12.2.2009 | 00:10
Nýja kjóllinn köllum við „Íris“
Þá er ég farin að sauma nýja kjóla.
Það kom í ljós þegar ég var að sauma síðustu kjóla að ekki er gott að nota á kjólana erlend nöfn. Í dag 12.02 á önnur tengdadóttir mín afmæli og í tilefni afmælis hennar ætla ég að kalla kjólinn Íris en það er nafn þessarar prinsessu sem ég hef verið svo heppin að eignast. Kjólinn fær þessi elska svo í afmælisgjöf.
Ég set hér inn nokkrar myndir af kjólnum en ég á eftir að setja fleiri myndir þar sem sýnir enn betur hvernig hægt er að nota þennan kjól. Ætli það séu ekki um 20 aðferðir hvernig hægt er að nota hann.
Finnst ykkur hann ekki frábær?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
9.2.2009 | 01:01
Bílddælingar voru hreint frábærir.
Í gær gerðum við hjón eitthvað sem við höfum ekki gert í laaaaangan tíma. Ég örugglega ekki í 30 ár en Keran 25 ár. En það var að fara á ball á Bíldudal eða öllu heldur þorrablót (fyrsta sinn bæði á þorrablót á Bíldudal).
En þannig vildi það til að fyrir einhverjum dögum síðan þá hringdi Ásdís Snót frá Bíldudal í Örnu Margréti sem var stödd hér hjá okkur og var að spyrja hana hvort hún væri til í að vera dyravörður á þorrablótinu. Arna Margrét sagðist ætla sjálf á blótið. Þegar ég heyrði þetta á datt mér í hug að hringja í Ásdísi og spyrja hana hvort hana vantaði ekki bara 2 dyraverði því þá værum við hjónin til í að vinna á ballinu. En þá vantaði ekki en Ásdís sagðist enn eiga miða til á ballið, hvor við kæmum bara ekki. Ég þakkaði henni fyrir og sagði að við kæmum kannski seinna. Stuttu seinna heyrði í kunningja okkar honum Jóni Þórðarsyni og sagði ég honum þetta, hann tók strax undir þetta hjá Ásdísi og bauð okkur íbúð frítt ef við vildum gista. Og til að gera langa sögu stutta þá skelltum við okkur á blótið og sjáum sko ekki eftir því þó svo að mig verki enn í öllum liðum eftir að hafa dansað meira og minna allt kvöldið.
Að koma norður var fyrir okkur yndislegt frá upphafi. Um leið og við gengum í húsið var allstaðar fólk sem fagnaði komu okkar og bauð okkur velkomin, ég held að það hafi verið annar hver maður sem það gerði. Síðan þegar við komum í salinn þá fannst mér eins og við værum að koma heim eftir langa fjarveru, svo vel var tekið á móti okkur. Hlýjan sem við fengum frá fólki var yndisleg.
Eftir að hafa fengið borð með hreint ágætis fólki var farið að borða og má með sanni segja að þar hafi borðin svignað undan kræsingunum. Þarna var sko matur fyrir alla, hvort sem það borðaði þorramat eða ekki. Fyrir utan hinn hefðbundna þorramat var þarna rúgbrauð og síld ásamt baunasallati. Þá var þarna saltkjöt og eitt var þarna sem ég hef ekki séð á þorrablóti áður og Keran minn var rosalega hrifinn af en það var uppsuf með kartöflum.
Þegar flestir höfðu borðað nægju sína hófust skemmtiatriðin. Og aftur kom að einhverju sem við höfðum ekki séð áður, en það var annáll ársins. Nanna Sjöfn las það helsta sem hafði skeð hafði á síðasta ári og fletti inn í það léttu gríni.
Síðan stigu á svið 8 yngismeyjar og skemmtu fólki með söng sínum og léttu gríni. Þó svo ég sæti hér í allt kvöld og reyndi að koma orðum að því hvað þær voru góðar þá held ég að ég gæti það ekki. Þær voru svo samstíga í söngnum að þær hljómuðu sem ein. Enda geri ég ráð fyrir að undirbúningur og æfingar þessa blóts hafi verið meira en tvær vikur. Á milli þess sem þær sungu var gert létt grín af einu og öðru og tók ég sérstaklega eftir að ekkert var sæðandi eða meiðandi af því sem þarna var framreitt.
Að loknum skemmtiatriðunum var sunginn fjöldasöngur undir stjórn þeirra Gísla og Viðars, sem léku á alls oddi eins og þeirra er von. Þá var salurinn hreinsaður fljótt og vel á meðan hljómsveitin kom sér fyrir.
Og nú hófst dansleikurinn. Í fyrstu leist mér nú ekkert á þetta, örfáar hræður á gólfinu, hvað var að ske, voru allri stuðboltarnir farnir heim, hafði þetta fólk elst svona hræðilega á þessum fáu 30 árum að þeir voru hættir að skemmta sér. Við ákváðum að dansa nokkra dansa og fara síðan heim að sofa.
Þegar við vorum þarna á dansgólfinu þá sá ég að það fór að glytta í eitthvað frammi við barinn, og viti menn þarna var þá mættur stórsöngvarinn Jón Kr. Ólafsson. Hann var í rosalega fallegum glimmer eða pallíettu jakka sem stirndi af. Hann fór á sviðið og byrjaði að syngja og viti menn dansgólfið fylltist af fólki og svona var það þar ballið var búið. Jón stóð sig vel að vanda enda ekki við öðru að búast.
Sverrir Garðarsson og Signý dóttir hans stigu líka á svið og sungu nokkur lög. Ekki stóðu þau sig nú ver en stórsöngvarinn, þau voru bara frábær og ættu að gera mikið meira af þessu.
Strákarnir í hljómsveitinni voru bara flottir, en það voru þeir Viðar, Matti, Gísli og síðan var strákur á trommunum sem ég veit ekki hvað heitir (fyrirgefðu vinur en ef þú segir mér það þá skal ég muna það fyrir næsta blót) Strákarnir stóðu sig frábærlega vel og blönduðu geði við dansgesti með því að bassaleikarinn fór niður á dansgólfið og gekk um gólfið á meðan hann spilaði.
Eins og ég sagði þá eru í kringum 30 ár síðan ég fór síðast á dansleik á Bíldudal, mér fannst ekki mikið hafa breyst, jú auðvitað eitthvað. Nú er gengið inn niðri en það var áður komið inn að ofan. Nú er kominn bar frammi í gangi (lobby) sem ekki var, því áður var afgreitt gos inn í sal. Veggina prýða myndir af því sem leikfélagið hefur verið að gera undanfarin ár, ekki hvað mörg. Þessar myndir eru húsinu til sóma. Nú síðan hefur hárið á sumum þeirra sem voru þarna fyrir 30 árum gránað, þynnst eða bara alveg farið. En eitt hafur ekki breyst, Bílddælingar eru góðir heim að sækja og yndislegt er að skemmta sér með þeim.
Það voru þreytt (höfum ekki dansað svona mikið lengi) og sæl hjón sem gengu heim að loknum dansleik. Jón Þórðarson gekk með okkur og sagði okkur frá hver bjó hvar (það hafði ýmislegt breyst þar) og sögu gamalla húsa.
Það fór vel um okkur í íbúðinni en við vorum í fallegri íbúð í blokkinni.
Okkur langar að þakka Bílddælingum fyrir dásamlegt kvöld og síðan en ekki síst frábærar móttökur.
Að lokum: Er einhver sjens að komast í áskrift með 4 miða hjá ykkur á næstu þorrablót.
Védís, ég tek þig á orðinu.
XXXXXXXX kossar Birna Mjöll og Keran
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.2.2009 | 16:03
Hvernig gengur hjá ykkur
Sælar stelpur.
Nú ættu allar að vera komnar með sniðið af fjölnota kjólnum í hendurnar ásamt leiðbeiningum hvernig á að sníða hann.
Þegar ég byrjaði á að henda þessu sniði (teikningu) í loftið þá bjóst ég ekki við þessum viðbrögðum. Hvorki hjá þeim sem vildu sauma þetta sjálfar né þeim sem hafa pantað kjólana saumaða hjá mér. En þetta er bara æðislegt.
Ég er með fullt af hugmyndum sem ég er að fara að prufa að sauma. Ég er til í að sýna ykkur það um leið og ég geri hverja flík fyrir sig. Það getur verið að þið fáið hugmyndir af því.
Nú er mig farið að langa að heyra frá ykkur, hvernig ykkur gengur og ykkar álit á því að ég sýni ykkur það sem ég er að gera upp á hugmyndir. Einnig væri gaman að sjá hvað annað þið eruð að gera.
Bloggar | Breytt 2.2.2009 kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Frá því að ég byrjaði að sauma fjölnota kjólinn hef ég einnig verið að senda konum teikningar og upplýsingar um kjólinn. Síðan hef ég verið í sambandi við ótal konur og reynt að aðstoða þær eftir bestu getu við að sauma kjólinn sjálfar.
Þið getið þetta sjálfar. Það er bara að stökkva út í djúpu laugina, hún er nefnilega ekki svo djúp, ekki í þetta sinn. Þið sem ekki hafið saumað mikið þið getið þetta líka. Ég skal leiðbeina ykkur eins og ég get ekkert mál. Það er rosalega góð tilfinning þegar búið er að sauma flíkina og farið er að nota hana.
Það fást ódýr efni í Rúmfatalagernum (eins og bleiki kjóllinn hér fyrir neðan) þessi efni eru til í mörgum litum og eru hræódýr, þau eru betri í barna kjólana en annars er Föndra með flott efni.
Hikið ekki við að hafa samband.
Gangi ykkur vel
Bloggar | Breytt 2.2.2009 kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
29.1.2009 | 12:35
Þið sem eruð að sauma
Mig langar að biða ykkur sem ég er búin að senda snið á, að senda mér myndir af kjólnum sem ég má síðan nota. Það eru svo óóóótal margar sem eru búnar að fá snið og mig langar að safna þessu saman.
Þið hinar sem eruð að spá geið sent mér póst ef þið viljið á breidavik@patro.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2009 | 01:36
Fjölnota kjóllinn í mörgum útfærslum
Eins og sjá má á þessum myndum þá er hægt að nota kjólinn á ótal vegu. Þarna er ég að nota svartan strokk síð stað beltis og kemur það mjög vel út. Neðar má sjá að hægt er að nota kjólinn sem óléttu kjól. Ermarnar þurfa að vera mjög langar til að hægt sé að nota þær sem bönd. Ég læt þær hlykkjast um handlegginn og síðan hef ég sett gat fremst á ermina fyrir þumalinn.
Bloggar | Breytt 2.2.2009 kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.1.2009 | 05:26
Ég sauma EKKI EMAMI
Já konur góðar ég er ekki að sauma EMEMI kjólinn og það megið þið ekki heldur gera.
Þeir eru seldi í versluninni 17 og þeir eru með einkaleyfi á honum.
Vinsamlegast ef ykkur langar í kjólinn þá verslið hann í 17
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.1.2009 | 23:14
Kjólarnir henta kvenfólki á öllum aldri
Eins og sjá má á þessum myndum þá henta kjólarnir konum á öllum aldri. Svarti kjóllinn er saumarður úr Jersey wet look en það fæst einnig í Föndru og er metrinn á sama verði og Jersey, það er einnig til í gulllituðu. Það er um að gera að prufa allavega efni.
Bloggar | Breytt 2.2.2009 kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
3.1.2009 | 17:51
Jólatréð í ár
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
104 dagar til jóla
Um bloggið
Birna Mjöll Atladóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 217449
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
dufa65
-
annarun
-
thordistinna
-
mydogs
-
antonia
-
ragnarfreyr
-
gurrihar
-
estro
-
zoti
-
jensgud
-
helgigunnars
-
klaralitla
-
bonham
-
sifjar
-
kiddirokk
-
jonbondi
-
katlaa
-
skrifa
-
thelmaasdisar
-
palmig
-
sigmarg
-
730
-
maple123
-
ekg
-
zunzilla
-
steina
-
kallimatt
-
vefritid
-
sveita
-
blossom
-
kruttina
-
berg65
-
gattin
-
brandarar
-
july81
-
dlove
-
disadora
-
estersv
-
fitubolla
-
lillo
-
curvychic
-
gelin
-
sarahice
-
gudnyel
-
milla
-
doritaxi
-
handtoskuserian
-
himmalingur
-
810
-
jeg
-
johannagisla
-
leifur
-
mammzla
-
jonoli1
-
pallieliss
-
rafng
-
hross
-
sisvet
-
blavatn
-
joklamus
-
midtunsheimilid
-
svala-svala
-
saethorhelgi
-
vertu