6.12.2009 | 01:31
Dásamlegur dagur
Já ég átti sko dásamlegan dag (gær 05.12) með hluta af fjölskyldunni og vinum mínum. Atli minn Snær átti afmæli, hann er sko orðinn 27 ára, vá hvað hann eldist það er eitthvað annað en ég.
Ég var búin að ákveða að reyna að eiga eina góða helgi með Keran og þeim sem vildu eiga góðan dag með okkur eina af þeim helgum á meðan ég er í geislunum, annars hef ég farið allar helgar vestur.
Þessi dagur varð fyrir valinu. Við byrjuðum á því að fara út að borða í Veisluturninum á 19 hæðinni. Það vorum við hjónin Atli Snær, Íris Dögg, Styrmir Karvel, Herdís Ólöf og Guðmundur Þór. Ég vildi óska að fleiri að af krökkunum mínum hefðu verið með en ég fæ víst ekki allt sem ég óska mér þó svo að ég fái næstum því allt, já eiginlega allt.
Það var óvænt ánægja þegar jólasveinninn kom og heilsaði upp á okkur við borðið en ég held að hann hafi heilsað á öllum borðum jafnvel þó svo að ekkert barn hafi verið við borðið.
Maturinn var óviðjafnanlegur, þetta var ein í einu orði frábært og langt í frá að vera dýrt. Við máttum borða og borða, ég ætla ekki að giska á hvað það var margrétta, allavega voru að ég held um sjö eða átta tegundir bara af desertinum.
Eftir matinn þá vildi Styrmir labba niður allar hæðirnar. Íris og Atli gengu með honum, ég var að hugsa um það en hætti svo við, sem betur fer. Því þegar þau voru komin niður á 14 hæð þá var einhver að hugsa um að hætta við en.............þar sem það er helgi það voru allar hurðir lokaðar og ekki hægt að komast inn á neina hæðina, svo það var annað hvort að ganga aftur upp og taka lyftuna niður eða ganga niður 14 hæðir. Seinni kosturinn var tekinn og þau gengu niður.
Þegar allir voru komnir niður þá fór Styrmir í pössun en við hin héldum í Lagardalshöllina á jóla tónleika Björgvins Halldórssonar en þeir áttu að byrja kl 16:00.
Þetta voru í heildina mjög góðir tónleikar en að mínu mati var það gestum Björgvins að þakka. Það var eitt og annað sem mér fannst að ef ég ætla að fara að gagnrýna sem ég ætla ekki að gera, nema eitt. Björgvin kynnti síðasta lagið og bað alla gesti hans að koma fram á sviðið og syngja síðasta lagið. Þegar það var búið þá stóðu flestir upp og margir fóru út. Þá allt í einu kynnti hann næst gest og það var sú sem ég var búin að bíða efir að fá að sjá en það var Sigga Beinteins.
Ég er viss um að hún átti ekki að vera á tónleikunum í dag, bara í kvöld en hún hefur verið komin og þá hefur hann fengið hana að taka eitt lag. Þetta var hálf hallærislegt því einhverjir voru komnir út.
Flestir gestanna voru auðvitað frábærir eins og t.d Egill Ólafsson hann var dásamlegur, Páll Óskar og Helgi björns, þessir stóðu upp úr.
Klukkan var langt gengin í sjö þegar við komum út. Þessir tónleikar voru í það lengsta þar sem það var mjög loftlaust þarna inni.
Ég þakka öllum þeim sem áttu þátt í því að gera þennan dag svona dásamlegann, ástsamlega fyrir.
Fyrir þá sem vilja vita af heilsu minni þá er hún frábær, eintóm hamingja. Það er eins og það sé ekkert að mér. Ég þakka því mikið kreminu sem ég er að not frá Villimey, en meira um það síðar.
33 dagar til jóla
Um bloggið
Birna Mjöll Atladóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 217218
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Bloggvinir
- dufa65
- annarun
- thordistinna
- mydogs
- antonia
- ragnarfreyr
- gurrihar
- estro
- zoti
- jensgud
- helgigunnars
- klaralitla
- bonham
- sifjar
- kiddirokk
- jonbondi
- katlaa
- skrifa
- thelmaasdisar
- palmig
- sigmarg
- 730
- maple123
- ekg
- zunzilla
- steina
- kallimatt
- vefritid
- sveita
- blossom
- kruttina
- berg65
- gattin
- brandarar
- july81
- dlove
- disadora
- estersv
- fitubolla
- lillo
- curvychic
- gelin
- sarahice
- gudnyel
- milla
- doritaxi
- handtoskuserian
- himmalingur
- 810
- jeg
- johannagisla
- leifur
- mammzla
- jonoli1
- pallieliss
- rafng
- hross
- sisvet
- blavatn
- joklamus
- midtunsheimilid
- svala-svala
- saethorhelgi
- vertu
Athugasemdir
Yndislegt að lesa þetta og myndirnar flottar sérstaklega af þér og Styrmir.
Trúi því að þeir hafi staðið upp úr Egill, Palli og Helgi þeir eru allir æðislegir.
En flottast er nú að heyra hvað þú ert hress og jákvæð.
Kærleik til þín og þinna
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.12.2009 kl. 13:59
Gaman að þessu Birna mín. Gott að eiga góða stund með fólkinu sínu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.12.2009 kl. 14:04
Heil og sæl Birna mín,
Alltaf gaman að eiga góðar stundir í faðmi fjölskyldunnar.......jafnvel þó það geti ekki allir verið saman á sama tíma.
Gangi þér vel í þinni baráttu og góða ferð vestur.
Bestu kveðjur,
Sólveig Ara úr Ásgarði.
Sólveig Ara (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 16:48
Skemmtilegar myndir og gott að allt gengur vel hjá þér ljúfan ;)
Aprílrós, 9.12.2009 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.