02.02.10

Veðrið hefur leikið við okkur í vetur, það er víst ekki hægt að segja annað.  Ég hef nú ekki verið dugleg að vera úti í vetur en það er önnur saga.

Ég var nú svo dugleg í dag að ég þvoði nýju rauðu rúmfötin sem ég var að kaupa fyrir hótelið.  Ég keypti þau dökk vínrauð vegna þess að ég ætla að útbúa tvö hótelherbergin eins og svítur.  Ég ætla að reyna að gera þau svona meira rómó en hin þannig að hægt verði að hafa eitthvað annað fyrir brúðhjón.  Það er nefnilega þannig að þegar ferðaskrifstofur bóka þá láta þær alltaf vita ef um brúðhjón er að ræða.  Ég er sko ákveðin í að ef/þegar ég fer að ferðast til útland þá ætla ég sko alltaf að segja að við höfum verið að gifta okkur.

Ég notaði góða veðrið og hengdi út nýja rúmfatnaðinn.  Ég var með myndavélina í vasanum og tók nokkrar myndir.  Annars hef ég verið svo löt að taka myndir síðan að stóra vélin mín fór í sjóinn sl. vor.  Myndirnar eru svolítið óskýrar þar sem þær voru teknar með flassi, það var nefnilega komið myrkur.

102_1141

Þarna má sjá nýja rúmfatnaðinn

102_1142

Veit einhver um stærri snúrur?  Þessar eru allt í allt 210 metrar (mættu vera stærri)

102_1143

Hér er svo þvottasnúru kerran.  Þetta er kerra sem við notum til að "aka" þvottinum til og frá þvottahúsi.  Ég held að hún verði 18 ára í vor. 

102_1147         102_1146

Hér er Ingþór með hann Týgul.  Rúmlega 1 árs og eins og sjá má verður hann gríðalega stór. Hann er hreinræktaður border colly og er Ingþór að þjálfa hann sem smala hund.  Hundurinn lofar mjög góðu..  Týgull er í eigu Ingþórs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líst á þetta. Legg inn pöntun fyrir svítunni. Giftum okkur fyrir 35 árum og eigum eftir brúðkaupsferðina.

Guðný (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 20:52

2 Smámynd: Birna Mjöll Atladóttir

Er það Guðný Elínborgar eða hvaða Guðný ertu?

Birna Mjöll Atladóttir, 2.2.2010 kl. 23:50

3 Smámynd: Guðný

Það er bara ég. Gleymdi að skrá mig inn.

Guðný , 3.2.2010 kl. 14:01

4 Smámynd: Birna Mjöll Atladóttir

Guðný mín.  Segðu  mér bara hvenær þið eigið frí og ég tek frá herbergi.  Best væri að það yrði í vor eða haust.

Birna Mjöll Atladóttir, 3.2.2010 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

252 dagar til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 217044

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband