Síðasta vika

Kæru vinir nú er liðin rúm vika frá því að ég var send suður með sjúkraflugi. Þessi tími hefur verið ótrúlega fljótur að líða og er það örugglega vegna þess að ég hef verið inn og út úr heiminum síðan þá. Það er fyrst í dag sem ég næ að lyfta höfði aðeins frá kodda. Ætli það bitni bara ekki á mér í kvöld, það verður bara að koma í ljós. Þetta er líka fyrsti dagurinn sem ég hef ekki fengið kast. Þegar verst var þá var ég að fá fimm - sex köst yfir sólahringinn. Þetta er búinn að vera erfiður tími sérstaklega þá daga sem ég hef ekki mátt fá heimsóknir.

En svona vildi þetta til:

Laugardaginn fyrir páska fórum við nokkrir kunningjar á sjó, við fórum á 3 bátum. Villi fór á sínum, Ingþór á sínum og Keran fór á sínum og vorum við Maggý með honum. Ég man ekki hver var í bátunum með Ingþóri og Villa, en ég held að það hafi verið þeir Siggeir og Öddi. Við vorum á bátnum sem síðast fór út.

Þegar ég var búin að koma mér fyrir á slöngunni (á bátnum) spurði Maggý mig: Hvort það væri í lagi með mig þarna á slöngun, ég hélt að það væri sko í góðu með mig, þetta væri nú ekki í fyrsta sinn sem ég færi á sjó í þessum bát.

Ég var rétt búin að svara þessu þegar einn báturinn siglir þvert fyrir bátinn hjá okkur og við það fengum við slink á bátinn okkar. Skipti það engum togum en ég missi jafnvægið, Keran sér hvað er að gerast og náði taki á mér, en þar sem við vorum á töluverðri ferð og hann hélt í mig með annarri handinni og hinni um stýrið þá náði hann ekki að slá af hraðanum, hann varð því annað hvort að sleppa mér eða sigla honum upp í oddann. Hann varð að velja það sem hann taldi betri kostinn og sleppti mér. Eftir á sagði hann mér að það hafi verið hræðileg tilfinning að sleppa af mér takinu, þó held ég að það hafi verið enn verra fyrir hana Maggý mína að horfa á eftir mömmu sinni á bólakaf í sjóinn.

Þegar ég skaut aftur upp kollinum þá fannst mér óralangt í bátinn, ég fór þó strax að svipast um eftir myndavélinni. Já, gáfulegt, er það ekki?

Þegar Keran kom á bátnum upp að mér það fannst mér báturinn vera svo stór og ég gæti aldrei komið mér upp í hann aftur. Ég náði tökum á kaðlinum og ákvað að halda mér þarna sama hvað. Keran náði fljótt taki á mér og byrjaði að tosa í mig en það gekk ekki vel, enda er mér sagt það, að undir venjulegum kringumstæðum þegar verið er að bjarga manni úr sjó í bát eins og þennan þá þyrfti tvo til þess.  Einhver kallaði til Kerans og sagði að hann gæti þetta aldrei einn.

En aldrei að segja aldrei, Keran var nú ekki á því að tapa kerlingunni í hafið, hann tók á honum stóra sínum og vippaði kerlingunni um borð í bátinn og síðan beint í land og þaðan heim í heita sturtu.

Ég virðist hafa fengið högg á höfuðið því að ég fékk þennan dúndur hausverk um leið og ég skaut upp kollinum. Ég hresstist þó við sturtu og heitt kakó.

Daginn eftir þ.e. páskadag skutluðumst við hjónin í Reykhólasveitina að sækja saumavél. En Keran var að gefa mér aðra iðnaðarsaumavél svo ég geti nú saumað meira næsta vetur. Nei ég segi nú svona. Þá er ég komin með eina beinsaumsvél, eina bróderi vél og tvær overlook vélar og því ekkert að vanbúnaði að opna saumastofu næsta vetur.

Annan í páskum var ákveðið að gera aðra tilraun til að fara á sjó og aftur var farið á 3 bátum. Villi fór á sínum bát og Öddi fór með honum, Ingþór fór á sínum og með honum fóru þeir Egill Ólafsson og Siggeir, síðan fórum við saman, Keran ég og Maggý. Dagurinn var mjög góður og enginn fleytti kerlingum og ekkert brottkast enda er það ólöglegt.

Á miðvikudaginn var svo haldið heim í sveitina. Ég hófst handa við að þrífa enda slatti að þrífa þar sem mikið er búið að vinna í vetur og karlarnir mínir verið duglegir. Á fimmtudaginn þá vann ég í tölvunni allan daginn og þar sem ég var svona dugleg ákvað ég að verðlauna mig og fara aðeins niður á strönd á fjórhjólinu og anda að mér sjávarloftinu. Ég er rétt komin niður að sjó þegar ég fæ eins og högg aftan á hnakkann, þessu fylgdi hræðilegur höfuðkvalir. Ég gerði mér strax grein fyrir því að þetta var eitthvað alvarlegt og þegar ég fattaði að ég sást ekki frá bænum þá ákvað ég að reyna að komast heim. Ekki veit ég hvernig ég komst alla leið en eitt veit ég að það leið nokkrum sinnum yfir mig á leiðinni. Að fara þessa leið á fjórhjóli tekur svona 2 mín en mér reiknast svo til miðað við hvenær ég hætti í tölvunni og hvenær ég komst á sjúkrahúsið á Patró að ég hafi verið um 40 - 50 mín á leiðinni heim. Ég var ein í víkinni.

Það næsta sem ég man er að ég ligg á gólfinu inn í stofu og er að tala við Keran en hann var veikur heima á Patró, með lúngabólgu. Restin er hálf gloppótt þar til á sunnudaginn þ.e. fyrir viku síðan

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

hmmmm það er eins og þetta komi tvöfalt hjá þér Birna mín. 

Eru þessi veikindi þín semsagt afleiðing höfuðhöggsins sem þú fékkst þegar þú féllst útbyrðis??  Ekki gott mál.

Vona að heilsan komi fljótt til þín

Dísa Dóra, 25.4.2009 kl. 22:13

2 Smámynd: Birna Mjöll Atladóttir

Þegar ég datt í sjóinn þá hef ég fengið högg á hnakkann.  En síðan virðist all vera í lagi frá því ég dett í sjóinn þar til á fimmtudaginn, því þá er eins og hristingurinn komi aftur af stað þessum hausverk.  Ég meiddi mig ekki tvisvar ef það er það sem þú heldurþ

Birna Mjöll Atladóttir, 26.4.2009 kl. 16:21

3 Smámynd: Dísa Dóra

Nei ég var nú ekki að meina að það kæmi tvöfalt heldur kemur sagan tvöföld hér inn

Dísa Dóra, 26.4.2009 kl. 16:49

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Birna mjöll mín ég sendi þér ljós og kærleik með ósk um góðan bata
hér er kveikt á kerti fyrir þig líka.
Vertu sterk og vertu róleg
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.4.2009 kl. 17:28

5 identicon

Það á ekki af þér að ganga Birna mín, ég óska ér góðs bata og vonandi verður þú komin í sveitina fljótt, gangi þér vel.

Bestu kveðjur til þín og Kerans litla.

Inga (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 20:14

6 Smámynd: JEG

Bataóskir til þín og vonandi nærðu þér fljótt.  Meira hvað á þig er lagt núna.  Og ekki besti tíminn til að vera úr leik.  Kveðja úr sveitinni þar sem sauðburður er byrjaður. 

JEG, 26.4.2009 kl. 21:20

7 identicon

Elsku besta vinkona! - Þetta var nú ljóta sagan. Vonandi finnst allt sem þarf að finna til að laga allt sem þarf að laga - svo að þú komist sem fyrst aftur í Breiðavíkina. Helst strax í næstu viku! - Ég verð væntanlega á ferðinni um Vestfirðina upp úr miðjum maí - og ég vil þá endilega fá að hitta þig heila og hressa á höfuðbólinu þínu! - Ég skal nú hvetja og mana allar vættir í vinasafni mínu  til að senda þér og umvefja þig styrk og gróðurmætti! Bíddu ei með bata! Ég bið fyrir þér! ...

Hafsteinn Hafl. (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 22:05

8 identicon

Láttu þér batna skvís.

Fanney (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 19:31

9 identicon

Þú hefur alltaf verið svolítið stórtæk Birna mín...fliss!  Reyndu nú að taka því voðalega rólega, slaka vel á og næra sál og líkama.

Hugsa til þín!

V. Rán 

Viktoría (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 17:13

10 identicon

Kæra Birna, megi allt það góða vera með þér og gefa þér bata sem fyrst,og vaka yfir litla Keran, hugsa til þín, kær kveðja Guðrún.

Guðrún Júll. (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 18:47

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Blessuð elsku Birna mín vonandi gengur betur hjá þér elsku vina.
Það er ljós fyrir þig hér

Kveðja
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.4.2009 kl. 13:08

12 identicon

Ég er að kíkja hérna inn í fyrsta skipti í langan tíma og það eru aldeilis tíðindi!

Ég vona að ykkur batni báðum sem fyrst. Sendi ykkur alla mína bestu strauma.

Kær kveðja,

Birgitta

Birgitta Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 19:19

13 identicon

Vona að heilsan sé að koma og sendi ykkur góðar óskir. Þekki ykkur ekki en þú hefur verið svo væn að að deila með okkur þinni kunnáttu af svo mikilli gjafmildi og gleði. Takk fyrir það. Væri voða gaman ef einhver gæti sett inn fréttir af ykkur ef þú getur ekki sjálf.

Bestu árnaðaróskir

Elísa

Elísa (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 13:49

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Birna Mjöll mín, mikið svakalega hefur mátt litlu muna að þetta yrði þitt síðasta.  Mikið varstu dugleg og ákveðin að koma þér alla leið heim.  Sendi þér þúsund faðmlög

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2009 kl. 08:47

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Birna Dís ég sendi þér ljós og kærleik.
Þú leifir okkur kannski að heyra frá þér um leið og þú getur ljúfust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.5.2009 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

236 dagar til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 217067

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband