Hvar er Guð núna þegar við þurfum á honum að halda?

Kæru vinir, nú erum við döpur.  Þetta er búinn að vera erfiður dagur, ég held að ég megi segja sá erfiðasti sem ég hef upplifað.

Ég er því miður ekki í stuði til að segja mikið í dag enda hef ég ekki frá neinu skemmtilegu að segja.  Drengurinn er fallegur og það er með hann eins og öll önnur börn hvort sem þau eru veik eða ekki, að hann er gulfallegur og það er sko ekki hægt að sjá á myndunum hvað hann er rosalega veikur. 

Ég vil þakka ykkur stuðninginn.  Við finnum kraftinn frá ykkur til okkar og þá sérstaklega Óla og

IMG_0044
IMG_0051
IMG_0030
IMG_0088

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auður Proppé

Gullfallegur drengur, bið fyrir að honum batni.

Auður Proppé, 19.3.2009 kl. 05:32

2 identicon

Fallegar myndir, drengurinn er æði.

Ég hugsa til ykkar og læt loga á kertum fyrir ykkur.

 Kveðja Fanney

Fanney (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 07:49

3 identicon

Elsku fjölskylda gangi ykkur ofsalega vel. Hugsum til ykkar á hverjum degi allan daginn. Þið eruð í öllum okkar bænum.

 Kveðja Linda Rós

Linda Rós Daðadóttir (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 08:39

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þið eruð í mínum huga mín kæru.  Það er svo sárt að geta ekkert gert nema beðið og vonað.  Vonin er góð og nauðsynleg.  Knús frá mér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2009 kl. 09:02

5 identicon

Elsku Birna og fjölskylda gangi ykkur vel.  Hugsa til ykkar og bið fyrir fallega drengnum.

Kveðja Jenný

Jenný Sæmundsdóttir (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 09:09

6 identicon

Voðalega fínar myndir og alveg rétt hjá þér maður sér ekki hvað hann er veikur, hugsa til ykkar með von um að eitthvað fari að skýrast.

Kveðja Sigga Gunnars

Sigríður Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 09:14

7 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Guð veri með ykkur Birna mín, Óli og Sigrún, megi hann vaka yfir ykkur og vernda hverja stund. 

Kveðja Silla

Sigurlaug B. Gröndal, 19.3.2009 kl. 09:49

8 Smámynd: JEG

JEG, 19.3.2009 kl. 10:00

9 identicon

Mikið ofsalega er drengurinn fallegur. Ég bið fyrir honum á hverjum degi og vona að honum batni.

Hugur minn er hjá ykkur þá að ég þekki ykkur ekki neitt.

Megi góður guð vera með ykkur öllum og vernda ykkur.

Baráttukveðjur, Fríða

Fríða (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 10:37

10 identicon

Kæra Birna Mjöll og fjölskylda

Til hamingju með litla fallega drenginn ykkar. Meigi guð styrkja ykkur í erfiðleikunum. Ég bið fyrir litla drengnum og ykkur. Bænin færir fjöll og vinnur kraftaverk. Aldrei missa vonina ég veit af eigin raun að lífið færir manni stundum verkefni sem maður á ekki von á og vegir guðs eru órannsakanlegir.

Ég hef fylgst með blogginu þínu og finn að þú átt góða fjölskyldu og er litli drengurinn heppin að eiga ykkur að :-)

Kveðja, Jóhanna

Jóhanna Jónsdótttir (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 10:53

11 identicon

Kæra Birna og fjölskylda

 Mikið er þetta nú fallegur drengur og ég bið góðann Guð um styrk fyrir yndislegan dreng og alla þína fjölskyldu í þessum erfiðleikum

Kveðja Ester

Ester (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 11:19

12 Smámynd: Ragnheiður

Hjartans kveðja til ykkar allra..blessaður drengurinn.

Bænir mínar fylgja ykkur

Ragnheiður , 19.3.2009 kl. 11:25

13 identicon

Elsku Birna mín og fjölskylda, ég frétti bara af þessu í gærkvöldi og skoðaði svo bloggið þitt núna. Þetta er svo gullfallegur drengur og ekki sést hvað hann er veikur. Vonandi fer eitthvað að skírast með hann því það er ekki gott að bíða svona í óvissu. Ég finn svo til með ykkur að ég bara tárast við að skrifa þetta. Megi Guð vera með ykkur öllum. Kv Hjalta frænka og feðgarnir.

Hjalta Júlíusdóttir (og Heiðrúnar) (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 12:16

14 identicon

Kæra Birna ótrúlega sem að það er leiðinlegt að heira þetta með litla ömmugullið...
Ég veit að þú þekkir mig ekki neitt en mig langar rosalega til að fá að vita á hvaða spítala, deild og stofu litli guttinn er á til að ég geti sett hann í bænabók sem að við erum með í hring sem að ég sit í í hverri viku... Við setjum alla sem að eiga erfitt eða eru mikið veikir í þessa bók og þá fér læknateimið hinu megin á stað og reynir að gera allt sem að þeir geta til að hjálpa til...
Endilega sendu á mig línu ef að þú ert til í að leifa mér að fá þessar upplýsingar sem að ég þarf til að geta sett hann í bókina og einnig hvað hann heitir einsog er þar að segja ef að hann er ekki kominn með nafn þá föðurnafnið...

Kær kveðja Katrín Sif

Katrín Sif (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 13:02

15 identicon

En hvað þetta er sæt lítil fjölskylda Hann er alveg hrikalega fallegur!!

Ég sendi bestu kveðjur til ykkar allra!

Freyja frænka

Freyja (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 13:50

16 identicon

Elsku frænka okkur þótti þetta agalegar fréttir af litla frænda við erum með ykkur í bænum okkar og vonum að allt gangi sem best  bestu kveðjur Jónas Höfðdal og Fjölskylda

Jónas Höfðdal og Ólöf (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 15:10

17 identicon

Hæ!

Gullfallegur drengur.. sést ekki hvað hann er veikur í myndum. ég bið guði fyrir drenginn og ykkur.

Ég hef aðeins þekkt mömmuna (Sigrúnu) Vorum að vinna sama stað, Hraunvallaskólann.

Kær kveðja Hanna Lára

Hanna Lára Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 15:15

18 identicon

hæ kæra fjölskylda,ég er ókunnug en mig langar bara að segja til hamingju með prinsinn ykkar...hann er gullfallegur.'Eg vona af öllu hjarta að það finnist sem fyrst hvað er að!!!Þið eruð í mínum bænum:#

Elsa Maria (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 21:13

19 identicon

Elsku fjölskylda.

Ég vildi bara láta ykkur vita að þið eruð í bænum mínum.

Yndislega fallegur lítill drengur... ég fæ bara kökk í hálsinn á að lesa

hvað litla yndið er mikið veikur :(

Ég vona svo heitt og innilega að það finnist hvað er að svo hægt sé að lækna hann.

Kær kveðja

Birgitta (ókunnug)

Birgitta Þura (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 22:44

20 identicon

Ég bið fyrir gullfallega litla drengnum ykkar. Megi Guð gefa ykkur styrk og von.

Guðrún Bj (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 23:22

21 Smámynd: Aprílrós

Guð veri með ykkur og vermi. Ég bið fyrir drengnum og fjölskyldunni ;)

Aprílrós, 20.3.2009 kl. 00:00

22 identicon

Elsku Birna og fjölskylda,

innilega til hamingju með þennan gullfallega prins. Hugur minn er hjá ykkur öllum og ég bið fyrir litla snáðanum.

Bestu kv. úr víkinni

Ingveldur Hera (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 00:02

23 identicon

Ég sendi mína heitustu strauma til ykkar og bið þess að Jesú vaki yfir litla englinum ykkar.

Sif Grjetarsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 01:13

24 Smámynd: Birna Mjöll Atladóttir

Elskurnar mínar, frænkur, frændur, vinir og svo ég tali nú ekki um þið sem við þekkjum ekki.  Guð veri með ykkur öllum og eigið þökk fyrir bænir ykkar og kveðjur.

Birna Mjöll Atladóttir, 20.3.2009 kl. 01:38

25 identicon

Yndislegur drengur. Þið verðið í bænunum mínum það er engin spurning.

Steinunn R. Einarsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 20:21

26 identicon

Gangi ykkur vel með litla gullfallega drenginn ykkar, hugur minn er hjá ykkur öllum og ég bið fyrir ykkur og litla drengnum.

Kær kveðja Gunnhildur (ókunnug)

gunnhildur maría eymarsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

221 dagur til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 217094

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband