Nú þurfum við á ykkar bænum að halda

Kæru vinir og vinkonur í gær eignaðist ég mitt annað barnabarn þegar sonur minn Óli Ásgeir og unnusta hans Sigrún Óskarsdóttir eignuðust sitt fyrsta barn.  Mikil hamingja var hjá okkur öllum þegar þessi fallegi prins kom í heiminn.  En hamingjan breyttist smátt og smátt í sorg þegar kom í ljós að ekki var allt eins og það átti að vera. Þar sem fljótlega kom í ljós að litli snáðinn sýnir engin viðbrögð við snertingu, eða neinu.

Meðgangan var fullkomin í alla staði og fór Sigrún í reglulegt eftirlit þar sem henni var alltaf sagt að allt væri fullkomlega eðlilegt.  Hreyfingar voru miklar alla meðgönguna og þar til sá stutti kom í heiminn.  En síðan strax eftir fæðingu þá eru engar hreyfingar, engin viðbrögð og hann nærist illa.

Hvað getur hafa gerst vitum við ekki og erum öll eitt spurningarmerki og enginn getur svarað neinu.  Hann er í rannsóknum og sýni verða send út til rannsóknar en það sem úr þeim kemur fáum við ekki að vita fyrr en eftir tvær vikur. 

Undanfarna mánuði hef ég sent ykkur bréf með teiknigum.  Ég er búin að senda hundruð pósta og hef haft gaman af að vera í sambandi við ykkur en nú bið ég ykkur um stuðning ykkar í bæn til þessa litla drengs og foreldra hans. Þetta er það eina sem hægt er að gera í bili.

Guð blessi ykkur

 

 

c_documents_and_settings_gulli_my_documents_my_pictures_jesus_mappa_jesus_mappa_2_praying_20hands_202

 


Nýir bolir

Hér koma nýir bolir sem ég er að sauma

DSC01318  DSC01319

Hér er líka ný hettupeysa með vösum.

DSC01314


Loksins eitthvað nýtt

Hér er einn nýr kjóll.  Þessi er flottur hvort heldur sem er við leggings eða gallabuxur.  Ég er með Jersey í toppnum en pallíettu efni í pilsinu.  Flottur kjóll eins og eigandinn sem er Ingibjörg Valgeirsdóttir en það er hún sem er í kjólnum. 

IMG_0014   IMG_0018


Snið no: 5025

Hér kemur ein útgáfa af sniði númer 5025

IMG_0001

Hettupeysa 3

Hér er komin önnur hettupeysa.  Þessi er eins og hinar úr jogging - efni.  Ég er bara að nota venjulegt hettupeysusnið sem ég bæti við  hettu sem ég hef teiknað en eins og þið sjáið þá hef ég bætt smá kraga á hettuna, mér finnst það koma svolítið örðuvísi út.  Ég nota kína-efni með en mér finnst svolítið flott að nota efni með jogginginu sem algjörlega ólíkt hinu í lit og öllu.  Ég er ekki með vasa á þessari peysu.

Jórunn Sif Helgadóttir er fyrirsæta og eigandi peysunnar.

 

IMG_1325

 


Ný hettupeysa

Sælar dömur já og herrar þið sem kíkið á mig.

Ég var að klára þessa peysu sem hún Maggý mín sýnir ykkur hér.  Ég er að nota ONION snið númer 1016 með nokkrum breytingum þó.  Ég bæti við vasa sem þið sjáið að framan, ég hef annan lit inn í hettunni og ég set stroff á ermar og að neðan. 

11

 


Árshátíðarkjóllinn

IMG_0007  IMG_0011

Umskiptingar

Já er ekki upplagt að kalla þessa kjóla umskiptinga?    Ég er nefnilega að nota Fjölnotakjólinn sem grunnsnið.   Þessi grái er með mynstruðu Jersey í brjóststykkinu og einlitt pils.  Þarna er ég með fellingar á pilsinu.  Síðan sjáið þið hvernig ég klippi í sundur ermarnar og nota báða litina.  Ég er með stroffið úr sama efni og toppurinn.

Svarti kjóllinn er síðan með rykktu pilsi.  Ég klippi síðan klauf upp í pilsið og set grátt Jersey með smá glimmer.  Þarna sleppi ég alveg stroffinu.

Í bæði pilsin nota ég breidd efnisins eða um 150 cm.

IMG_0022  IMG_0025

IMG_0034  IMG_0035

 


Takk fyrir þið eruð æðislegar sjálfar

Mig langar að þakka ykkur fyrir hlý bréf í tölvupóstinum hjá mér og hlý orð hér á blogginu.  Sum bréfin ykkar eru full af hrósi og þökkum.  Þó svo að það hafi farið mikill tími í að svara póstum (svaraði 150 póstum einn daginn) þá er þetta að gefa mér svo mikið að geta aðstoðað ykkur. 

Sumar eru að sauma í fyrsta sinn og það er æðislegt að fá að fylgjast með ykkur sem eruð að byrja.  Ég er búin að heyra af mörgum vinnufélögum sem hafa tekið sig saman og hist til að sauma,  þetta er auðvitað bara frábært. 

Ein hafði samband við mig og sagði að hún væri búin að fara í fataskápinn og taka út það sem hún væri hætt að nota.  Hún henti því sko ekki heldur klippti hún það allt niður og saumaði úr því aðrar flíkur.  Þetta er auðvitað bara frábært og skora ég á ykkur að prufa þetta.  Það er mjög gaman að setja saman ólík efni eins og ég geri í hettupeysunni.  þegar við erum að nota gömul föt til að sauma úr þá er skaðinn lítill ef illa tekst og því er um að gera að æfa sig á því. 

Endilega haldið áfram að sauma og þið megið vera duglegri að senda inn myndir.  Það væri gaman að vita hvað er búið að sauma marga Fjölnotakjóla og Íris undanfarnar vikur.  Ég bara veit að fjölnotakjólarnir skipta hundruðum.

 

woman
Takk fyrir stelpur þið eruð frábærar

Saumadagar

Jæja þá er ég búin að taka mér nokkra daga hvíld.  Ég eyddi helginni á Bíldudal en þar var Breiðafjarðarfléttan með fundi alla helgina.

Nú er ég aftur komin á Patró og er að hugsa um að sauma á hana Maggý mína í tvo til þrjá daga.  Við erum nefnilega að fara suður næstu helgi við Keran að hitta hana.  Þá ætla ég að færa henni nokkrar flíkur.  Ef þær takast hjá mér þá tek ég myndir af henni í þeim þegar við hittumst.

Ég sagði um daginn að efnið sem er í bláa missíða kjólnum væri satínstretch en það er ekki rétt.  Ég fékk sent til mín satínstretch og þetta er ekki það sama.  Ég talaði við þær í föndru og telja þær að þetta sé efni sem í er  80 % polyester og 20% lycra það er til í hvítu, rauðu, futcia, svörtu og fánabláu í Föndru.  Mér finnst að koma við þetta sé það svipað og efni í sundfatnaði nema kannski er meiri glans í þessu.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

221 dagur til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 217093

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband