Ég hef það bara flott

Einhverjir hafa verið að hafa samband til að vita hvernig ég hafi það.

Ég byrjaði í geislum á miðvikur degi.  Eftir fyrsta dag í geislunum byrjaði ég strax að brenna en mér hafði veið sagt að það væri örugglega ekki að bera á bruna fyrr en eftir hálfan mánuð.  Í þriðja skiptið sem var föstudagur var ég orðin mjög slæm. Þær sem eru með mig í geislum voru hissa og sögðust ekki oft sjá þetta.   Þegar ég kom heim (vestur) þá bar ég á mig sárakrem frá Villimey og bar ég það á mig á hverju kveldi.

Þegar ég síðan mætti á mánudeginum þá var enn smá roði en enginn bruni.  Konurnar spurðu mig hvort ég hafði verið að bera á mig ALOVERA kremið sem þær hefðu bent mér á, ég sagði nei ég væri með Villimeyjar SÁRAKREM, það kom svipur á þær og þær sögðu að ég væri á minni ábyrgð ef ég notaði ekki krem sem þær bentu mér á.  Ég spurði hvort ég væri á þeirra ábyrgð ef ég notaði áburð sem þær bentu mér á, lítið varð um svör.

Síðan hef ég borðið SÁRAGALDURINN á mig þegar ég kem heim úr geislum og síðan áður en ég fer að sofa.  Ég er auðvitað með roða á brjóstinu en það er ekki brent og ég hef ekki lengur verki í því. 

Ég ætla samt ekki að hrópa húrra strax þar sem ég er rétt hálfnuð.  En ég er allavega betri en ég var, mikið betri.

Andlega er ég hress.  Ég mæti í geislana alla virka daga um kl 10:00.  Þá verð ég helst að passa  mig á að fara ekki heim að leggja mig.  Ég þarf helst að vera á fullu þar til ég fer að sofa.  Þegar ég slaka á þá fær ég hjartaflökt og leiðindi þannig ég er bara á fullu eins og ég get.

Ég keyri vestur alla föstudaga og er heima (Breiðavík eða Patró) á laugardögum og síðan er akstur suður á sunnudögum.

Þetta er ekki mikið, ég geri ekki meira en ég get.  Þetta þarf ég til að halda mér gangandi.

Ég bið Guð að blessa ykkur öll ég við verðum í sambandi.

PS:  Sættum okkur við aðstæður eins og þær eru í dag hverjar sem þær eru því við getum ekki breytt þeim heldur lært að lifa með þeim.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér vel elsku kellan mín, ég hugsa oft til þín. Gott hjá þér að fara eftir þinni sannfæringu.

Guðrún Guðmundsd (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 19:04

2 identicon

Þú er að gera þitt besta veit ég og meira getur maður ekki gert en sannalega gangi þér vel mín kæra..

pálína kristín hermannsdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 00:42

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gott að heyra frá þér Birna mín og frábært að Villimeyjar kremið skuli virka, ekki að spyrja að því.

Þú ert bara yndislega dugleg og hollráðið þitt er svo rétt, allir ættu að fara eftir því.

Kærleik til þín ljúfust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.11.2009 kl. 10:07

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku Birna mín gott að heyra að allt gengur vel.  Og mikið ertu dugleg  Gangi þér allt í haginn og gott að þú stendur í hárinu á hjúkkunum.  Villimey er að gera góða hluti ég hef prófað sáragaldurinn og líkar vel.  Annars nota ég mest eingöngu sjálfa aloaVera plöntuna mína, ber hana á sárin milliliðalaust.  Knús á þig elskuleg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.11.2009 kl. 13:24

5 Smámynd: Aprílrós

Gangi þér vel elskan og góðan bata.

Aprílrós, 29.11.2009 kl. 17:35

6 Smámynd: Ragnheiður

knús elskuleg

Ragnheiður , 30.11.2009 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

244 dagar til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband