Hundalíf

Fyrir um það bil 8 mánuðum gaf ég  Ásrúnu systur minni hvolp, þetta var hreinræktaður Border colly.   Þeim hjónum hafði langað að eignast hund.  Finnbogi maðurinn hennar var ekki alveg á því að fá þennan hvolp hjá mér þar sem þetta var tík, en lét þó undan. 

 100_5944          100_6049

 

 Og Perla flutti nú til Reykjavíkur.  Perla unni sér vel í borginni enda vel með hana farið og mikið við hana látið.


Finnbogi vinnur mikið upp í sveit og var hann duglegur að taka hana með sér, Perla var því mjög frjáls hundur þó svo að hún hafi átt heima í Reykjavík.
Í hvert sinn er ég heyrði ég þeim hjónum þá töluðu þau um Perlu alveg eins og hún væri mennsk.  Það var yndislegt að hlusta á þau tala um hundinn. 


Á heimili þeirra hjóna eru tveir drengir og hefur þeim samið mjög vel við hvolpinn.  Þegar drengirnir rífast þá kemur Perla inn í eldhús og klagar. 
Í fyrstu gerði hún öll sín stykki á gólfið en var fljótt vanin af því, þetta var orðið þannig að þegar einhver pirringur var í hvolpinum þá spurði Ásrún hana hvort hún þyrfti að pissa og þá vældi hann ámótlega og honum var hleypt út til að pissa.

100_6464          100_6452
Perla var nefnilega sérstakur hundur.  Strax og tíkin (mamma Perlu) gaut hjá okkur á varð ég hrifin af þessari tík og ég var ákveðin að halda einum hvolpinum sjálf úr þessu goti.  En fyrir voru 4 hundar og við vorum ákveðin í að fjölga ekki tíkum, ef einhver ætlaði að fá hvolp þá yrði það að vera hundur.
Við seldum hvolpana einn af öðrum, og alltaf sagði ég að Perla væri lofuð, Keran mynnti mig alltaf á að ég yrði að láta hana fara, en það passaði enginn sem eigandi fyrir hana.  Hvolpunum fækkaði, eftir voru Perla og Besti.  Ég ætlaði að eiga Besta og ég vissi að nú yrði Perla að fara næst. 
Svo þegar það kom upp að Ásrúnu langaði  í hund þá vissi ég að ég hafði verið að bíða eftir þessu.  Perla átti að verð þeirra og flutti því suður til Ásrúnar og Finnboga eins og fyrr segir.


Síðustu daga var Finnbogi eins og svo oft áður að vinna út í sveit og Perla með honum, hún fór aldrei langt frá, nema í dag, þá virðist vera sem hún hafi elt fólk sem var þarna á gangi, hún var komin frekar langt frá Finnboga sem vissi ekki að hún hefði farið.
Finnbogi fékk hringingu, það hafði verið keyrt yfir Perlu, hún dó strax.

          100_6504
Er hægt að gráta hund eins og það hafi verið einhver náskyldur manni?
Jú auðvitað er það hægt, og það er ekkert að því að gráta þegar svona kemur fyrir.


Elsku Ásrún mín og Finnbogi, mér þykir þetta ofsalega leiðinlegt.  Þegar við jöfnum okkur á þessu þá erum við hér ákveðin í að finna annan hvolp fyrir ykkur.  Það verður aldrei önnur Perla, því hún er ekki til.


Ástarkveðjur úr sveitinni í systir
Besta


Hryllingsmynd eða raunveruleiki


Bundin við rúmin, það er eins og verið sé að fjalla um hryllingsmynd.

Er það ekki nægileg kvöl fyrir þessi börn að ver yfir gefin af foreldrum.


mbl.is Starfsmenn rússnesks sjúkrahúss sakaðir um að binda börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld"

Á þriðjudaginn fékk ég upphringingu frá systur minni sem sem býr í þorpinu þar sem mamma býr (ég er í 60 km. fjarlægð)  hún sagði mér að mamma hefði dottið og hún væri mjög slæm í bakinu eftir fallið.
Ég hringdi á heilsugæsluna þar sem símastúlkan sagði mér að læknirinn væri upptekinn, ég sagði að ég væri að hringja vegna þess að kona á áttræðis aldri hefði dottið og væri hún slæm í baki eftir byltuna.  Stúlkan endurtók að mikið væri að gera hjá lækninum, hann myndi hringja á morgun.  Um kl 15.00 næsta dag var mér farið að leiðast og hringdi ég þá aftur á heilsugæsluna, enn er mér sagt að læknirinn sé mikið upptekinn í viðtölum en hann muni hringja á eftir.  Á fimmtudeginum þegar hann er ekki enn búinn að hringja, hringi ég aftur, en i því miður, læknirinn er á Bíldudal, hann er alltaf á Bíldudal á fimmtudögum.

ÉG veit ekki hvað ég á að gera, hvert ég á að hringja, hvar ég get kvartað.  Ég ákvað að hringja í yfirhjúkrunarkonu staðarins hún segir mér að hún ætli að tala við lækninn.  Síðan hringir hún aftur og segir mér að lækninum sé kunnugt um þetta, hún segir mér að læknirinn muni hringja.
Klukkan 20:00 á fimmtudagskvöldið hringdi læknirinn,  ég bað hann að líta til hennar, en hann lofaði að hringja á morgun. OK á morgun. 

 Klukkan er orðin 15:00 og enn hefur hann ekki hringt.
Það er af gömlu konunni að segja að hún er mikið marin, á erfitt með svefn þar sem hún er mjög slæm í bakinu, hún átti hækjur síðan hún var fór í aðgerð á hnjánum, nú staulast hún um með hækjurnar sínar.

Ég man eftir auglýsingu sem var í sjónvarpinu þegar ég var lítil, það var mynd af gömlum hjónum sem sátu á bekk niður við tjörn, svo kom texti: "Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld"
Hvað varð um þetta?


Stórbændur og leiguliðar

Jarðir eru að seljast grimmt í dag og ekki fyrir neinn smá pening.  Og svo er nú komið að sömu aðilarnir eiga nú orðið sumir hverjir margar jarðir hver. 

 Ég er að velta fyrir mér hvort þetta sé að verða eins og þetta var í kringum aldamótin 1700 þegar ein manneskja gat átt ótal jarðir. 


Skal ég nú segja ykkur frá einni sem bjó í Saurbæ á Rauðasandi en hún var kölluð Guðrún ríka. 


Guðrún þessi átti allar jarðir milli Skorar og Bjargtanga, en það er Rauðasandshreppur allur, og voru því allri bændur á þessum bæjum lendsetar hennar.  Guðrún beitti landsetum sínum mikilli kúgun og var hún smátt og smátt að hneppa þá alla í ánauð.  Afgjöld jarða Guðrúnar í Bæ voru að eðlilegu misjafnlega há og sniðin eftir stærð þeirra, gæðum og gangi, en yfirleitt fór hún það sem hægt var að komast í þeim efnum. Það sem landsetum hennar var þó sérstakleg þungt í búi , voru hin mörgu kúgildi og leigupeningar, sem Guðrún þrengdi inn á þá, en pening þennan urðu þeir svo að ábyrgjast, yngja hann upp og skila fullgildum á sínum tíma. Henni hafði tekist að hlað 77 ½ kúgildi, eða sem s varar 465 leigu ám á kotin á Rauðasandi. Til þess að gjöra betur grein fyrir því hversu bændum hefur verið þetta þungbært, skal þess getið, að á Lambavatni, lítilli jörð, voru hvorki meira né minna en 11 kúgildi, í Melanesi 8, á Stökkum 6 og annar staðar eftir þessu. Afleiðing þessa óhæfilega kúgildafjölda varð m.a. sú að bændum tókst ekki, þegar illa áraði að heyja nema fyrir kúgildunum, og gátu svo enga skepnu átt sjálfir, enda var líka endirinn sá, að Guðrún í Bæ átti svo að segja hverja skepnu í hreppnum.


Ekki lét Guðrún samt sér nægja að setja allan þennan fjölda kúgilda á jarðir sínar. Auk þess skyldaði hún bændur til þess að taka fóðurpening hjá sér og lét hún flytja skepnurnar til þeirra, hvort sem þeir voru færir til þess að fóðra þær eða ekki.
Ef svo að þessar fóðurskepnur féllu úr hor, var með harðir hendi heimtuð borgun fyrir þær. Það kom fyrir að bændur mölduðu í móinn og vildu ekki veita móttöku fóðurpeningi Guðrúnar, en þá voru þeir beinlínis beittir ofbeldi og skepnurnar látnar inn í bæina hjá þeim og skildar þar eftir. Þá þorðu þeir ekki öðru en að taka við skepnunum, annars áttu þeir vísa óvild hins volduga landsdrottins.

Guðrún bannaði bændum á rauðasandi að eiga hesta, en ef þeir vildu hafa hross til afnota, urðu þeir að taka þau á leigu hjá henni. Frá því er sagt , að Jón nokkur Steingrímsson, sem var á Siglunesi, hafi tekið hest á leigu hjá Guðrúnu, en svo illa tókst til, að hesturinn féll úr hor. En vegna þess að Jón gat ekki skilað hestinum, eða látið annan í staðinn, varð hann að borg leigur fyrir hestinn í 5 ár. Þá gat hann loks borgað Guðrúnu verð hestsins,og varð hann þá að láta 6 vættir fyrir hann.

Ein kvöðin sem Guðrún hafði sett á landseta sína, var hestalán.  Þegar hún var að senda í langferð og fleiri hest þurfti til þeirra en til voru í Bæ, voru hestar bænda teknir endurgjaldslaust og kom slíkt oft fyrir á hverju ári.  Þetta urðu þeir að láta sér lynda annars áttu þeir á hættu óvild og jafnvel ofsókn frá Guðrúnu.

Önnur kvöð var það sem Guðrún hafi lagt á Rauðsendinga var sú að þar mátti enginn hafa þarfanaut nema hún ein og urðu því allir að greiða henni bolatoll, sem var eins dags sláttur í túninu í Bæ

Sumir voru svo snauðir að þeir áttu ekki eldsgagn eða eldunarpotta til þess að geta soðið ofan í sig matinn.  Þá fór Guðrún að leigja eldunarpotta með jörðunum og fór leigan eftir stærð þeirra. 
Það má segja að þó að landsetar Guðrúnar í Bæ væru ekki lagalega þrælar hennar, þá hafi þeir verið það í framkvæmd og reynd.  Hún átti jarðirnar, skeppurnar að mestu, eldunargögnin, bátana og veiðafærin og loks réð hún yfir vinnu þeirra.

Hvað er maður svo að kvarta


Svindlarar

Undanfarið hefur borið mikið á því að aðilar erlendis frá séu að reyna að svindla á ferðaþjónustu aðilum.  Svindlið felst í því að reynt er að bóka fyrir stóra hópa í marga daga á tímabili sem er fyrir utan hið hefðbundna ferðatímabil. Ávalt er beðið um bestu og dýrustu aðstöðu sem í boði er.  Þeir vilja borga allt fyrirfram og eru tilbúnir með visa kortið þegar þú villt.
Ekki er ég viss hvernig þeir ætla að ná pening út en ég hef sterkan grun um að þeir séu með stolin kort, síðan tekur þú út af kortinu en þá hætta þeir við og vilja að þú leggir inn aftur peninginn sem þú ert búin að fá borgað, nema nú fer það inn á annan reikning, ekki inn á vísað.  Það er þá í raun sá sem á kortið sem er að tapa.

Ég er búin að fá mörg svona bréf, það síðast fyrir nokkrum dögum.  Ég svaraði að ég ætti laust en um leið spurði ég hvort þeir vissu hvar í heiminum ég væri, eftir nokkra daga fékk ég svar (hafa trúlega verið að leita) þá spurði ég hvort þeir vissu hvar hótelið mitt væri, nei það vissu þeir ekki og báðu mig um að senda upplýsingar. Ég sagði að ég væri að spyrja vegna þess að við værum að fá fullt af bókunum frá fólki sem væri að reyna að svindla en við vísuðum því alltaf á lögregluna.  Ég hef ekki heyrt í þeim síðan.

Sem sagt:  Stór hópur, margir dagar, dýr gisting, fyrir utan venjulegt tímabil, fyrirfram greitt. = SVINDLARAR


Drykkjuvandamál??


Eigið þið við drykkjuvandamálað stríða? Í guðanarbænum takið ykkur þá á og hættið.

Já strákarmínir nú hætta allir að drekka.


mbl.is Skar af sér kynfærin á fylliríi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðinda veður

Jæja, ætli það sé ekki best að fara að kveikja á kertum, já og bursta rykið af snjósleðunum.
Veðrið hér er að verða kolvitlaust.

Þegar rafmagnið er ekki að tolla inni þegar góða veðrið er þá er ekki hægt að búast við að það hangi inni núna.

Annars er ég bara að dúlla mér í að mála herbergið hennar Maggýjar Hjördísar (dóttur minnar), ég ætla að koma henni á óvart með því að gera herbergið hennar fínt af því að hún var svo góð um síðustu helgi.

Ég vona bara að hún sé ekki að þvælast hér inni á blogginu svo hún lesi þetta ekki.


Sameiginlegur skítur

Spáið í þetta.  Er ekki allt í lagi hjá fólki.  Ja...ég segi nú ekki annað en að það getur stundum verið gott að eiga enga nágranna.

mbl.is Lögregla kölluð út vegna þrifa á sameign
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðileg mistök

Garg..#"$6#!#% og meira garg.

Alltaf er það svona hjá mér.  Ég var að opna nýja vefsíðu www.breidavik.is Ekki er ég viss um hvort hún sé eitthvað flottari en sú gamla en það urðu hræðileg mistök.  Þeir sem voru að vinna síðuna fyrir mig settu inn nýtt netfang sem hefði verið í lagi ef þeir hefðu gert virkt áður en síðan fór í loftið.  Nú þegar síðan er búin að vera opin í tæpar 3 vikur þá fór ég allt í einu að spá í hve lítið af bókunum kæmi í gegnum síðuna og fór að kanna þetta. Þá kom þetta í ljós.

Ég ætla ekki að spá í hve margir hafa reynt að ná sambandi.

Nú er bara að bíta á jaxlinn og bölva á blaði.


Að treysta

Dóttir mín fór með vinkonu sinni að heimsækja ömmu hennar  (vinkonunnar)um helgina.  Amma þessi á heima í þorpi á vesturlandi svo vinkonurnar þurftu að fara með Baldri og fóru þær á föstudaginn og koma heim í dag.
Það er alltaf svolítið erfitt þegar krakkarnir fara að sýna þess merki að óðara fara þau að fljúga úr hreiðrunum, þó svo að ég vona að mín eigi eftir að vera einhver ár í viðbót hér heima.
Nema hvað nú voru þær vinkonur staddar fjarri heimilum sínum  föstudags og laugardagskvöld.  Ég bað hana um að hafa símann með sér svo að ég gæti verið í sambandi. 
Ég  ákvað að reyna nú að vera ekki alltaf að hringja.  Um miðnætti á föstudeginum hringdi ég þó, en ég fékk bara þau skilaboð að annaðhvort væri slökkt á símanum eða hann fyrir utan þjónustu svæði.
Þetta pirraði mig svolítið, en ég reyndi þó að slappa af.  Ég hringdi í móður vinkonunnar sem sagði mér að hennar dóttir hefði gleymt hleðslutækinu.
Í stuttu máli sagt þá komu vinkonurnar heim á milli 1:30 og tvö.  Dóttir mín hringdi strax heim og var eyðilögð yfir að ég hefði ekki náð en síminn hennar hefði verið rafmagnslaus og hvorug með hleðslutæki.  Ég sagði að þetta væri nú allt í góðu en bað hana að fá lánað hleðslutæki og hafa símann full hlaðinn næst kvöld.  Ég var mjög ánægð með mína enda ekki ástæða til annars.
Ekki var sömu sögu að segja með fjölsk. vinkonunnar.   Mikil læti voru gerð sökum þess hve seint þær hefðu komið heim.  Hringt hafði verið til lögreglunnar í viðkomandi þorpi og hún beðin um að gá að þeim.  Ungi maðurinn sem bjó heima hjá ömmunni sagðist ekki ætla að eyða helgunum í að leita að svona dömum.  Mamman á toppi.

Ég bara spyr , hvað er að fólki?  15 og 16 ára stelpur að koma heim kl: 1:30 2.00 hvað er að því?  Erum við búin að gleyma hvernig við vorum?
Það var ekkert sem þær gerðu sem sýndi að við ættum ekki að treysta þeim.  Það hafði ekki verið talað um að koma heim á vissum tíma.
Ég talaði við þær á laugardeginum og bað þær um að vera komnar heim kl, 1:00 sem þær og gerðu. 
Stelpan mín talaði um að vinkonan væri í rusli hvernig sín fjölskylda tæki þessu og kveið því að koma heim.  En hvað hafði hún brotið af sér?
Ég treysti mínum börnum 100% á meðan þau sína mér ekki ástæðu til annars.


« Fyrri síða | Næsta síða »

103 dagar til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband