3.1.2009 | 04:01
Mismunandi siðir
Síðustu 20 ár höfum við haldið jólin út í sveit. Í fyrstu reyndi ég að hafa jólin eins lík þeim og ég ólst uppvið en svo fóru þau smásaman að breytast. Við fórum aðeins að slaka á og njóta jólanna meira.
Í ár héldum við jólin í Atlahúsi (það er húsið sem ég ólst upp í) á Patró. og enn breyttust jólin. Það besta er að þau verða alltaf betri og skemmtilegri.
Við fluttum á Patró í byrjun des og förum heim í Breiðavík einhvern tímann í jan. En svona eru jólin okkar:
Byrjað er að þrífa og taka til í byrjun des. Undanfarin ár hef ég bakað slatta en ég hef dregið úr bakstrinum með árunum. í ár bakaði ég tvær sortir. Nú, 18 des förum við alltaf suður og erum yfirleitt að koma heim 22 eða 23. Í ár komum við heim 22. Keran hefur farið síðustu tvö ár með kunningja okkar í skötu (í RVK), en það er einhver félagsskapur sem vinur okkar er í og hittast þeir alltaf í skötu. 23 des var okkur síðan boðið í skötu hjá vinafólki okkar hér á Patró þeim Guðnýju og Sævari. Skatan var dásamlega góð og nú borðaði hún Maggý mín skötu í fyrsta sinn.
Það hefur verið hefð á mínu heimili frá því að ég var lítil að það er keypt Þorláksmessu bók á þorláksmessu. Sú hefð komst á þegar ég var lítil en það var vegna þess að pabbi var alltaf á sjó en kom heim um jólin, hann fór aldrei með okkur í búðir en á Þorláksmessu kom hann með okkur stelpunum. Þá keypti hann bækur fyrir alla. Þegar hann síðan hætti á sjónum þá héldum við þessu áfram og ég held þessum sið enn við og vona að börnin mín geri það líka seinna meir þegar þau fara að búa.
Frá því að ég man eftir þá hefur verið borðað svínakjöt á aðfangadag. Ég held að það séu reyndar mjög margir sem hafa svínakjöt um jólin og finnst það engin jól nema það sé. Sumir hafa rjúpur og finnst engin jól nema elduð sé rjúpa. Guðný Elínborgardóttir og fjölsk. hafa alltaf rjúpu og vildi hún endilega að Ingþór minn smakkaði hjá sér. En Ingþór mátti ekki vera að því að fara til hennar í rjúpuna þannig að Guðný gerði sér lítið fyrir og sendi honum eina með öllu.
Diskurinn góði frá Guðnýju hlaðinn kræsingum.
´
Það tíðkaðist heima hjá mér að á aðfangadag og jóladag héldu allir sig heima. Það var bara hringt í þá allra nánustu og síðan var það ekki fyrr en á annan í jólum að við fórum að hitta vini okkar. Nú var þetta aðeins örðuvísi. Maggý Hjördís fór út í kringum miðnættið að hitta vini sína. hún hringdi síðan og spurði hvort hún mætti koma með nokkra þeirra heim og auðvitað var það góðu lagi. Síðan fóru aðrir að hringja og spyrja hvort þeir mættu koma. Að lokum voru komnir slatti af ungu fólki. Þau voru öll yndsleg.
Frá því við komum á Patró hefur ungt fólk komið hér á hverju kveldi til að spila. Ýmist er spilað RISK, PÓKER. og stundum er meira að segja spilað gamla útvegs spilð, Ég reyni að færa þeim eitthvað t.d popp eða ís eða eitthvað. En mér finnst ótrúlega gaman að fá þau í heimsókn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.10.2008 | 22:30
Fyrsti smaladagurinn búinn
Jæja þá er þetta allt að komast í gang, ég meina smalamennskurnar.
Byrjað var að smala á Gili. Við sluppum ótrúlega vel við rigninguna. Ég ætla ekki að þreyta ykkur á rollu tali en læt fylgja með nokkrar myndir frá því í dag.
Maggý mín mér þykir það leitt en pabbi þinn fann helv#$%&/() gulu úlpuna ég var búin að fela hana en sem sagt þarna er hún komin aftur.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.10.2008 | 11:33
Er þetta ekki dásamlegt líf
Á laugardaginn vorum við búin að vera á Patró í tvo daga og nú var kominn tími til að koma sér að heiman og heim. (við köllum Breiðavík heima og einnig þegar við erum í íbúðinni okkar á Patró) Við vorum komin til Breiðavíkur fyrir hádegi. Veðrið var svo fallegt og sjórinn var allt að því sléttur, þetta verður örugglega síðasti dagurinn sem við fáum svona fallegt veður.
Það kitlaði okkur að geyma vinnuna í einn dag og fara á sjó.
Það var ekki gott að fara frá Breiðavík þannig að við fórum með bátinn á kerru í Örlygshöfn og fórum þaðan út. Við sigldum fram og til baka um fjörðinn. Við vorum með byssu með okkur og veiðistangir. Við skutum nokkrar teistur en ég get ekki sagt að við höfum reynt að veiða neitt á stöngina við eyddum of miklum tíma í að horfa á náttúruna.
Í Tálknanum sáum við útigöngu fé sem var hálf sorglegt þar sem rollan virtist vera slösuð, hún var mjög hölt og síðan var hún í ullu. Mér finnst alltaf sorglegt að sjá kindur í einum eða tveimur reifum. Spáið í þegar rignir svona eins og síðustu daga hvað þetta er þungt fyrir þær, svo ég tali nú ekki um hvað það getur verið heitt hjá þeim í góðu veðri. Það er ekki bara útigöngu fé sem er svona, það eru margir bændur sem ekki nenna að taka af fénu.
Það var orðið liðið á daginn þegar við ákváðum að halda heim. Þegar við komum að höfninni í Örlygshöfn sáum við að það var fjara og ekki hægt að leggja að bryggju. Við náðum þó að henda Ingþóri í land og fór hann á bílum með kerruna á Patró. Við Keran fórum síðan á bátnum á Patró þar sem Halldís systir tók á móti okkur. Við enduðum síðan í mat hjá henni.
Við ákváðum að gista á Patró og fara snemma heim um morguninn, sem við og gerðum.
Það er eins og ég sagði, dásamlegt líf.
Í dag þurfum við svo að fara að byrja að reka saman og ætlum við að byrja á Gili, það er nú ekki víst að dagurinn í dag verði eins dásamlegur þar sem veðrið er hundleiðinlegt. En ég segir ykkur trúlega frá því í kvöld.
Hér eru nokkrar myndir úr ferðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.10.2008 | 23:40
Þáttur Evu Maríu í kvöld
Ég var að horfa á þátt Evu Maríu í sjónvarpinu. Ég verð að viðurkenna að þar sem ég hef ekki verið með sjónvarp í mörg ár þá hef ég ekki séð marga þættina hennar. Ég hef þó séð nokkra þegar ég er á Patró. ´
Mér finnst Eva María auðvitað frábær sjónvarpskona og þeir þættir sem ég hef séð hafa verið mjög góðir. Þegar ég settist niður við sjónvarpið í kvöld og hún kynnti gest sinn Ragnar Kjartansson. Í kynningunni segir meðal annars:
"Ragnar Kjartansson er einn af eftirtektarverðustu myndlistarmönnum okkar yngri kynslóð.
Hann verður fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2009. Ragnar hefur ekki aðeins stundað myndlist heldur einnig leikið í leikhúsi og verið poppstjarna af lífi og sál."
Vá.......ekki fyrir minn smekk hugsaði ég en þar sem ég sat eins og klessa upp í sófa og heklaði þá nennti ég ekki að skipta um rás og horfði þess vegna á Evu Maríu ræða við Rangar, og það verð ég að segja að þetta er besti þáttur hennar að mínu mati til þessa. Ekki er það vegna þess að Eva hafi verið betri en vanalega, því það er ekki hægt, hún getur ekki batnað. Heldur var það maðurinn sem hún ræddi við, hann var yndislegur, svo einlægur, broshýr og kátur. Hann geislaði af gleði, var bara fallegur drengur eins og hún dóttir mín hefði sagt.
Eva María og Ragnar Kjartansson takk fyrir kvöldið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.10.2008 | 22:52
Fyrir þá sem hafa verið að spyrja um kærumálið
Fyrir nokkru þá sagði ég hér frá kæru sem við fengum á okkur. Margir hafa verið að spyrja hvernig málið hafi farið. Við höfum ekki fengið neitt frá lögfræðinginum okkar, við höfum heldur ekkert spurt eftir neinu.
Við erum með reikninga frá árunum 1999 til dagsins í dag þar sem við köllum okkur ýmist Breiðavík við Látrabjarg eða Breiðavík/Látrabjarg. En það var fyrsti hluti kærunnar var að við skulum kalla okkur við Látrabjarg.
Annar hluti var að við skulum kalla okkur hótel. Þessu er auðvitað ekki svarandi. En fyrir þá sem ekki vita þá eru engar reglur til um hvenær má kalla gististað hótel. Eddu hótelin er til dæmis fæst með bað inn á herbergjunum en eru samt kölluð hótel.
Ef annar liður er varla svaraverður þá er sá þriðji það ekki heldur, en hann var um að viðkomandi aðili er á móti að við skulum nota lunda í auglýsingum okkar. Þetta eins og hitt er auðvitað bara bull það hefur enginn einkaleyfi á að nota lundann, enda mætti stöðva marga ef þessi eini aðili má nota hann því lundinn er notaður um allt Ísland.
Þetta er auðvitað allt bara bull og ekkert til að ergja sig á þó svo að þetta hafi farið í mig í fyrstu. Það er bara svo oft þannig að þegar fólki gengur illa annaðhvort í viðskiptalífinu eða einkalífinu svo ég tali nú ekki um ef illa gengur í báðum tilfellunum þá er auðvitað gott að geta skellt skuldinni á aðra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.9.2008 | 23:29
Til styrktar
Í gær las ég blogg hjá systur minni og vinkonu henni Guðnýju www.gudnyel.blog.is þar sem hún segir frá því að hún er að dunda sér við perlusaum. Hún segir að hún sé að gefa þetta við hin ýmsu tækifæri. (hún hefur aldrei gefið mér)
Nú ákvað hún að selja tvær dúkkur sem eru í perlusaumuðum kjólum til styrktar lítilli stúlku sem er ættuð frá Patreksfirði og heitir Þórhildur Nótt og er hún mikið veik. Ágóðinn rennur óskertur til hennar. Á vefnum http://123.is/eddibj/ má já upplýsingar um Þórhildi og veikindi hennar.
Mér finnst þetta frábær hugmynd hjá Guðnýju og ákvað ég að feta í sótspor Guðnýjar og gera slíkt hið sama. Ég ætla selja hér tvö ungbarna tepp sjá mynd hér að neðan.
Þá langar mig einnig að selja tvær töskur til styrktar Ófeigi Gústafssyni, en 17 júní greindist Ófeigur með krabbamein í gallgöngum. Hann hefur gengist í gegnum fjölmargar aðgerðir á skömmum tíma. Ófeigur og kona hans Berglind eiga eitt barn.
Teppin og töskurnar hef ég heklað, en töskurnar eru úr lopa og hef ég þæft þær aðeins.
Ég mun selja bæði teppin og töskurnar á 4.500 kr, og rennur peningurinn beint til Ófeigs og Þórhildar.
Þeir sem hafa áhuga á að styrkja þau með því að kaupa teppi eða tösku hafið samban í www.breidavik@patro.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.9.2008 | 02:17
Ég lokaði bara "búllunni"
Já nú var bara skellt í lás og farið á sjó. Veðrið var dásamlegt og ég tóka myndavélina auðvitað með til að sýna ykkur. Myndirnar hefðu getað verið betri en bæði var það að ég tímdi ekki að fara með góða vél á sjóinn og annað að sumt er ekki hægt að ná á mynd. Við dúlluðum okkur þarna í 5 tíma.
EN hér eru nokkrar sem eru teknar rétt fyrir utan víkina okkar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.9.2008 | 23:32
Er ekki allt í lagi með mig
Ég skrapp niður í fjöru í kvöld á fjórhjólinu. Veðrið var dásamlegt og kvöldsólin svo falleg. Ég tók auðvitað myndavélina með því ég var ákveðin í að lofa ykkur að njóta dýrðarinnar með mér. Ég tók fullt af frábærum myndum. Síðan lék ég mér um stund í fjörunni að skoða fuglana og annað sem fyrir augu bar. Þarna sá ég flækingsfugl sem ég elti um stund til að taka af honum myndir, hann átti eitthvað erfitt með flug og því var auðvelt að taka myndir af honum. Síðan skall myrkrið á og ég brunaði heim. Þegar heim kom þá sótti ég fuglabókina til að kanna hvaða flækingur þetta var.
þegar ég fann hann ekki í bókinni þá náði ég í myndavélina og ætlaði að setja kortið í lesarann en þá.......................&/&$%#%$/&## kortið var ekki í vélinni$#$%$%&$#$%%
Er þetta ekki ekta ég. Af hverju eru þessar bölv....myndavélar ekki þannig að það sé ekki hægt að taka mynd ef kortið er ekki í? Ein vélin mín er þannig en ekki þessi sem ég fór með.
Ég set hér aðrar myndir í staðin sem teknar voru fyrir nokkrum dögum hér í fjörunni minni eða á ströndinni minni eins og túristarnir kalla hana.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.9.2008 | 15:05
Hverju safnar þú?
Ég held að flestir safni einhverju, eða hvað? Hverju ert þú að safna?
Ég er ótrúlegur grúskari og safnari. Ég safna t.d. ljóðum, kvæðum, söngtextum og sögum og sögnum af suður svæði Vestfjarða eða Vestfjörðum nær eins og við sum köllum það.
Að safna því sem hér að ofan er talið er ekkert mál, það kostar ekkert og tekur ekkert pláss í hillum eða á vegg, eða allavega lítið miðað við annað sem ég safna.
Ég safna nefnilega bjöllum og krossum af öllum stærðum og gerðum, krossarnir eru allir með Kristi á. Bjöllurnar hef ég flestar fengið gefins, en krossana hef ég flesta keypt.
Nú svo elska ég íkon, engla og Jesú myndir.
Ég vil þó taka það fram að ég er ekkert sérstaklega trúuð.
Amma mín sem var frá Patró var að ég held mikið trúuð og elskaði hún allt í sambandi við trúna og trúlega er þetta frá henni komið. Hún hafði líka gaman af ljóðum og voru þau mikið í sorglega kantinum. En þau ljóð og textar sem mér finnast fallegust eru frekar sorgleg.
Hér er eitt sem er frá ömmu komið og heitir Finna veiddi fiðrildi.
Finna veiddi fiðrildi
og fór með það inn
læst það niður í litla kistilinn
Svo fór hún að sofa
því hún var svo þreytt
en fiðrildið kvaldist
og komst ekki neitt.
Fram á morgun Finna svaf
friðsælt og rótt
skildi það ekki
hvað skelfing gerðu hún ljótt.
Opnar Finn kvik og kát
kistilinn sinn
fiðrildið hennar
skal fljúga út og inn
Finnu titrar tár á kinn
tómlegt og autt
finnst henni vera
því fiðrildið er dautt.
Blessuð frjálsu fiðrildin
sem fljúga um geim
blikna og deyja
ef börnin snerta á þeim
Þetta er tréplatti sem ég brenndi þetta ljóð á fyrir 10 árum fyrir Maggý mína
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
104 dagar til jóla
Um bloggið
Birna Mjöll Atladóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 217449
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
dufa65
-
annarun
-
thordistinna
-
mydogs
-
antonia
-
ragnarfreyr
-
gurrihar
-
estro
-
zoti
-
jensgud
-
helgigunnars
-
klaralitla
-
bonham
-
sifjar
-
kiddirokk
-
jonbondi
-
katlaa
-
skrifa
-
thelmaasdisar
-
palmig
-
sigmarg
-
730
-
maple123
-
ekg
-
zunzilla
-
steina
-
kallimatt
-
vefritid
-
sveita
-
blossom
-
kruttina
-
berg65
-
gattin
-
brandarar
-
july81
-
dlove
-
disadora
-
estersv
-
fitubolla
-
lillo
-
curvychic
-
gelin
-
sarahice
-
gudnyel
-
milla
-
doritaxi
-
handtoskuserian
-
himmalingur
-
810
-
jeg
-
johannagisla
-
leifur
-
mammzla
-
jonoli1
-
pallieliss
-
rafng
-
hross
-
sisvet
-
blavatn
-
joklamus
-
midtunsheimilid
-
svala-svala
-
saethorhelgi
-
vertu