11.3.2007 | 12:55
Hvers vegan?
Það þyrfti að koma meira upp á yfirborðið hversvegna drengirnir voru sendir.
Hvers vegna er drengur tekinn út af heimili Ásu ef allt er í lagi?
![]() |
Ása Hjálmarsdóttir segist aldrei munu fyrirgefa, ekki heldur hinum megin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.3.2007 | 23:13
Öryggisnet
Eins og segir í textanum:
"Mig dá oft hefur dreymt það og dáldið langað til"
Já mig hefur lengi langað til að koma upp öryggisneti fyrir gesti sem fyrirfram bóka hjá ferðaþjónustunni. Þannig að ef gesturinn skilar sér ekki til mín þá get ég hringt á þann stað sem hann var að koma frá. Þetta myndi flýta leit ef til leitar kæmi.
Þetta er ósköp einfalt, þegar ég skrái niður bókun þá skrái ég einnig hvaðan viðkomandi gestur er að koma. Litið mál. Ef gesturinn skilar sér ekki þá hringi ég á þann stað sem hann var síðast á og svo koll af kolli, þannig er hægt að rekja slóða viðkomandi og létta um leið leitina ef til leitar kæmi.
En en fáir hafa hlustað eða tekið mark á þessu.
Ég er í svæðisstjórn og á einum fundanna þar var verið að skoða hvað þarf að hafa í huga þegar ferðamaður týnist á þessu svæði.
Þá kom ég hugmynd minn að. Ég var hvött til að reyna að koma þessu eitthvað áfram, sem ég taldi mig vera búin að gera og þess vegna gerði ég ekkert meira.
Eins og ég sagði frá hér um daginn, þá var ég að fá fyrstu gesti þessa árs og allt í góðu með það.
Þeir voru að koma frá Hótel Búðum og var ég búin að hafa samband þangað til að frétta af þeim. Þau komu svo á tilsettum tíma hingað.
Í kvöld fékk ég svo upphringingu frá formanni svæðisstjórnar þar sem hún hvetur mig enn og aftur til að reyna að koma þessu formi á.
Málið var nefnilega það að gestirnir mínir héldu norður, en fyrir norðan vissu menn ekkert hvaðan þessir gestir voru að koma og gerðu því ekki neitt þegar þeir skiluðu sér ekki.
Frakkarnir mínir sátu nefnilega fastir í skafli upp á Dynjandisheiði yfir nóttina.
Þau gátu gengið til bæja um morguninn því veður var gott.
En hvað ef veðrið hefði ekki verið svona gott?
Ég er ákveðin í að skrifa bréf á morgun til, ferðaþjónustubænda, samtökum ferðaþjónustunnar, Slysavarnarfélagsins og ýmissa annarra aðila sem málið varðar. Ég skal koma þessu á fyrir sumarið 2008.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.3.2007 | 22:18
Fyrir Gunnu vinkonu
Ég er eins og áður löt við að skrifa hér inn. Aftur á móti hef ég verið dugleg að lesa það sem þið hin eruð að skrifa.
En nú bara verð ég. Hún Gunna vinkona mín er farin að kíkja hér inn og þegar hún sér að ég sett ekkert inn vefsíðuna og blogga ekkert þá heldur hún að ég liggi í leti.
Undanfarið hef ég og nágranni minn og vinur verið að vinna að göngukorti. Göngukort þetta nær yfir litla kjálkann sem við búum á. Á korti þessu eru gönguleiðirnar númeraðar og hver leið á sinn lit, þar sem þær skerast mikið. Stutt leiðarlýsing er á hverri leið.
Síðan erum við að vinna að lengri leiðarlýsingum fyrir þessar sömu leiðir ásamt sögum og sögnum. Þannig að meiningin er að kortið og bókin funkeri saman.
Meiningin er að gefa þetta síðarnefnda út í bók á næsta ári.
Kortinu munum við dreifa ókeypis en selja bókina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.3.2007 | 17:46
Allt í rugli
Það er ekki bara veðrið úti sem er að verða vitlaust, ég held að ég sé að verða það líka.Já eins og ég sagði þá er veðrið að verða vitlaust. Hér er komin bylur og sést varla á milli húsa.
Það er ekki seinna vænna að fá einhvern vetur, svona rétt pínu smá áður en að vorið kemur. Annars þrátt fyrir lætin í veðrinu þá er eitthvað svo vorlegt, ja............allavega í huga mínum. Ætli það sem ekki bara af því að fyrstu gestir þessa árs verða hér á laugardaginn. Ég er semsagt komin í Hagkaupssloppinn með slæðu á höfðinu (verð að passa greiðsluna) og tusku og skrúbb og er að fara að arka fram á hótel að þrífa.
Hvað er nú vorlegra en þetta.
Bloggar | Breytt 2.3.2007 kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.2.2007 | 17:51
Sjónvarp/útvarp allra landsmanna?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.2.2007 | 17:29
Rafmagnsleysi
Enn og aftur vöknum við í rafmagnsleysi og skíta kulda. Ég hef ekki lengur tölu á þeim dögum sem er búið að vera rafmagnslaust frá því á áramótum.
Ég meina, ef það væri eitthvað að veðri þá væri þetta skiljanlegt. En veðrið er dásamlegt, sól en kannski dálítill kuldi, hvað er það á milli vina.Í þetta sinn var ekkert rafmagn í 14 tíma, ég er að reyna að pikka á tölvuna til að fá hita í fingurna, en ég er ekki svo fljót að ég ná þessu. En það er bara eins og ráðherrann sagði forðum: Ef þið ætlið að búa þarna þá er þetta eitt af því sem fylgir því.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.2.2007 | 14:25
Á kafi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.2.2007 | 14:08
Hrædd um strákana
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.2.2007 | 18:39
Prufa
Ég er bara að fikta, ég kann ekkert á þetta og veit í raun ekki hvað ég er að gera hér.
Ef þið sjáið eitthvað bull hér hjá mér þá er það vegna þess að ég er að æfa mig. Æfingin skapa meistarann.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
103 dagar til jóla
Um bloggið
Birna Mjöll Atladóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
dufa65
-
annarun
-
thordistinna
-
mydogs
-
antonia
-
ragnarfreyr
-
gurrihar
-
estro
-
zoti
-
jensgud
-
helgigunnars
-
klaralitla
-
bonham
-
sifjar
-
kiddirokk
-
jonbondi
-
katlaa
-
skrifa
-
thelmaasdisar
-
palmig
-
sigmarg
-
730
-
maple123
-
ekg
-
zunzilla
-
steina
-
kallimatt
-
vefritid
-
sveita
-
blossom
-
kruttina
-
berg65
-
gattin
-
brandarar
-
july81
-
dlove
-
disadora
-
estersv
-
fitubolla
-
lillo
-
curvychic
-
gelin
-
sarahice
-
gudnyel
-
milla
-
doritaxi
-
handtoskuserian
-
himmalingur
-
810
-
jeg
-
johannagisla
-
leifur
-
mammzla
-
jonoli1
-
pallieliss
-
rafng
-
hross
-
sisvet
-
blavatn
-
joklamus
-
midtunsheimilid
-
svala-svala
-
saethorhelgi
-
vertu