Kveðjur og fyrirbænir

Ég má til með að þakka ykkur enn og aftur fyrir þann stuðning sem þið eruð að sýna þeim Óla Ásgeiri og Sigrúnu.

Eins og þið vitið eflaust þá byrjaði ég á að blogga um hann Keran litla Stueland hér á mínu bloggi en það var dagana fyrir skírn.  Síðan þegar búið var að skíra drenginn þá opnaði ég blogg fyrir hann, bara hann.  Í fyrstu þá bloggaði ég einnig á þá síðu en í grær þá tóku þau Óli og Sigrún við blogginu og nú sjá þau um það sjálf.

Það getur verið langur dagur fyrir unga foreldra að sitja yfir veiku barni sínu alla daga.  Sigrún og Óli eru alla daga hjá Keran litla en þau fara heim á nóttunni til að slaka aðeins á og mæta síðan hress á morgnana.  Ég tel það mjög gott að þau fari heim til að hvílast þó svo að mér hafi þótt það hálf kuldalegt í fyrstu að fara frá barninu.  Stofan sem þau eru á er bara ágæt.  Þar er þæginda stóll og bekkur þannig að hægt er að halla sér en ekki meira en það.  Sófinn er ekki það þægilegur að hægt sé að sofa á honum heila nótt og vera síðan hress daginn eftir.  Þannig að hvíld heima í góðu rúmi er bara allt í lagi.

Það er hálf tómlegt  að koma heim án drengsins, þó svo að þau hafi ekki verið  búin að hafa drenginn heima í marga daga.  Rúmið hans er autt, pelar og snuð liggja á kommóðunni dag eftir dag óhreyft.

Þá setjast þau gjarnan niður við tölvuna og skoða það sem ég hef bloggað og það sem þið hafið skrifað í gestabókina og kommentin  sem þið skrifið undir bloggið.  Það eru að koma komment frá fólki sem þau þekkja ekki og ekki við heldur.  Fólk allstaðar af landinu er að biðja fyrir þeim og óska þeim góðs gengis.

Það var gaman að hlusta á Óla í dag, hann hafði farið á netið í símanum sínum og var að lesa upp fyrir Keran litla hvað fólk væri að skrifa og hverjir væru að skrifa. 

„Heyrirðu þetta Keran“ „ allt þetta fólk sem er að biðja fyrir okkur“ síðan hélt hann áfram að tala við hann. „ Þú verður að fara að hressa þig svo bænir þessa fólks rætast.“  Síðan spjallaði hann við strákinn.  Hann sagði honum frá hinum og þessum sem væru að kvitta eða skrifa í gestabókina.  „Það eru bara allir á landinu okkar að hugsa til okkar“ „allir eru að biðja fyrir okkur“  „ nú verðum við að standa okkur“

Ég er að segja ykkur þetta vegna þess að allt sem þið eruð að gera með því að koma inn á síðuna þeirra hjálpar þeim rosalega. Margir hringja og sumir daglega og það er bara allt í lagi.  En þó held ég að bloggið hjálpi heilmikið, bæði er það að færri hringja en skrifa frekar í gestabókina eða undir bloggið og hitt er að það léttir töluver á hjartanu að skrifa.

Elsku vinir, endilega haldið áfram að kíkja til okkar á bloggin okkar því það styrkir okkur öll.  Við getum því miður ekki boðið ykkur upp á kaffi þegar þið eruð í heimsókn en það gerum við seinna þegar Keran er orðinn sprækur.

IMG_0002
Sigrún amma að skipta á mér og Óskar afi er þarna að leika rafvirkja, þar sem ýmislegt þurfti að aftengja þegar ég var tekinn úr buxunum.

IMG_0006
Ég er nú frekar slappur
IMG_0013
En samt sætastur

 

IMG_0017
Hjúkkurnar elska að horfa á mig

 

IMG_0020
Stundum er ég með tvær í takinu

 

IMG_0022
Birna amma fær aldrei nóg af mér

http://www.nino.is/keran

http://www.nino.is/keran

endilega kíkið í heimsókn á nýja bloggið.


Ný bloggsíða

Ég er búin að gefast upp.  Ég get bara ekki sett inn myndir hér á mogga bloggið.  Ég prufaði að stofna annað hér á mbl.  en ekkert gekk.

