Hér er sko ekkert jólastress

 Já það er alveg satt.  Ég er svo langt frá því að vera með eitthvað sem fólk kallar jólastress, ég er löngu vaxin upp úr því. Ég er búin að ákveða hvað ég ætla að gefa mínu fólki í jólagjöf og á von á flestu í pósti.  Ég er að fara suður á morgun og kem ekki aftur fyrr en 23.  Ég er semsagt ekki að fara suður til að kaupa jólagjafirnar.  Bara til gamans til að sjá allt brjálæðið, bara að horfa á. Við erum á Geitagili um jólin.  Geitagil er jörð sem við eigum sem er 12 km í burtu frá Breiðavík.  En þar erum við alltaf um jólin.  Við göngum yfir leitt héðan út (Breiðavík)  í byrjun desember, en þar sem mikið er búið að vera að gera hér þá erum við ekki farin enn að Geitagili.  Við vorum reyndar þar um síðustu helgi og þá þrifum við Maggý Hjördís og bjuggum um rúmin.  Nú síðan var farið aftur í Breiðavík og Geitagil bíður klárt eftir okkur.   Ég bakaði meira að segja helmingi minna en vanalega.   Við leggjum mest uppúr því að vera saman.  Við spilum mjög mikið um jólin.  Spilum heilu og hálfu næturnar.  Það er dásamlegt að vera öll saman.  Þetta er samt í fyrsta sinn sem eitt af börnunum kemur ekki, en Atli Snær ætlar að vera fyrir sunnan (heima hjá sér) með Írisi Dögg kærustunni sinni og barnabarninu mínu honum Styrmi Karvel.  En við verðum bara í símasambandi og vonum að þau verði í staðinn hér um áramótin. IMG_0357 Þetta er hann Styrmir Karvel

Parketið fauk af eldhúsgólfinu

Það eru nú nokkrir dagar síðan vonda veðrið geisaði um allt land.Við hér í Breiðavík urðum aðeins vör við lætin sem voru þessa nótt í veðrinu.  Það var orðið ofsalega hvasst þegar við fórum að sofa.  Klukkan 6:00 vaknaði ég við lætin en þá er Keran kominn fram.  Hann kom svo inn til mín og sagði að “kofinn” (húsið okkar) væri bara að fara.  Hann fór síðan aftur fram í eldhús en kom strax inn aftur og sagði að parketið á eldhúsgólfinu færi farið af.  Ég hélt auðvitað að þakið hlyti að hafa farið fyrst.  Ég fór fram, og sá strax að þakið var á sínum stað en parketið ekki.  Keran var farinn út.  Þegar hann kom aftur inn vildi ég fá að vita hvað hefði komð fyrir.  Þá sagði hann mér að gluggi í kjallaranum í miðhúsinu hefði brotnað, en við það að glugginn brotni þá kemur vindurinn inn.  Það er síðan stokkur sem liggur um alla kjallarana (þeir eru 3) stokkurinn endar í herbergi sem er undir eldhúsinu, þar sprengir hann upp hlera á eldhúsgólfinu og við það kemur vindur undir parketið og sprengir það upp.  Parketið skemmdist ekki mikið, það varð bara að leggja það á aftur næsta dag.  Ég hugsa að ef pósturinn hefði ekki komið og séð þar sem Keran var að leggja það aftur þá hefði ég aldrei sagt neinum frá þessu.  Það er hálf asnalegt að segja fólki þegar það spyr hvort eitthvað hafi skemmst í veðrinu að parketið hafi “fokið” af eldhúsgólfinu. Nokkrum dögum eftir að veðrið lét svona, fór rafmagnið og var það af í töluverðan tíma.  Þar sem allir símar á heimilinu eru þráðlausir þá vorum við símasambandslaus á meðan.  Það var orðið kalt hér svo við fórum yfir að Geitagili en það er bær sem við eigum sem er í um 12 km héðan og þar erum við með heimarafmagn.  Þegar við erum búin að vera þar hluta úr degi þá förum við að spá í hvað síminn sé eitthvað rólegur.  Farið var að athuga það og kom þá í ljós að öll sveitin var símasambandslaus.  Símasamband komst ekki aftur á fyrr en á mánudaginn en við höfðum farið að Geitagili á laugardegi.Við gátum farið út í bíl og hringt til að láta þá nánustu vita af okkur, en við erum með NMT í bílnum.  Ekkert GSm samband er hér í sveitinni.  

Síðustu dagarnir

Það var heimilislegt að vakna hjá hjónunum sem ég gisti hjá.  Þau voru nú ekkert á því að ég færi að fara að keyra strax, ég hefði ekki verið svo hress þegar ég kom kveldinu áður.  Ég fullvissaði þau að það væri sko allt í lagi með mig.  Ég hefði bara verið svona óörugg í gær þar sem ég var að keyra ein í fyrsta sinn í útlöndum, og í vinstri umferð.  Eftir að hafa spjallað við þau góða stund ákvað ég að leggja í hann.  Ég var búin að ákveða hvað ég ætlaði að skoða í dag.  Ég ætlaði að skoða gamalt fangelsi sem búið var að breyta í  safn.  Safn þetta er í Inveraray.   

 Ég ók galvösk af stað full öryggis.  Ég var ekki búin að keyra lengi þegar ég fór að ferða vör við vegtálma þar sem sagt var að einhver vegur væri lokaður, en ég bara ók farm hjá þeim.  Því lengra sem ég ók því fleiri urðu vegtálmarnir.  Að lokum kom ég að stað þar sem vegurinn var alveg lokaður og vegalögregla var á staðnum til að stoppa af vitleysinga eins og mig.  Ég spurði vegalögregluna hvað væri að, sagði hún að stór aurskriða hefði fallið á veginn rétt við Inveraray, hvort ég hefði ekki séð vegtálmana?  Jú ég varð að viðurkenna að ég sá þá, en af því að ekki stóð Inveraray á vegtálmunum þá hefði ég haldið áfram.  Ég spurði manninn hvort ég mætti ekki bara bíða á meðan þeir væru að opna, hann hélt það nú, honum leiddist og hefði bara gaman að hafa einhvern að spjalla við.  Fyrir einhverja slysni spurði ég manninn hvað hann héldi að þetta tæki langan tíma, hann hélt að þetta gæti tekið c/ tvo daga, hvort það væri ekki í lagi?  Halló.....ég ætlaði ekki að fara að bíða þarna í tvo daga..  Ég þakkaði manninum fyrir og kvaddi hann.  Ég var búin að keyra allan daginn bara til að sjá þetta, en aurskriður gata víst líka fallið í Skotlandi.  Nú var bara að snú við og fara að huga að náttstað.  Ég fann hótel sem ég var ákveðin í að gist á í tvær nætur og var ég komin þangað rétt eftir kl 20:00.

 Þetta hótel  heitir The  Beardmore hotel.  Þetta var æðislegt,  þarna var einhverskonar ráðstefnu Centre.  Þarna voru ótal ráðstefnusalir, heilsu/sjúkrahús var áfast hótelinu, æfingasalir, sundlaugar og pottar.  Það var allt þarna.  Ég hefði getað hugsað mér að stoppa þarna LENGI.  Ég fékk mér að borða og síðan í rúmið. Það var auðvitað ýmislegt sem ég sá þennan dag.  Ég fór í upplýsingastöðvar fyrir túrista og skoðaði eitt og annað. 

exterior1  show_picture

d6648c0372fe410902d441e342490e05

Dagur 12

Það var gott að vakna og þurfa ekki að byrja á því að pakka niður.  Nú fór ég bara í morgunmat og fór að skipuleggja daginn.  Ég hafði samband við Berglindi hjá FB og var ákveðið að ég færi að heimsækja Rednock Farm Trekking Center.  Nú var bara að slá inn upplýsingum í vinkonu mína (GPS tækið)  Hún var nú ekki að samþykkja það sem ég var að segja henni, en að lokum gat ég troðið einhverju í “hausinn” á henni og upp kom vegakort sem ég ákvað að aka eftir.  Nú byrjaði aksturinn, og ég ók og ók.  Ég fór hærra og hærra upp í fjallið ég var löngu kominn út úr GSM sambandi, að lokum er ég komin á enda vegarins en þar var hótel.  Ég fór inn og spurði til vegar, þar kannaðist enginn við  Rednock Farm Trekking Center.  Nú voru góð ráð dýr, það virðist sem vinkona mín hafi meðtekið eitthvað að því sem ég sló inn en eitthvað var þetta ruglað því ég ók eftir því sem hún “sagði” mér.Nú var bara að snúa við.  Á leiðinni niður heimsótti ég gerð sem heitir Queen Elizabeth forest park.  Það var frábært að koma þangað og ótrúlega margt að sjá.  Hugurinn fór á fullt, allt sem við gætum gert ef / þegar Látrabjarg verður orðið að þjóðgarði.   Þetta var reyndar skógur en okkar svæði er nánast berrassaði miðað við þetta, en það er sama, þarna var margt sem hægt var að setja í hugmyndabankann.  Eftir að hafa verið óralengi í þessum garði og skoðað þar upplýsingamiðstöðina og allt sem ég gat skoðað, fór ég þreytt og sæl heim á hótel.Ég ætla ekki að segja hvað það var gott að þurfa ekki að fara að leita að hóteli, bara aka beinu leið á hótelið og síðan fara beint upp á herbergi.

 Dagur 13. 

 Nú svaf ég legni.  Ég var ákveðin í að gera ekkert annað í dag en að fara á flughótelið og bíða eftir að fara heim.   Eftir að hafa farið í góðan Skoskan morgunverð lagði ég af stað og nú var bara haldið beint á Holiday inn sem er við flugvöllinn í Glaskow.  Ég tékkaði mig inn og fór beint upp á herbergi, þar sem ég beið eftir að geta lagt af stað út á flugvöll. Ég ætlaði að setja inn meira af myndum ern tölvan mín er búin að vera í viðgerð þannig að það á  eftir að setja aftur inn í hana það sem var á herðadiskinum.  Það var sem sagt verið að skipt um harða diskinn.  


Dagarnir sem fóru í vitleysu, dagur 9 og 10

100_0397  100_0407

 Soffíu dreymdi um að fá „góðan“ bíl                                      Hjónin góðu

Dagur 8.Við ákváðum að kíkja í Mollið í Inverness.   Þegar inn var komi þá var auðvitað farið að kíkja í búðir.  Já ... hvað gerir maður annað í Mollinu eða Kringlunni.  Við fórum í eina búð af annarri, ég sá nú lítið sem mig langaði í.  Við fórum auðvitað í Debenhams, ég fór nú aðallega þangað til að komast á snyrtinguna.  Þegar ég var að þvo mér um hendurnar þá fer brunaboðinn í gang, ég var nú ekkert að spá í það, nema þá kemur kona þarna inn  með miklum látum og rekur okkur út og að brunastiga,  við vorum látin fara niður brunastigann niður á fyrstu hæð og út. 
Við vorum nú ekkert að þvælast meira þarna inn.   Nú héldum við til Glasgow þar sem Soffía átti að fara heim næsta dag.  

 Dagur 9.  Vöknuðum snemma og fórum út á völl.  Við roguðumst með farangurinn hennar Soffíu út á völl og fórum svo  að athuga með brottför flugs til Íslands, það var ekki komið upp á skjáinn svo við fengum okkur hressingu og biðum, og biðum , og síðan biðum við.  Að lokum gáfumst við upp og fórum að afgreiðsluborði og spurðumst fyrir, Ísland, nei það er ekkert flug þangað í dag. Hvað var hér í gangi.  Eftir að Soffía hafði skoðað miðann sinn kom í ljós að hún hefði átt að fara í gær. Næst flug var ekki fyrr en á fimmtudag og það var dagurinn sem ég átti að fara heim, nú voru góð ráð dýr.   Ég verð nú bara að segja að það hlakkaði svolítið í mér, nú þyrfti ég ekki að vera ein síðari vikuna. Við fórum ekki strax út úr borginni, en ég vildi óska að við hefðum farið strax út úr bænum, því Soffía hafði legið í símanum og að lokum náði hún að toga í sína gullnu strengi og náði því í gegn að fá að „sitja í“ flugstjórnarklefanum á einhveri flugvél sem átti að fara til Íslands næsta dag. Æ, æ, nú var aftur komin upp sú staða að ég yrði ein síðari vikuna .  Við fórum með  Soffíu á hótel og við kvöddumst með tár í augum.  Ég reyndi að höfða til samvisku hennar og spyrja hana hvort hún hefði virkilega samvisku til að skilja mig eftir eina þarna.  En henni var ekki haggað, enda þurfti hún að mæta á fund næsta dag, og ekki annað sem kom til grein en að hún færi fyrst hún var á annað borð búin að fá far. Nú fór ég í það að redda bílaleigubílnum aðra viku og reyna að prútta um verð.  Eins og þið vitið þá eru margar bílaleigur á flugvöllunum og enginn með sama verð.  Þegar við vorum að leiga bílinn fyrstu vikuna þá hvarflaði ekki að okkur að munurinn væri svona mikill.  Við bara fórum að fyrsta bílaleigu básnum sem við sáum og ætluðum að leigja bíl, en síðan á síðustu stundu ákváðum við að prufa hjá öðrum og með því að eyða smá tíma í þetta þá náum við leigunni niður um helming.  Það var orðið frekar áliðið þegar ég lagði af stað úr borginni, og ég stefndi að Loch Lomond því þar ætlaði ég að eyða næsta degi.  Ég byrjaði að leita að gistingu í fyrsta þorpinu sem ég kom í en það  var Dumbarton, síðan fór ég í hvert þorpið af öðru,Alexandria, Baslloch, Gartocharnog að lokum Drymen.  Ég var búin að fara á öll hótel í þessum þorpum og ótal B & B ég  var að gefast upp.  Ég tók til í aftursætinu á bílnum og var ákveðin að leggja mig þar.  Ég ákvað að keyra aðeins út úr Drymen  áður en ég legði mig, þegar ég var rétt komin út úr þorpinu þá sá ég skilti með B & B en, það lá niðri og ekkert kjós var í húsinu, ég ákvað samt að banka uppá.  Til dyra kom fullorðin kona, hún sagði að þau væru hætt í þessu og hún gæti því miður ekki boðið mér neitt.  Hún fór að spjalla við mig, spurði hvað ég væri  að gera og hvaðan ég kæmi.  Ég sagðist vera frá Íslandi.  Þegar hún heyrði það þá kallaði hún á manninn sinn, og þau héldu á að spjalla.  Að lokum sagði maðurinn að þau gætu ekki sent mig í burtu.  Þau fóru inn í eldhús og töluðu saman, síðan komu þau og sögðu að þau hefðu hringt í dóttur þeirra sem var ekki heima og ég mætti gista í herberginu hennar.  Síðan var mér boðið inn, og enn var talað og talað.  Ég var hvíldinni fegni þegar ég lagðist í rúmið.   Ég var ákveðin að hringja í Ferðaþjónustu bænda og segja þeim að ég færi ekki spön frá rassi á morgun, ég væri með strengi um allan líkamann eftir að hafa keyrt í fyrsta sinn ein í vinstri umferð og með stýrð öfugu megin.   Ég ætlaði aldrei að keyra aftur í þessari vitlausu umferðarmenningu.  Aldrei aftur. Með það sofnaðir ég, 

100_0403  Herbergi dótturinnar               


Er komin heim

 Já ég er komin heim.  Eins og þið sjáið þá hef ég ekki klárað alla dagana sem ég var úti en það er sökum þess að víða í Skotlandi er mjög lélegt netsamband sem gerði það að verkum að ég var ekki duglegri að blogga en raun ber vitni. Síðan voru veikindi í fjölskyldunni eftir að ég kom heim.  Þannig að eitt og annað hefur orðið til þess að ég hef ekki bloggað.  En ég hef hug á að klára ferðina hér á blogginu.

Dagur 7 og 8

Dagur 7

Vöknuðum snemma þar sem fúin vildi að við værum komnar út sem fyrst um
morguninn þar sem hún átti að fara að vinna.  Við borðuðum því
morgunverðinn og svo urðum við að fara.  Nú var nægur tími var til að
ferjan kæmi.  Við ókum því um eyjuna og spjölluðum við fólk.  Ég gæti
skrifað í alla nótt um upplifun mína á þessum eyjum.
nú var komið að síðustu ferjunni.Eftir um 2 tíma siglingu komum við í höfn í Uig.  Við ókum í gegnum Portree og Kyle of Lochalsh.  Þá var stefnan tekin á Loch Ness
Í flestum bæjum sem við komum í þá skoðum við upplýsingamiðstöðvar.

Við ákváðum að gista á hóteli sem heitir Glen Morrison hótel. 

Hotel-Outside-in-Summer  Glenmoriston%20Arms%20HotelMoriston-Bar-WA

 Þetta er staður með mjög skemmtilega sögu og þema hótelsins veit af öllum sortum.  Eins og víða í Skotlandi er allt köflótt þarna inni, teppi, gardínur dúkar, nefndu það , það er allt köflótt


Dagur 8:
Þetta var mjög góður dagur í dag við skoðuðum mikið af söfnum og sýningum og allt var þetta í kringum Loch Ness.

100_0309  100_0312  100_0300
Ég held að við höfum skoðað allt sem hægt var að skoða.


Ákváðum að fara til Inverness og gista þar.

 

 


Dagur 6

boat
Við borðuðum eins og vanalega í Skoskan morgunverð og síðan lögðum við af
stað til að ná ferju númer 2 til Norð Uist.
 Vegurinn á milli Back og Levenburg er einbreiður og erfitt að keyra.  Við rétt náðum ferjunni. Við fórum nú í það að keyra um eyjuna.  Það stóð til að við hittum hér mann sem hefur komið til vestfjarða og er á kafi í ferðamennskunni.  En hann var hvergi að finna.  Þegar líða tók á daginn fórum við að reyna að leita að gistingu, við ætluðum ekki að lenda í því
eins og áður að finna seint gistingu.  Við fórum í þessi tvö hótel sem eru
á eynni en þau voru bæði full.  Þá byrjaði ballið að elta upp allt B&B.
Ég veit ekki hvað við bönkuðum upp víða, en að lokum fengum við þokkalega
gistingu hinum megin á eynni.  Það var eins með þessa konu á þá sem við
gistum síðast hjá í B&B, hún lét okkur fá herbergin og sían var hún rokin
út að dansa.  Ekkert internet var þarna svo kvöldið (eða það sem eftir
var ) fór í að skrifa póstkort.

shops

Fólkið sem við hittum á þessari eyju var ekki sérstaklega vingjarnlegt.  Starfstúlkur hótelanna voru þó sérstaklega óliðlegar.  Þetta er þveröfugt við það sem við höfum kynnst í ferðinni.

uists-loc


Dagur 5

Dagur 5:
Vöknuðum snemma til að fara í ferjuna.  Þegar við loksins komum að bryggju
þá var allt fullbókað og við settar á bið.  Eftir langa bið var okkur sagt
að við kæmumst með.
Innst inni var ég að vona að við kæmumst ekki með, þar sem ég þoli ekki
báta eða ferjur.  Ég er svo hræðilega sjóveik, og það versta sem ég geri
er að fara í ferjur, og nú átti ég framundan 3 slíkar.
Með bullandi hausverk og drullu slöpp lufsaðist ég þó um borð, tók
sjóveikistöflu og lagðist svo á bekk með bundið fyrir augun.
En auðvitað lifði ég þetta af og eftir um 3 tíma siglingu komumst við
heilu og höldnu í land í Stornaway. 

stornoway-450  isleoflewis  sculpture

Nú var bara að finna staðinn sem við áttum að gista á en samkvæmt plani þá
áttum við að gista hjá Broad By House in Back.

Við leigðum GPS tæki sem er búið að vera rosalega gott að hafa, en nú kom
það ekki að notum, þessar eyjur eru of litlar eða allavega þá voru þær
ekki inn á kortinu.

Við ókum eyjuna Lewis fram og til baka, þarna er margt skemmtilegt og fróðlegt að sjá. 
Það sem mér þótti sérstakt að vita um eyna Lewis er að á sunnudögum er allt lokað, þar er hvíldardagurinn haldinn heilagur. Já eftir að hafa ekið fram og til baka hringdum við að lokum í manninn sem við áttum að gist hjá of báðum hann að koma á móti okkur.

c-nish20  street-450

Gistihúsið hans er fullkomið, hann kallar þetta ekki hótel en þetta er í raun 5 stjörnu hótel. 
Þetta var í raun eini gististaðurinn sem var fyrirfram bókaður í þessari ferð. 

Broad_Bay_House_-_Room_1_-_004_fs  Broad_Bay_House_-_External_-_003_fs
Þegar þetta var bókað og gestgjafinn var látin vita hverjir væru að koma þá fór hann að skoða heimasíðuna mína og því hann mundi eftir Breiðavík þegar hann frétti að ég væri þaðan.  Hann hafði sem sagt verið þarna í fyrra.

Spáið í það, eina gistingin í Skotlandi sem er bókuð og hann hafði gist hjá mér.

Ian (gestgjafinn) fræddi okkur um ýmislegt af svæðinu.  Eins var gaman að sjá hvernig hann hefur byggt þetta upp.
Þau hjónin er frá Englandi en ákváðu að freista gæfunnar á Lewis. 
Konan hans eru jarðfræðingur og lokaritgerð hennar var um Surtsey.

 beach_fs  Back_Aug_2005_-_Ian_-_019-01_clean_fs


Lítið internet samband

Það er erfiðara að komast í internet samband hér í Skotlandi en ég hélt.  Ég taldi öruggt að komast á hverju kvöldi á netið. En það eru bara nýjustu hótelin sem eru með samband.

Sambandið þar sem ég er núna er ekki gott, en það er samband og því ætla ég að notfæra mér það.


Dagur 1 - 4

Jæja Gunna litla hér kemur þetta:

Dagur 1
Flugum frá Rvk til Glaskow.  Þaðan héldum við til Stirling, frá Stirling var haldið til Comrie en það er "lítið" þorp ekki langt frá eftir að hafa hitt konu eina þá var aftur haldið til Stirling og stefnan tekin þaðan í átt að Ullapool.  En við ókum ekki langt þennan dag, því við komumst ekki lengra en til Auchterarder, en þar gistum við fyrstu nóttina.  Við vorum búin að fara á nokkra B & B en annað hvort var búið að loka eða það var fullbókað.  Við fengum þá gistingu á pöbb einum sem heitir Star Hótel, ekki veit ég af hverju þetta kallast hótel en það er langt frá því að vera hótel.  Sérkennileg lykt var að koma þarna inn, en fólkið var frábært.  Okkur var strax boðið pyntari, fyrst var það eigandinn sjálfur, en síðan var það einn gestanna, þegar kom að því að sá þriðji vildi bjóða þá vorum við á undan og buðum góða nótt.

Dagur 2.
Eftir að hafa fengið okkur Skoskan morgunverð þá lögðum við aftur af stað, og enn var stefnan tekin á Ullapoll.  Við ókum í gegnum Pearth (auðvitað með smá stoppi þar) Þá var komið að Birnam, en þar stoppuðum við aðeins.

IMG_0002  IMG_0001Flott merki

 VIð ókum í gegnum Pitlochry og þaðan til Newtonmor.  Fyrir einhverja rælni þá "duttum " við inn á minjasafn þar.  Þar tók á mót okkur æðisleg kona, það var eins og hún hafi verið að bíða eftir okkur, hún sýndi okkur safnið, sem er nokkuð sérstakt.  Það er í raun safn eins ættbálks Skotlands.  En eins og þið vitið eflaust mörg að þá er hver ættbálkur með sitt mynstur í sínum pylsum.  Hún fræddi okkur um þjóðbúning Skotanna,  hvernig karlarnir eru mér sér snið og konurnar með annað.  Hvernig konan ver trefilinn (veit ekki hvað þetta er kallað) eftir því hvort hún er af þessari ætt eða annarri.  En hvað um það.  Þarna töfðumst við töluvert, við áttum að vera komnar til Ullapoll þetta kvöld og fara með ferjunni yfir í eyju.  En nú vorum við búnar að missa af ferjunni og önnur ekki fyrr en á mánudag. 
Því var ákveðið að gist í Newtonmore.
Konan fór með okkur út að borða um kvöldið og við fengum að heilsa upp á skoskann bónda.

100_0254Bóndinn góði og Soffía

Dagur 3
Við héldum aftur af stað um kl 10.00 og nú stefndum við að Ullapoll (enn og aftur)við ókum í gegnum Avemore, Inverness og nú náðum við að komast til Ullapoll.  Við fórum gististað úr gististað að leita að gistingu en þar var allstaðar fullt, við enduðum á móteli.  Þar voru veggirnir svo þunnir að maður gat vel heyrt á milli herbergja.

Dagur 4
Við vorum vaknaðar snemma því við ætluðum að taka ferjuna til Stornoway.  Þegar við ætluðum að fara að taka ferjun þá var fullbókað.  Við urðum að bíða og sjá hvort eitthvað losnaði.
Við höfðum heppnina með okkur og við vorum komnar um borð fyrir kl 11.00

Við vorum komnar til Stornoway um kl 14:00

Nú erum við í stórglæsilegu gistihúsi, Back, það er reyndar rosalega dýrt en ekki miðað við hvað það er flott.


« Fyrri síða | Næsta síða »

104 dagar til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 217449

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband