangað kemur, en ég get allavega stjórnað starfsfólkinu, já starfsfólkinu sem ég ekki hef.

 

Mig vantar hresst fólk í vinnu.  Í eldhúsið hefði ég viljað fá fullorðna hressa, skemmtilega konu sem gæti séð um matseldina.

Síðan vantar mig nokkra sem geta, þrifið, unnið í sal (þjónað til borðs) unnið í þvottum og fl.

þetta þarf að ver hresst og skemmtilegt fólk sem hefur gaman af að vinna með öðrum.  Undanfarin ár hefur starfsandinn í Breiðavík verð sérstaklega góður og vonum við að hann verði svo áfram.

Áhugasamir hringi í 9671575 eða sendi mér tölvupóst á breidavik@patro.isnú eða bara heimsækið mig á sjúkrahúsið í Fossvoginum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Ææjjj mikið er á þig lagt góða.  Ekki gott á þessum árstíma.   Vona svo sannarlega að heilsan batni og læknarnri finni lausn.  Eins vona ég að þú finnir gott fólk til að vinna hjá þér.  Kveðja úr Hrútó. 

JEG, 5.5.2009 kl. 19:02

2 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Sæl Birna mín og takk fyrir sendan póst til mín.  Ég var búin að nefna það við þig að ég vissi kannski um einn karlmann sem gæti farið vestur og hjálpað til hjá ykkur.  Ég mun vera í sambandi við þig og Keran fljótlega, láttu þér batna sem fyrst.

Baráttukveðjur,

þín frænka.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 6.5.2009 kl. 11:17

3 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Birna ég kem til þín í heimsókn á sjúkrahúsið núna fyrir helgina.

Sjáumst !!!!

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 6.5.2009 kl. 11:18

4 identicon

Sæl vinkona.   Á hvaða deild ertu?.  Er kannski bara hægt að spyrja um þig í móttökunni.  Ég er alltaf með annan fótinn í Rvík.  Reyni að kíkja á þig. 

Kristín Gísladóttir (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 19:33

5 identicon

Kæra Birna, vonandi finna læknarnir út úr þessu fljótt og geta bætt gatið. láttu þér ekki leiðast, það er vonandi jafn frábært staff á deildinni þinni og á gjörg. og lýtad.fyrir réttum 2árum. Hugsa til þín og sendi þér góðar kveðjur og líka litla Keran. Gunna í Kef.

Gunna Júll. (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 19:54

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi færðu bót á þessu Birna mín sem fyrst.  Ég veit ekki um neinn sem vantar vinnu, en ég er viss um að það er fullt af fólki þarna úti í öllu atvinnuleysinu sem er tilbúið að fara vestur og vinna.  Breiðuvík er virkilega fallegur staður og friðsæll það segir sonur minn sem var að vinna hjá ykkur fyrir nokkru.  Vonandi gengur allt vel, mínar góðu óskir til ykkar allra. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2009 kl. 08:54

7 Smámynd: Fitubolla

Vá ég væri hrikalega til í að koma en er með lítið 2 og 1/2 árs svo það gengur víst takmarkað

en gangi þér allt í hagin og vonandi hressistu fljótlega

Fitubolla, 7.5.2009 kl. 20:47

8 Smámynd: Aprílrós

Sæl Birna mín, ég óska þér góðs bata og vona að þú fáir starfsfólk til þín í vinnu ;)

Aprílrós, 8.5.2009 kl. 13:08

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Birna mín vonandi gengur þetta fljótt og vel, en auðvitað vantar þig fólk í vinnu í sumar ég vildi að ég væri hraust þá hefi ég sko ráðið mig í kokkaríið hjá þér, en við eigum eftir að koma aftur við í Breiðuvík, erum ekki búin að koma nema einu sinni og ég sem er ættuð úr látravík og langalangafi minn var hreppstjóri í Breiðuvík í áraraðir svo ég þarf að skoða þetta betur.
Ljós og kærleik sendi ég þér og þínum
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.5.2009 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

235 dagar til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband