2.9.2008 | 12:14
Blogglestur og leti
Dagurinn í gær var sá fyrsti sem ekki voru bókaðir neinir gestir. Við Ingþór kláruðum að þrífa frá deginum áður, síðan ætlaði ég að kíkja aðeins á bloggið, það er að segja á það sem þið kæru vinir hafið verið að blogga. Eins og ég sagði þá ætlaði ég bara aðeins að kíkja. Þegar ég síðan stóð upp frá tölvunni þá hafði ég heimsótt hvern og einast sem er skráður hjá mér sem bloggvinur.
Ég sé að sumir hafi ekki verið duglegri en ég í að blogga en aðrir eru rosalega duglegir við það.
Þegar líða tók á daginn og engir gestir komu ákvað ég að skella mér á sjó með strákunum mínum, en það eru maðurinn minn, sonur og frændi. Ef einhverri ástæðu tafðist að leggja af stað eða nógu lengi að túristarnir fóru að tínast inn og ekkert varð úr því að farið var á sjó. Það verður að bíða betri tíma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2008 | 22:38
3 atriði voru kærð
Eins og ég talaði um í gær þá fengum við hjónakornin á okkur smá kæru. Ég ætti að láta þetta vera en það er bara svo kjánalegt þegar fólk er að gera svona, skuli ekki skoða hlutina aðeins betur áður en farið er af stað.
Í fyrsta lagi fór það í viðkomandi að við skulum kalla okkur hótel. Telur hann í sinni fávissu að við getum ekki kallað okkur hótel þar sem við erum flokkuð sem gistihús innan Ferðaþjónustu bænda. Sko.... Ferðaþjónusta bænda er bara einn af þeim aðilum sem versla við okkur, þannig að það skiptir ekki máli hvernig við erum flokkuð þar. Það sem aumingjans maðurinn athugaði ekki heldur nægilega vel er að hann er sjálfur flokkaður sem gistihús innan FB en ekki hótel, en hann kallar sig Hótel ??????????
Liður tvö er að við skulum kalla okkur Breiðavík / Látrabjarg. Nei það megum við ekki af því að þá erum við að herma eftir honum. Ætli við höfum ekki verið komin hingað 5-6 árum á undan honum og fórum við strax að kalla okkur / Látrabjarg eða við Látrabjarg. Upphafleg ástæða þess er að í fyrsta sinn sem við pöntuðum vörur að sunnan þá lentu þær á Breiðadalsvík, síðan er til Breiðavík á Snæfellsnesi og þá er til gata í Reykjavík sem heitir Breiðavík, þannig að / er til aðgreiningar og það er bar til eitt Látrabjarg og það er hér rétt við Breiðavík.
Nú þriðji liður er auðvitað töluvert alvarlegri en hinir. Hann kærir okkur sem sagt í 3 lið fyrir að nota mynd af lunda í auglýsingum okkar. Hefur einhver einkarétt á að nota lundann og ef við sem búum rétt við Látrabjarg og þá miklu lundabyggð sem þar er getum ekki notað hann hér á þessu svæði nú þá hver? Ég bara spyr.
Ok nú skulum við aðeins skoða þessa aðila.
|
![]() | Grunnupplýsingar | ![]() | |||||||||
|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.8.2008 | 11:23
Á ég að birta kæruna?
Þannig er mál með vexti að fyrir skömmu fengum við (Hótel Breiðavík) á okkur kæru. Kæra þessi er í þrennu lagi. Við erum kærð fyrir ólögmætta viðskiptahætti. Er hún er í raun svo vitlaus að það ná engin orð yfir það. Í raun á ég ekki að vera að ergja mig á þessu, en..................?
Því spyr ég ykkur að ég að birta kæruna hér og síðan rökstyðja hana? Eða??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.8.2008 | 00:08
Starfsfólkið
Ég hef mikið verið skömmuð fyrir það undanfarin ár að ég sé með ef fátt starfsfólk. Í sumar varð breyting á því við vorum allt í allt 13. Reyndar unnum við ekki öll í einu því vaktarplönin voru þannig að starfsfólkið vann 15 dag og átti síðan frí í 6 daga. Þetta kom mjög vel út, fólkið vann vel og síðan fóru þau í ferðalög á milli og alltaf tvö og tvö saman (eða tvær). Hér að neðan má sjá myndir af þeim sem unnu í lengri eða skemmri tíma frá byrjun maí til lok ágúst.
Fyrstan má telja Ingþór hann vinnur bæði við búið og ferðaþjónustuna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.8.2008 | 17:19
Rok en samt fallegt
Það getur verð fallegt þó svo að veðrið sé vont. Ég skrapp niður í fjöru í rokinu í gær til að taka myndir. Ég mátti til með að lofa ykkur að njóta þess aðeins með mér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.8.2008 | 12:59
Hetjur dagsins
Eins og ég sagði þá fengum við frábært sumar. Er hægt að hafa það betra, ég bara spyr?
En síðustu daga eða viku hefur rignt út í eitt. En svo merkilegt sem það nú er þá hefur það ekki stoppað tjaldgesti frá því að tjalda. Það getur verið hálf dapurt að horfa á fólk rembast við að koma tjöldunum upp í hífandi roki og rigningu. Þetta eru auðvitað bara hetjur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.8.2008 | 16:02
Frábært, frábært
Já það er víst ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið frábært sumar. Veðurblíðan var auðvitað einstök sem gerði þetta allt mikið betra. Ótrúlega mikið af gestum og flott starfsfólk.
Eins og þið sjáið þá hef ég þjáðst af svokallaðri blogg leiði frá því um jólin. En ég hyggst bæta úr því núna. Næstu daga kem ég til með að segja ykkur frá sumrinu í stórum dráttum. Ég ætla að segja ykkur frá því sem við höfum verið að gera, frá því sem við ætlum að gera, frá gestunum sem komu, frá starfsfólkinu og síðan en ekki síst frá kæru sem við fengum á okkur frá nágranna okkar sem einnig rekur hótel. Sú kæra er reyndar brandari ársins.
En hvað um það hér kemur falleg mynd sem tekin er yfir víkina okkar.
Mynd Kristofer
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.12.2007 | 19:31
Hverjar eru líkurnar??
Já, hverjar eru líkurnar á að hjón sem gefa hvort öðru tvær jólagjafir hvort gefi hvoru öðru sömu gjafirnar.
En það fór nú svo með okkur hjónin. Ég ákvað að gefa manninum mínum bók, en þar sem hann les ekki mikið ákvað ég að gefa honum bókina Vasast í öllu en bókin fjallar um endurminningar Sveins í Kálfsskinni en hann er eins og maðurinn minn, bóndi. Keran (maðurinn minn) ákvað einnig að gefa mér bók, en öfugt við hann þá er ég alæta á bækur. Hann gaf mér bókina Vasast í öllu og grunar mig að hann hafi valið hana vegna þess að þetta er hugsanlega eina bókin sem hann gæti lesið sjálfur, og það skipti svo sem ekki miklu þar sem ég les allt.
Nú var komin að hinum pakkanum en það var DVD ég gaf honum diskinn Út og suður. Hann gaf mér einnig DVD og hvaða diskur ætli það hafi verið? Jú það var út og suður. Er þetta ekki ótrúlegt? Ég gaf honum síðan 3 pakkann en það var verkfæraskápur með öllum verkfærum.
Sem betur fer var 3 pakkinn hans ekki verkfæri.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.12.2007 | 20:27
Þorláksmessu hefð
Þegar ég var lítil stelpa þá var pabbi alltaf á sjó, en hann var heima um jólin.
Pabbi fór því ekki oft með okkur systrunum í búðir. En á þorláksmessu á meðan mamma var að þrífa þá fór hann með okkur í búð. Hann fór með okkur í verslun Ara Jónssonar, en það var bóka búð með meiru. Síðan hefur það haldist við í minni fjölskyldu að ég kaupi þorláksmessubækur fyrir alla í fjölskyldunni.
Meðan krakkarnir voru litlir þá voru þau bara að fá Andrés Önd eða eitthvað í þeim dúr. Þegar þau stækkuðu kom í ljós hvort þau höfðu á huga á lesa góða bók, þeir sem það höfðu fengu áfram bók. Enn í dag er það siður hjá okkur að kaupa þorláksmessubók fyrir jólin.
Það er dásamlegt að halda í góða siði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.12.2007 | 17:33
Gleðileg jól
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
104 dagar til jóla
Um bloggið
Birna Mjöll Atladóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 217449
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
dufa65
-
annarun
-
thordistinna
-
mydogs
-
antonia
-
ragnarfreyr
-
gurrihar
-
estro
-
zoti
-
jensgud
-
helgigunnars
-
klaralitla
-
bonham
-
sifjar
-
kiddirokk
-
jonbondi
-
katlaa
-
skrifa
-
thelmaasdisar
-
palmig
-
sigmarg
-
730
-
maple123
-
ekg
-
zunzilla
-
steina
-
kallimatt
-
vefritid
-
sveita
-
blossom
-
kruttina
-
berg65
-
gattin
-
brandarar
-
july81
-
dlove
-
disadora
-
estersv
-
fitubolla
-
lillo
-
curvychic
-
gelin
-
sarahice
-
gudnyel
-
milla
-
doritaxi
-
handtoskuserian
-
himmalingur
-
810
-
jeg
-
johannagisla
-
leifur
-
mammzla
-
jonoli1
-
pallieliss
-
rafng
-
hross
-
sisvet
-
blavatn
-
joklamus
-
midtunsheimilid
-
svala-svala
-
saethorhelgi
-
vertu