Þess vegna stofnuðum við nýtt blogg á nino netfangið er http://www.nino.is/keran 

endilega haldið áfram að vera dugleg að heimsækja okkar mann.  Heimsóknir og kveðjur styrkja svo ótrúlega mikið.  Óli og Sigrún eru svo ánægð með alla þá sem koma hér inn og þá facebookið.

 


Eitthvað bilað

Ég  er að reyna að setja inn blogg fyrir skírnardaginn en það er ekki að ganga upp.  Ég bið ykkur um að vera þolinmóð þetta kemur.

Ég vil nota tækifærið og biðja þá sem hafa verið að hafa samband við okkur í sambandi við bænahringi og annað þar sem þarf heimilisfang litlu fjölskyldunnar að hafa beint samband við mig í breidavik@patro.is og ég mun gefa ykkur  þær upplýsingar sem þarf.

Þá vil ég einnig benda á að Óli og Sigrún eru að opna blogg fyrir Keran litla en það kemur ekki í loftið alveg strax.  Við munum láta ykkur vita þegar það kemur.  Trúlega verður það keran.blog.is

Mig langar að spyrja ykkur sem eruð að skoða síður á barnalandi, hvort ykkur finnist þægilegra að skoða síður barnanna þar eða eins og við erum að gera það hér.

Að lokum langar mig að þakka ykkur öllum fyrir stuðninginn, fyrirbænirnar og alla þá orku sem frá ykkur hefur komið.  Óli og Sigrún eru dolfallin yfir öllum þeim kveðjum sem eru að koma til þeirra hér á blogginu og á facebook hjá okkur öllum.


Mikið um að vera hjá litla pjakk = laugardagur

Já það er víst hægt að segja að dagurinn hafi verið viðburðaríkur í dag hjá litla manninum okkar í dag.

Stærsti viðburðurinn er að hann fór í sitt fyrsta bað í dag.  Honum leið einstaklega vel í baðinu.  Nú Anna ljósmóðir kom í eftirlitsferð og hún nuddaði litla manninn hátt og lágt.  Þessir tveir atburðir voru eingöngu  teknir upp á vídeó.

Í dag eins og aðra daga kom fullt af fólki í heimsókn,frænkur, frændur, afar og ömmur.

IMG_0011

Ef það var bjölluhljómur þegar Hjördís frænka hélt á mér, þá hefðuð þið átt að heyra þegar hún Íris mágkona hans pabba fékk mig í fangið.  Þetta var bara eins og bjöllukór.

 

IMG_0020

Svo var það hún Maggý Hjördís systir hans pabba, ég held að hún sé of ung til að hafa þennan bjölluhljóm en samt mátti heyra smá óm af hljóm.

 

IMG_0028

Pabbi vildi kenna Maggý hvernig ætti að gefa mér pela.  Ég held nú að hún kunni það vel.

IMG_0031

Síðan þurfti að kenna Maggý að skipta um bleyju.

IMG_0032

 Maggý fannst nú betri lykt af höfðinu á mér en lyktin sem kom frá bleyjunni.

 

IMG_0039

Siggi á Hvalskeri kom líka í heimsókn, honum þótti ég svo sætur en hann var nú hálf hræddur að halda á mér.

 

IMG_0041

Atli Snær kom í heimsókn og hann var með eitthvað bölvað vesen,  hann hrærði steypu eða einhverri drullu í skál og síðan var mér haldið þarna í nokkrar mínútur.   Ég var hræddur um að nú ætti að steypa mig fastan í skálinni.  Spáið bara í það að vera 6 daga gamall og vera troðið ofaní poppskálina.

 

IMG_0045

Haldið þið að þetta sé eitthvað normal að láta troða sér í poppskálina

 

IMG_0048  IMG_0051

 Þetta var nú ekkert gott svona í fyrstu en síðan vandist þetta og ég sofnaði bara.

IMG_0063

Atli fékk að halda á mér eins og allir hinir og Maggý reyndi að trufla okkur strákana.

 

IMG_0055

Svanlaug amma mín fær nú að skipta á mér af og til en mamma verður samt að passa að allt sé rétt gert.  Eins og hún amma mín kunni þetta ekki, búin að eiga 3 börn.

 

IMG_0067

Hann afi minn í sveitinni heitir sko Keran Stueland og hann er sko kominn suður til að heimsækja mig.  Hann fékk að halda á mér og honum fannst ég óttalegt kríli.

 

Á ég síðan að segja ykkur eitt, það á sko að skíra mig á morgun.  Ég þoli ekki lengur að vera kallaður Lilli eða pjakkur eða eitthvað annað ansalegt.

Á morgun get ég sko sagt ykkur frábærar fréttir.

Eruð þið ekki forvitin?  En bíðið þið bara ég er vissum að ég eigi eftir að heita einhverju ROSALEGA fallegu nafni.


Dagurinn í dag = föstudagur

Dagurinn í dag var bara þokkalega góður.  Vinurinn svaf reyndar ekkert svakalega vel en það var nú bara rétt til að minna þau pabbann og mömmuna á litla manninn sem annars er svo afskaplega góður alla daga. En við látum myndirnar tala eins og áður.

IMG_0003  IMG_0005

Áfram Ísland

IMG_0019

Óskar afi minn er svo montinn með mig.  Hann gæti horft á mig allan daginn.

 

IMG_0027

Birna amma hvað eru að gera?? Kenna mér að bora í nefið, er ekki allt í lagi heima hjá þér?  Pabbi hættu að krumpa á mér ennið.  Ertu að reyna að gera á mig reiðistrik eins og þú varst með þegar þú varst lítill?

 

IMG_0030

Amma, seinna verða mínar hendur stærri en þínar.

 

IMG_0039     IMG_0040

         Nú er ég týndur                                                                       bö

 

IMG_0059

Hver er fallegastur og bestur?  ÉG

IMG_0088

Pabbi hvað ertu að gera við hárið á henni mömmu minni?

IMG_0096

Heimsins besta mamma.

IMG_0005-1

Sjáið þið hvað afi og amma eru glöð?  Það er af því að ég er hjá þeim.  þau elska mig og ég elska þau.  Við erum flott saman.

 

 

 


Stuðningurinn kemur víða að

Ég var kannski frek þegar ég var að tala um að nú væri komið að ykkur að aðstoða mig og þá var ég að tala um þær sem ég hef verið að aðstoða í saumaskapnum. 

En það stóð heldur ekki á svörum frá ykkur.  Ég ætla að taka mér það bessaleyfi að birta eitt bréfið sem ég fékk.

 

Sæl Birna Mjöll,

Ég er ein þeirra sem hef fylgst með síðunni þinni undanfarnar vikur og fengið aðstoð og teikningar frá þér. Þú hefur verið frábær “inspiration” fyrir mig átt stóran þátt í því að ég dustaði rykið af saumavélinni minn.

Ég var að lesa póstinn þinn á síðunni þinni um litla ömmu drenginn þinn og ég ræð varla við tárin. Ég vona svo sannarlega að allt verði í góðu lagi og þið munuð án efa vera í bænum mínum.

Mig langar alltaf að gefa tilbaka þegar einhver hefur aðstoðað mig og gefið mér eitthvað og þar sem ég er ljósmyndari, að vísu enn í námi langar mig til að bjóða ykkur, þ.e ef áhugi er fyrir hendi að mynda litla gullmolann ykkar. Fallegar myndir af börnunum eru ómetanleg eign um ókomna tíð en því miður hafa ekki allir tækifæri til að fara með börnin sín í myndatöku, og svo ég tali nú ekki um börn sem eru lengi á sjúkrahúsi.Ég hef lengi velt því fyrir mér hvað mig langar mikið til að bjóða foreldrum sem eru kannski með langveik börn, dvelja með börnunum sínum á sjúkrahúsi í lengri tíma og hafa þar af leiðandi hvorki ráð né tækifæri til að láta mynda börnin sín að ég komi og myndi börnin, en einhvern veginn aldrei gert neitt í málinu.Ef þetta er eitthvað sem þið vilduð þiggja væri það mér sönn ánægja að fá að gefa ykkur fallegar myndir af litla gullmolanum.Bestu kveðjur og með von um að allt fari á besta veg

Íris

Íris mætti sem sagt í dag og tók fullt af myndum.  Við viljum nota tækifærið og þakka Írisi ástsamlega fyrir daginn.

IMG_0024  IMG_0061

IMG_0064  IMG_0080

IMG_0107  IMG_0117

 Þetta verða án ef rosalega fallegar myndir og bíðum við spennt eftir að sjá þær.  Ég vil einnig hvetja þá sem eiga lítil börn hvort heldur sem þau eru veik eða ekki að láta mynda þau.  Mynd er besta minning sem við eigum.  Ég læt fylgja hér með vefsíðuna hennar Írisarwww.infantia.eu 

Dagurinn í dag

Það var nú frekar viðburðar mikill dagurinn hjá okkar manni í dag svo ekki meira sé sagt.

Eitthvað var um rannsóknir en það er ekkert mál fyrir vana menn og hann lét það ekki mikið á sig fá.  Nú þá var ákveðið að hann fengi að fara heim í dag.  Ekki er alveg vitað hvað hann fær að vera lengi heima en það verður bara að koma í ljós, hann tekur bara einn dag í einu með mömmu og pabba.

 

IMG_0010-1

Ingþór kom í heimsókn eftir hádegi í dag.  Hann keyrði í alla nótt úr sveitinni sinni bara til að koma að sjá mig.  Ingþór er sko tvíburabróðir hans pabba.

 

IMG_0025-1

Halldís ömmu systir mín kom líka og hún fékk líka að prufa að halda á mér.

 

IMG_0028-1

Nú síðan kom hún Hjördís Karen hún er sko........systur dóttir hennar ömmu minnar.   Hjördís á slatta af börnum og ég held að hana hafi nú kitlað aðeins að fá að gefa mér að drekka.   Amma var eitthvað að tala um bjölluhljóm sem heyrðist frá henni Hjördísi,  ég veit ekkert hvað verið var að tala um

IMG_0038-1

Ég reyndi að flauta fyrir Hjördísi.

 

 
IMG_0049-1

Atli Snær kom líka en hann er sko líka bróðir hans pabba míns, hann er stóri bróðir hans.  Atla þótti ég vera svo duglegur að drekka.  Hann varð að fá að hjálpa pabba að gefa mér að drekka en pabbi þarf samt enga hjálp en samt leyfði hann Atla aðeins að halda í.

 

  IMG_0052-1

Síðan verður alltaf að láta mig ropa eftir að ég er búin að vera svona duglegur að drekka.

 

IMG_0055-1

Þá var nú komið að því að klæða sig í FÖT.  Ekki meiri sjúkrahús föt, takk.  Mamma elskar að fá að læða mig í förin mín.

 

IMG_0064-1

Ingþór mátti sko ekki missa af neinu.  Mikið er hún mamma mín búin að gera mig fínann.

 

IMG_0076-1

Tilbúinn að fara heim til Svanlaugar ömmu og Óskars afa.

 

Síðan var haldið heim en af því að myndirnar sem voru teknar eftir að ég kom heim eru á annarri myndavél þá verða þær settar inn seinna.

 


Hvar er Guð núna þegar við þurfum á honum að halda?

Kæru vinir, nú erum við döpur.  Þetta er búinn að vera erfiður dagur, ég held að ég megi segja sá erfiðasti sem ég hef upplifað.

Ég er því miður ekki í stuði til að segja mikið í dag enda hef ég ekki frá neinu skemmtilegu að segja.  Drengurinn er fallegur og það er með hann eins og öll önnur börn hvort sem þau eru veik eða ekki, að hann er gulfallegur og það er sko ekki hægt að sjá á myndunum hvað hann er rosalega veikur. 

Ég vil þakka ykkur stuðninginn.  Við finnum kraftinn frá ykkur til okkar og þá sérstaklega Óla og

IMG_0044
IMG_0051
IMG_0030
IMG_0088

 

 

 

 

 

 

 


Hann er svo fallegur

Já hann er svo fallegur litli drengurinn þeirra Óla og Sigrúnar.

Það má segja að í dag hafi verið nokkrar framfarir hjá litla snáðanum því hann drakk nokkuð vel en það er meira en hann gerði í gær.  Búið er að taka fullt af blóði sem er verið að rannsaka og þá er búið að senda blóð út til Danmerkur.

Hann átti að hitta taugalækni í dag en hætt var við það í bili.

Á morgun verður erfiður dagur hjá mínum manni í rannsóknum en þá á að gera aðra tilraun til að hitta á taugalækninn, einnig verða ýmsar aðrar rannsóknir.

Hér er ný mynd þar sem mamma og pabbi eru búin að stilla prinsinum aðeins upp fyrir okkur til að minna okkur á að fara með bænirnar á kvöldin því það gerir hann.

Sjáið þið glottið sem hann sendi okkur.

n1197647810_30155097_3600631

« Fyrri síða | Næsta síða »

236 dagar til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 217067

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband