Mismunandi siðir

Síðustu 20 ár höfum við haldið jólin út í sveit.  Í fyrstu reyndi ég að hafa jólin eins lík þeim og ég ólst uppvið en svo fóru þau smásaman að breytast.  Við fórum aðeins að slaka á og njóta jólanna meira.

Í ár héldum við jólin í Atlahúsi (það er húsið sem ég ólst upp í) á Patró. og enn breyttust jólin.  Það besta er að þau verða alltaf betri og skemmtilegri. 

Við fluttum á Patró í byrjun des og förum heim í Breiðavík einhvern tímann í jan.  En svona eru jólin okkar:

Byrjað er að þrífa og taka til í byrjun des.  Undanfarin ár hef ég bakað slatta en ég hef dregið úr bakstrinum með árunum.  í ár bakaði ég tvær sortir.  Nú, 18 des förum við alltaf suður og erum yfirleitt að koma heim 22 eða 23.  Í  ár komum við heim 22.  Keran hefur farið síðustu tvö ár með kunningja okkar í skötu (í RVK), en það er einhver félagsskapur sem vinur okkar er í og hittast þeir alltaf í skötu.  23 des var okkur síðan boðið í skötu hjá vinafólki okkar hér á Patró þeim Guðnýju og Sævari.  Skatan var dásamlega góð og nú borðaði hún Maggý mín skötu í fyrsta sinn.

DSC00957

Það hefur verið hefð á mínu heimili frá því að ég var lítil að það er keypt Þorláksmessu bók á þorláksmessu.  Sú hefð komst á þegar ég var lítil en það var vegna þess að pabbi var alltaf á sjó en kom heim um jólin, hann fór aldrei með okkur í búðir en á Þorláksmessu kom hann með okkur stelpunum.  Þá keypti hann bækur fyrir alla.  Þegar hann síðan hætti á sjónum þá héldum við þessu áfram og ég held þessum sið enn við og vona að börnin mín geri það líka seinna meir þegar þau fara að búa.

Frá því að ég man eftir þá hefur verið borðað svínakjöt á aðfangadag.  Ég held að það séu reyndar mjög margir sem hafa svínakjöt um jólin og finnst það engin jól nema það sé.  Sumir hafa rjúpur og finnst engin jól nema elduð sé rjúpa.  Guðný Elínborgardóttir og fjölsk. hafa alltaf rjúpu og vildi hún endilega að Ingþór minn smakkaði hjá sér.  En Ingþór mátti ekki vera að því að fara til hennar í rjúpuna þannig að Guðný gerði sér lítið fyrir og sendi honum eina með öllu.

Picture 137 

 

 

Diskurinn góði frá Guðnýju hlaðinn kræsingum.

 

 

 

 

 ´

 

Það tíðkaðist heima hjá mér að á aðfangadag og jóladag héldu allir sig heima.  Það var bara hringt í þá allra nánustu og síðan var það ekki fyrr en á annan í jólum að við fórum að hitta vini okkar.  Nú var þetta aðeins örðuvísi.  Maggý Hjördís fór út í kringum miðnættið að hitta vini sína. hún hringdi síðan og spurði hvort hún mætti koma með nokkra þeirra heim og auðvitað var það góðu lagi.  Síðan fóru aðrir að hringja og spyrja hvort þeir mættu koma. Að lokum voru komnir slatti af ungu fólki.  Þau voru öll yndsleg.

Frá því við komum á Patró hefur ungt fólk komið hér á hverju kveldi til að spila.  Ýmist er spilað RISK, PÓKER. og stundum er meira að segja spilað gamla útvegs spilð,  Ég reyni að færa þeim eitthvað t.d popp eða ís eða eitthvað.  En mér finnst ótrúlega gaman að fá þau í heimsókn.

 

Picture 120

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Greinilega verið góð jól og áramót hjá þér Birna mín.

Gleðilegt ár og megi það verða þér og þínum til gæfu

Dísa Dóra, 3.1.2009 kl. 05:57

2 Smámynd: Aprílrós

Gaman að koma saman á svona dögum og spila

Aprílrós, 3.1.2009 kl. 08:42

3 Smámynd: Anna

Hæ hæ - gleðilegt ár og takk fyrir liðið.  Góður pistill

Anna, 3.1.2009 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

219 dagar til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband