Veik í Skotlandi

Er komin með mína tölvu með Íslenskum stöfum,en get ekki unnið neitt í henni þar sem ég ligg upp í rúmi með bullandi hita og beinverki. 

Ég er stöddd í Ullapull og fer með ferjunni til Stornoway á morgun.  Átti að fara í gær en við mistum af henni og það var engin í dag.

Reyni að skrifa á morgun. 

Kossar og knús til ykkar allra.


Min i Skotlandi

Ja, nu er madur bara komin til Sotlands.  Eg hef ekki komist i tolvu fyrr en nu, og hef eg ekki mikinn tima. 

Vid erum bunar ad vera her i 2 daga og mikid bunar ad sja.

Vid skodudum i gaer safn i bae sem heitir tvi fallega nafni BIRNAM.  Tar fraeddumst vid um barnabokarithofundinn Beatrix Potter.  En hun skrifadi sogur og teiknadi myndirnar.  Myndirnar her ad nedan eru eftir hana. 

Beatrix Potter - Peter Rabbit Tm  Eating Radishes 

 Ta erum vid bunar ad sja fullt af kastolum, eins og t.d.tennan her ad nedan

Flott ekki satt, vid saum tennan tegar tad var komid myrkur og var hann allur upplystur.

Eg reyni ad komast i tolvu alla daga en tad bara texst ekki.

Kvedja fra Skotlandi


Syndir feðranna

Á morgun verður frumsýnd myndin Syndir feðranna.  Okkur hjónum var að berast boðsmiði á frumsýninguna og munum við auðvitað mæta þar.

100_0158

Syndir Feðranna er heimildamynd um upptökuheimili, sem rekið var að Breiðavík í Rauðasandshreppi á árabilinu 1955-74, um afdrif drengjanna sem þar voru vistaðir og fjölskyldur þeirra.

128 drengir voru vistaðir á tímabilinu, meðalaldur var 11 ár, sá yngsti var 6 ára.

Markmiðið er að fjalla um þessi mál í víðu samhengi og reyna að finna svör við sem flestum spurningum. Var þetta mannvonska eða bara tíðarandinn? Hver er samfélagsleg ábyrgð okkar allra og samfélagsleg meðvirkni? Hvernig er hægt að vera vondur við börn?

Myndin segir sögu heimilisins í gegn um frásögn fimm manna sem voru vistaðir þar, barnungir, á mismunandi tímabilum. Á myndrænan hátt er blandað saman ljósmyndum frá tímabilinu við myndir frá staðnum í dag ásamt óborganlegri áróðursmynd sem var gerð til fjáröflunar fyrir heimilið milli 1950 og 60.

                       rimlar[1]  

 Þetta er klefinn sem sumir af drengjunum þurftu að dúsa í.  Klefi þessi er í kjallaranum hjá okkur               


Komin með fylgdarkonu

Nú er komið í ljós að Soffía Gústafsdóttir starfsmaður atvinnuþróunarfélags vestfjarða kemur með til Skotlands.  Soffía mun verða með mér fyrri vikuna.

Mér er þetta mikill léttir, þar sem ég var orðin svolítið smeyk að ég yrði ein í Skotlandi.  Ég hef ekki farið nema tvisvar erlendis á 25 árum og því ekki vön á erlendri grund.

Ég er þess vegna mjög ánægð að hafa Soffíu með mér.  Nú er bara að vona að Soffía verði skemmtileg.  ( hún er það nú alltaf)

Er sem sagt að fara suður í dag og út á föstudags morgun.


Upphafið

Í sumar sótti ég um í Leonordó að fara til Skotlands til að kynna mér menningartengda og matartengda ferðaþjónustu.  Ég var bæði hissa og glöð þegar Ferðaþjónusta bænda tilkynnti mér að ég væri ein af þeim 6 sem hefðu verið valin til að fara út.

Í upphafi var meiningin að Keran (maðurinn minn) færi með mér, en þar sem mikið er að gera á búinu á þessum tíma sér hann sér ekki fært að koma. 

Ég  mun halda dagbók á meðan ég er úti og eins er meiningin að ég skrifi hér inn eins oft og ég get.

Ég stefni í að fara út á föstudaginn ef Guð lofar.


Leonordó mannaskiptaverkefni 2007

Í haust gefst 6 félögum í Félagi ferðaþjónustu bænda tækifæri til að sækja heim Skotland, Svíþjóð/Danmörk eða Finnland.  Hver félagi mun dvelja í 2 vikur á ákveðnu svæði til að kynna sér fyrirfram ákveðið viðfangsefni, fá nýjar hugmyndir, læra af því sem aðrir eru að gera og margt fleira.

 Þessi ferð er tilkomin vegna styrks frá Leonardó mannaskiptaverkefni en haustið 2004 var samskonar verkefni í gangi.  Þá fóru 6 félagar á vit ævintýra til Noregs, Skotlands og Eistlands til að fá hugmyndir og læra af því sem aðrir eru að gera í ferðaþjónustu í dreifbýli.  Að þessu sinni verður áhersla lögð á viðfangsefni sem lítur að heilsu – og menningartengdri ferðaþjónustu með áherslu á útiveru og mat úr héraði/beint frá býli. Á ensku heitir þetta Leonardó verkefni ”Stay healthy, experience local culture and enjoy local food” og á þessi yfirskrift að vísa til þess sem Ferðaþjónusta bænda ætti að geta staðið fyrir í nánustu framtíð.     Þeir félagar sem hafa verið valdir til að taka þátt í þessu verkefni munu dvelja í einu þessarra þriggja landa í 2 vikur, í september eða október. 

Á þeim tíma heimsækja þeir 3-6 ferðaþjónustuaðila og dvelja 2-4 daga á hverjum bæ til þess að kynnast starfseminni betur.  Hver aðili mun einbeita sér að einu viðfangsefni eða þema, þ.e. kynna sér eina tegund af afþreyingu eða matarmenningu einstakra svæða.  Mikilvægt er að þessar ferðir verði lærdómsríkar, ekki aðeins fyrir ferðalangana, því nauðsynlegt er að miðla þessari reynslu til sem flestra.  Þeir þurfa að halda dagbók og gera skýrslu eftir ferðina í samráði við gæðastjóra. 

Í framhaldi af ferðunum og kynningu á þeim verða stofnaðir starfshópar til að vinna frekar úr þessum upplýsingum.  Það má því líta á verkefnið sem mikilvægan þátt í að efla gæðastarf og vöruþróun innan Ferðaþjónustu bænda.


Rokkað fyrir vestfirska vegi

já, nú skulu allir sína samstöðu og mæta á Gauk á Stöng og  rokka fyrir vestfirsku vegina.

CNGGR

Nokkrir ungir athafnarmenn sem ættaðir eru af vestfjörðum hafa tekið sig til og ætla að halda tónleika til að minna á ástand vega á vestfjörðum.  Mér finnst þetta frábær hugmynd hjá þeim. 
Ekki held ég að það sé  meiningin hjá þeim að gefa vegagerðinni einhverjar peningafúlgur til að bæta vegaástandið, heldur að minna fólk á að ástandið er með öllu óviðunandi. 

Tónleikarnir verða á Gauk á Stöng 2 nóvember og þar koma fram nokkrar landsþekktar hljómsveitir.


Ég vona að þeir eigi eftir að fá húsfylli, vona að fólk eigi eftir að styðja þá með því að mæta.

old-rock-star-copyright9


Veðramót / Breiðavík

vÉg fór í bíó á sunnudaginn og sá myndina Veðramót.

phpThumb_generated_thumbnail
Það er Guðný Halldórsdóttir sem skrifar handritið en Guðný var starfsmaður á vistheimilinu Breiðavík um tíma. Hún vann á þeim tíma sem var farið að hafa bæði stelpur og stráka. 

Hugmynd Guðnýjar af myndinni er upptökuheimilið Breiðavík.

Þegar ég var stelpa á Patreksfirði þá heyrði ég ýmislegt frá Breiðavík, síðan þegar ég flutti hingað þá heyrði ég fleiri sögur af þessu tímabili í sögu Breiðavíkur.

Það sem mér fannst svo sniðugt við að sjá myndina var að margar af þeim sögum og sögupersónum taldi ég mig þekkja.  Mér fannst ég vera stödd í Breiðavík.


Þegar þetta unga par kemur að Veðramótum þá breyta þau heimilinu að þeirra smekk, það var hippa stíllinn sem þá réði ríkjum, þau byrjuðu á að saga lappir af stólum og fleira í þeim dúr.
Þegar við komum hingað þá voru fullt af húsgögnum frá þessu tímabili í einni geymslunni, og þar voru stólar með afsöguðum löppum og fleira frá þessum tíma.

Góð mynd og sérstaklega vel leikin, ég skora á ykkur að sjá hana.

395


Hausverkur, heimavist, nýtt heimili

Það eru búnir að vera hálf erfiðir dagar eftir að ég lokaði.  Mígrenið er búið að vera að gera mig brjálaða.  Samt þakka ég Guði fyrir að ég er ekki að fá þetta á miðju sumri.  Ég er búin að vera með þessa ferðaþjónustu í 8 sumur og aldrei orðið misdægur.  Svo nokkrum dögum eftir að síðasti hópurinn fer þá fellur maður í mígreniskast.  Það er eins og þegar maður fer að slappa af þá opni líkaminn sig og bjóði pest og hausverk velkominn.
Ég gjörsamlega búin eftir síðasta kast.

En samt hef ég náð að kaupa íbúð á Patreksfirði frá því að ég skrifaði síðast.  Við vorum sem sagt að kaupa íbúðina sem ég ólst upp í.  Við vorum búin að lofa mömmu að ef hún fengi ekki gott tilboð þá skyldum við kaupa hana.

Þetta er frábært, nú eigum við bæði æskuheimilið mitt á Patreksfirði og æskuheimili Kerans á Geitagili.

Við erum að byrja að mála og gera hana fína. 
Maggý Hjördís dóttir okkar (15 ára) mun verða í henni í vetur, þar sem hún er að ljúka 10 bekk.  Ég ætla að vera hjá henni 2 - 3 daga í viku Keran verður trúlega einn dag í viku.  Síðan er ég komin með leigjanda en það er ung kona sem verður með herbergi hjá okkur þannig að Maggý verði ekki ein þegar við erum ekki þarna.

Vona bara að þetta gangi allvel hjá okkur, það er nefnilega erfitt að hafa ekki heimavist eins og það er búið að vera undanfarin ár.  Maggý er búin að vera á heimavist síðastliðna 7 vetur.  En bæjarfélagið ákvað að loka henni.  Það er auðvitað rosalega erfitt fyrir okkur svo ég tali nú ekki um hina sem þurfa að finna heimili fyrir krakkana.

Þetta er bara eins og í gamla daga, þegar þurfti að koma börnunum, fyrir á bæjunum.

Það er bara ekki eins fyrir barnið að vera á heimavist og vera komið fyrir hjá ókunnugu fólki.  En heimavist það er heimili sem er búið til fyrir þessi börn á meðan þau eru að heiman.

Því miður verður maður bara þegja og þakka fyrir að þetta er síðasti veturinn sem hún er í þessum skóla.  Ég vorkenni þeim sveitabörnum sem eru að byrja sína skólagöngu og foreldra þeirra sem eiga í vændum eilífa baráttu um það hvað eigi að gera við þessi börn.

Mér finnst eins og þeir sem sitja við völd í Vesturbyggð líti á þessi börn sem sveita ómaga.
ymislegt5sept 243 Húsið okkar á Patró


Stefni að því að byrja aftur

já mínir kæru blogg vinir, nú stefni ég að því að byrja aftur að blogga. 
Ég ákvað í morgun að vera löt og er ég því búin að eyða lungann úr deginum í að lesa bloggin ykkar.  Síðan fór ég í það að breyta síðunni minni.  Ég vildi fá smá skammdegisdrunga í hana.  Ég elska nefnilega skammdegið og myrkrið sem því fylgir.

Kertaljós og rómantík.  Já.. svoleiðis hafa síðastliðin haust og vetur verið, og þannig vil ég hafa það.


« Fyrri síða | Næsta síða »

104 dagar til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 217449

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband