24.4.2007 | 00:32
Heim á ný
Ó...hvað það er dásamlegt að vera komin heim. Ég held að Keran hafi aldrei verið svona ánægður að sjá mig, enda ekki oft sem við erum svona fjarri hvort öðru. Kannski var það ekki fjarlægðin frá mér, getur verið að söknuðurinn sé bara af svengd?
Nei... auðvitað saknaði hann mín. En ég er viss um að hann á ekki eftir að borða skyr á næstunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2007 | 00:49
Að lokum
Þá er komið að loka deginum.
Í dag stóðu sýnendur í okkar bás sig jafnvel og hina dagana.
Alla dagana er búið að vera fullt af fólki í og við básinn hjá okkur. Aðilar sem eru í bás Vestfirðinga (Vestfirðir fjær) komu til okkar og spurðu hvernig við færum að því að ná fólki svona að básnum, ég sagði að við færum til fólksins en biðum ekki eftir að það kæmi til okkar.
Sýnendur í bás V. Barð (Vestfirðir nær) hafa staðið sig vel alla helgina, þeir hafa laðað fólk að básnum.
Í lok dags var dregið úr réttum svörum í getraun sem Vestfirðingar voru með. 13 góðir vinningar voru í boði og má sjá vinningsskrána á vefnum www.bildudalur.is
Dregið var úr 2.500 réttum svörum, og held ég að ég geti sagt að það sé frábær þátttaka.
Það var þreyttur hópur sem fór í það rúmlega 18:00 að taka niður básinn, já þreyttur og ánægður hópur.
Í heildina má segja að það sem standi upp úr eftir þessa helgi er samheldni og samstaða.
Kæru vinir, ég er ákaflega stolt og ánægð með þennan hóp, það var virkilega gaman að vinna með ykkur.
Nú er bara að bretta upp ermar og fara að gera klárt að taka á móti því fólki sem við höfum náð að sannfæra um að það ætti að skoða Vestfirði í sumar.
Takk fyrir, þið eruð frábær.
Bloggar | Breytt 5.9.2007 kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.4.2007 | 00:00
Dagur 2
Jæja þá er öðrum degi lokið. Þetta var erfiður dagur en góður. Þeir sem unnu í okkar bás í dag voru duglegir og stóðu sig frábærlega.
Þegar við Maggý (dóttir mín) vorum að fara heim (flestir aðrir farnir) þá voru strákarnir/mennirnir sem eru að selja heita potta á sýningunni, komnir í pottana. Að sjálfsögðu stoppuðum við og spjölluðum við þá. Reyndar gleymdum við okkur í kjaftagangi.
Um kvöldið kom hittumst Vestfirðingar nær og Vestfirðingar fjær á Rauðará, en það er matsölustaður á Rauðarárstíg. Við vorum um 30 sem hittumst þarna. Þetta er flottur staður, frábær matur og þjónusta.
Góður endir á góðum degi.
Bloggar | Breytt 5.9.2007 kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.4.2007 | 00:29
Dagur 1
Jæja þá er fyrsti dagur að kveldi kominn. Sýningin var opnuð formlega í dag kl.15:00 Níels Árni Lund bauð gesti velkomna síðan var hver ræðan flutt af annarri.
Í dag var opið til kl, 20:00.
Ég held að flestir hafi verið rosalega þreyttir enda er það bæði erfitt og krefjandi að standa svona allan daginn.
Þar sem ég er dauð uppgefin og þreytt þá ætla ég að láta myndirnar tala sínu máli.
Bloggar | Breytt 5.9.2007 kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.4.2007 | 00:25
Í Fífunni
Um helgina verður heilmikil sýning í Fífunni. Það er sumarið 2007, golf 2007 og Ferðatorg 2007.
Á ferðatorginu verða Ferðamálasamtök af landinu saman komin. Ég held að það sé ekki mikið um að fólk í ferðaþjónustu sé með bás nema með farðamálasamtökum síns svæðis.
Á síðasta ári prufaði ég að taka bás á leigu og vera útaf fyrir mig. Ferðaþjónustan Hænuvík og Stjörnubílar tóku básinn á leigu með mér. Keran fór með mér og unnum við tvö í básnum þessa helgi. Þetta tókst frábærlega vel, en við tengdum básinn töluvert við bás Ferðamálasamtakanna (Vestfjarða)
Nú er komið að sýningunni þetta ár. Nú langaði mig að fá fólk af suðursvæðinu að taka sig saman og vera öll saman með einn bás. Ég er í stjórn ferðamálafélags V. Barð og talaði ég við aðra stjórnarmenn og fékk samþykki þeirra að reynt yrði að ná þeim saman sem að ferðaþjónustu starfa
Það var frábært hvað við náðum mörgum saman, hér um bil allir sem að einhverju leiti starfa við ferðaþjónustu ákváðu að vera með í básnum. Þeir sem ekki eru með þeir styrkja okkur í básnum.
Í dag mættum nokkrir til að setja upp básinn.Þess má geta að markaðsstofa DEUS sá um stóru myndina sem er í bakgrunninum á básnum ásamt ýmsu öðru sem þeir félagar hafa verið okkur innan handar með.
Bloggar | Breytt 5.9.2007 kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.4.2007 | 01:38
Pínu lítið af ferðinni
Ég ætlaði alltaf að segja frá ferð minni til Ríka, en ég hef haft svo mikið að gera frá því ég kom heim að ég hef bara ekki gefið mér tíma til þess.
Ferðin út var hreint æði. Við vorum einn dag í Danmörku og 3 í Rika. Þetta var að vísu ekki langt frí en nú fengum við smjörþefinn af því að fara erlendis.
En eins og ég hef sagt þá er þetta í fyrsta sinn sem við förum út. Við erum strax farin að plana ferð sem farin verðu í haust. En þá förum við til Lettlands, Litháen, Eistlands og Rússlands. Enn sem komið er langar mig ekki í sólalandaferð, en það kemur kannski seinna.
Einn daginn keyrðum við frá Ríka til Jurmala og Ventspils en það eru borgir fyrir utan Rika.
Verslanir þarna eru mjög svipaðar og hér heima. Það var mjög sérkennilegt að fara inn á matsölustað sem hét sama nafni og hér heima, fá eins matseðil og meira að segja stúlkurnar sem afgreiddu voru eins klæddar.
Við fórum á Indverskan matsölustað sem heitir Indian Raja en ég held að það sé Íslendingur sem er annar eigandi af honum, þessi staður var frábær og hefur eigandi hans oft komið til Íslands.
Hann spjallaði lengi við okkur og sagði hann að hann væri að koma til landsins nú í sumar. Þegar hann frétti að við byggjum svona afskekkt þá var hann æstu í að fá að koma í sumar. Það verður gaman ef af því yrði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.3.2007 | 17:35
"Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld" 2
Fyrir skömmu sagði ég frá því að móðir mín hefði dottið og það tók mig viku að fá lækni fyrir hana.
Mig langar aðeins að segja ykkur frá hvernig staðan er með hana núna.
Sem sagt, eftir vikur frá því að hún datt fékk hún loksins lækni og í stuttu máli sagt þá var hún lögð inn þar sem hún var mikið marinn og aum í baki. Við rannsóknir kemur svo í ljós að hún er trúlega að detta (þetta var ekki í fyrsta sinn sem hún datt) vegna blóðleysis. Hún var send suður með sjúkraflugi í fyrri nótt og úr síðustu rannsóknum sem ég hef fengið fréttir af þá er hún með miklar innvortis blæðingar og er henni nú gefið stöðugt blóð. Þessar innvortis blæðingar stafa ekki af fallinu heldur fallið af blóðleysi. Nú er verið að rannsaka hvernig stendur á þessum blæðingum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
30.3.2007 | 17:22
Jón er kominn heim
Felst ykkar hafa trúlega komið til Danmerkur og því þarf ekki að segja mikið frá dvöl minni þar. Færri hafa trúlega farið til Lettlands og því ætla ég að segja ykkur pínu frá Lettlandi á morgun. Er ekki í stuði til að skrifa mikið í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.3.2007 | 13:45
Lettland here I com
Fyrirvarinn er stuttur, tíminn er enginn, en ákvörðunin er tekin.
Hér kemur trommusláttur..pomppirí popmp...
Við erum að fara erlendis. Þið spyrjið, trúleg hvað sé svona merkilegt við það? Jú við erum sko að fara saman út í fyrsta sinn. Það eru 25 ár síðan ég fór út til Englands í fyrsta og eina sinn sem ég hef farið út. Keran hefur aldrei farið lengra en til Vestmanneyja, en þangað hef ég reyndar aldrei farið.
Það er svo sem ekki útaf neinu sem við höfum ekki farið, bara tímaskortur. Þegar ferðaþjónustan er ekki á fullu þá er það búskapurinn og það sem honum fylgir, og ef einhver pása er þá er verið að sinna viðhaldi í ferðaþjónustunni.
En sem sagt við erum að fara til Lettlands. Við fljúgum til Köben og þaðan til Ríka. Einhverjar pælingar eru gangi um að reyna að fara einn dag til Rússlands. Þetta verður ekki langt stopp. Vonandi verður þetta til þess að við förum að ferðast meira. Ég er orðin þreytt á því að vinna svona mikið og taka aldrei frí.
Ég hlakka ekki vitund til, vona bara að það sé góðs viti.
Förum sem sagt suður á morgun og út á laugardaginn, vestur aftur á fimmtudag/föstudag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
21.3.2007 | 19:51
Svo bregðast krosstré
Fyrir ekki svo löngu var ég að tala um hvað það væri gott að búa á hjaranum, þar sem enginn kemur í heimsókn og færir þér pestir. Jú..pósturinn kemur, en maður passar sig að koma ekki nálægt honum og alls ekki að bjóða honum í kaffi ef einhverjar pestir eru í gangi. Með þessu móti er hægt að forðast pestir. Höfum við hér því verið blessunarlega laus við allar þessar pestir hvað sem þær nú heita.
En svo bregðast krosstré sem önnur tré.
Við fórum sem sagt til borgarinnar, bara rétt kíktum. Það þurfti ekki meira, mín komin með pest, bullandi beinverki og alles.
Það er bara best að halda sig heima, vera ekkert að fara í "menninguna"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
103 dagar til jóla
Um bloggið
Birna Mjöll Atladóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
dufa65
-
annarun
-
thordistinna
-
mydogs
-
antonia
-
ragnarfreyr
-
gurrihar
-
estro
-
zoti
-
jensgud
-
helgigunnars
-
klaralitla
-
bonham
-
sifjar
-
kiddirokk
-
jonbondi
-
katlaa
-
skrifa
-
thelmaasdisar
-
palmig
-
sigmarg
-
730
-
maple123
-
ekg
-
zunzilla
-
steina
-
kallimatt
-
vefritid
-
sveita
-
blossom
-
kruttina
-
berg65
-
gattin
-
brandarar
-
july81
-
dlove
-
disadora
-
estersv
-
fitubolla
-
lillo
-
curvychic
-
gelin
-
sarahice
-
gudnyel
-
milla
-
doritaxi
-
handtoskuserian
-
himmalingur
-
810
-
jeg
-
johannagisla
-
leifur
-
mammzla
-
jonoli1
-
pallieliss
-
rafng
-
hross
-
sisvet
-
blavatn
-
joklamus
-
midtunsheimilid
-
svala-svala
-
saethorhelgi
-
vertu