Hlustið á hjartað

Það er komið á annan mánuð síðan ég greindist með illkynja krabbamein í brjósti.  Þegar ég greindist þá fór ég að velta því fyrir mér hvort ég ætti að blogga um þetta eða ekki.  Ég ákvað að gera það ekki einfaldlega sökum þess að þetta væri mitt mál og minnar fjölskyldu. 

En síðan fór ég að hugsa aðrir gætu lært eitthvað af reynslu minni.

Ég er ein af þeim sem er með maníu í að "þukla" á mér brjóstin, svona eins og okkur er kennt að gera í krabbameinsskoðuninni.

Það eru einhver ár síðan ég fór að finna fyrir hnút í hægra brjóstinu en það var svo lítið að ég var ekki viss hvort þetta væri nokkuð til að hafa áhyggjur af.  Ég hafði þó orð á því við manninn minn og vinkonu að ég ætti eftir að fá krabbamein í hægra brjóst.  En ég gerði ekkert.

Svo leið tíminn.  15 febrúar þá eignuðumst við okkar annað barna barn.  Það var búið að vera mikil tilhlökkun.  En Adam var ekki lengi í paradís.  Um leið og drengurinn kom í heiminn þá kom í ljós að eitthvað alvarlegt var að honum.  Ég fór strax suður til að vera hjá ungu foreldrunum en pabbinn er sonur okkar.  Það var svo lítið sem maður gat gert nema að vera til staðar.  Síðan kom greiningin SMA 1.  SMA er alvarlegur taugahrörnunarsjúkdómur, sem lýsir sér með skertum vöðvastyrk þess sem haldinn er sjúkdómnum.

þetta var mikið sjokk og erfitt fyrir ungt fólk með sitt fyrsta barn.  Ég var hjá þeim í þrjár vikur en þá fór ég heim.  Á þessum tíma var hann skírður (Keran Stueland) og hann fékk að fara heim.

Síðan komu páskarnir og við tókum okkur frí og vorum á Patró.  Til að gera langa sögu stutta þá lendi ég í slysi sem ég hef sagt frá hér að neðan.  Eftir að hafa verið í um mánuð á spítala var haldið heim því sumarið var að byrja og mikið að gera framundan.

Á þessum tímapunkti er ég alveg búin að gleyma hnútnum sem ég hefði áður verið svo dugleg að þreifa.  Þegar fór að um hægjast þá fór ég að finna hnútinn og nú var hann orðinn nokkuð stór og ég var nú farin að spá í að fara að gera eitthvað.

Ég hefði samband við leitarstöð krabbameinsfélagsins en þar var lokað yfir sumartímann.  Þá skrifaði ég þeim bréf og sagði hvað væri að.  Þau sögðu mér að fara til læknis á Patreksfirði og láta hann skoða þetta.  Ég fór síðan til læknisins sem sagði "þetta er bara stíflaður fitukirtill eða mjólkurkiril, það væri bara í lagi að koma í krabbameinsskoðun í haust þegar þeir kæmu hingað"  með það fór ég heim.  Þetta var sem sagt bölvuð móðursýki í mér.

Nokkrum dögum seinna fékk ég bréf frá leitarstöðinni sem vildi vita hvað hefði komið út úr þessu og ég sagði þeim það.  Þegar þau heyrðu þetta sögðu þau mér að koma eins fljótt og ég gæti suður.  ég var mætt hjá þeim 17 sept og var strax greind með illkynja æxli.  24 sept var ég síðan skorin og æxlið sem var orðið nokkuð stór var fjarlægt ásamt tveimur öðrum sem voru góðkynja.  Viku seinna mætti ég nú aftur í skoðun og allt virtist vera í lagi.

Sían fer ég heim í Breiðavík og fljótlega eftir að þangað er komið þá fer að koma eins og illt í brjóstið.  Saumarnir virtust alveg vera hreinir en brjóstið var þrefalt að stærð, rautt,  mikið bólgið og heitt. 

Aftur hafði ég samband við læknirinn á Patreksfirði sem sagðist bara senda mér pensilín.  Ég spurði hvort hann vildi ekki sjá þetta en nei hann sagðist ekki þurfa þess.

Eftir að hafa klárað þennan kúr hafði mér ekkert batnað.  Ég fór því suður þar sem ég var lögð inn á bráðamóttökuna þar sem þeir dældu mjög miklum vökva úr brjóstinu eða yfir 1/2 lítra.  Ég kom síðan aftur rúmri viku seinna og þá var aftur dælt úr brjóstinu.

Ástæða þess að ég ætla að blogga um þetta er sú að þið/við eigið/eigum að hlusta á hjartað.  Ef við erum ekki viss með svörinn sem læknirinn segir þá eigum við að tala við sérfræðinga.

Ég ætla að halda áfram að blogga um þetta ferli ekki, þetta er ekkert feimnis mál að fá krabbamein og stuðningur frá fólki er mjög góður en meira um það seinna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Dúlla ,farðu vel með þig,kveðja Bára&Óli

Ólafur Unnarsson (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 20:16

2 Smámynd: Ragnheiður

Nóg finnst mér nú dynja á þér Birna mín, bestu kveðjur héðan, ég fylgist alltaf með litla sæta Keran á síðunni hans

Ragnheiður , 11.11.2009 kl. 21:36

3 identicon

Elsku Birna  maður fær allt kökk í hálsinn þegar maður hugsar hvað þú og fjölskyldan eruð búin að ganga í gegn á árinu. Hvað þá þegar maður sér það á prenti. Eina sem ég get sagt í augnablikinu er: Mér þykir svo vænt um ykkur, og viltu gera það  að  far vel með þig.

Guðrún Guðmundsd (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 21:59

4 identicon

Það er ágætt að minna mann á að hlusta á hjartað.

Gangi þér vel Birna mín

Sigríður Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 00:53

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Birna mín, ég er svo glöð að þú skildir opna þig fyrir okkur, þó ég sé ekki glöð með fréttirnar, fannst vera komið nóg hjá þér duglega kona.

En að losa um allt sem þér dettur í hug, bara endilega, og taktu gleðina inn í pakkann, gleðin er hálfur batinn.

Talaðu svo bara við guð eins og þú sérð hann og segðu honum bara hvað þú vilt, ég geri það og sveim mér þá ef það virkar ekki, hann er jú mennskur eins og við.

Kærleik til þín ljúfust og ég mun eins og svo oft áður hafa þig og ykkur í bænum mínum.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.11.2009 kl. 10:51

6 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Ég held að "pakkinn" sem þú fékkst á þessu ári hafi verið alltof stór. Sumir myndu kalla þetta "Anno horribilis".  Það er eins og allt hafi skollið hreinlega á ykkur þetta árið. Þú ert mikil kjarnakona, Birna mín og stundum skil ég ekki fyrir hverju þú gengur. Takk fyrir að deila þessu með okkur og bænir okkar fylgja þér og þínum. Gangi þér vel í baráttunni, elsku Birna mín. Knús og kveðjur frá okkur í Þorlákshöfninni.

Sigurlaug B. Gröndal, 12.11.2009 kl. 10:57

7 identicon

Elsku Birna mín, ekki hafði ég hugmynd um hvað þú ert búin að ganga í gegnum, finnst nú eins og fleirum að þú hafir verið búin að fá þinn skammt af veikindum, en þú ert svo sterk að ég veit þú kemst yfir þetta eins og allt hitt. Takk fyrir að deila þessari reynslu með okkur hinum. Langar að hitta þig við tækifæri þegar þú ert fyrir sunnan, var búin að hugsa mér að hringja í þig síðast þegar ég var í bænum en hætti við það því þá varst nýkomin suður eftir ferðalög fram og tilbaka á Ísafjörð, Patró og suður aftur, hélt þú hefðir ekki orku í meira. Láttu þér batna Birna mín, sjáumst vonandi fljótlega, kveðja Jóhanna

Jóhanna Höskuldsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 18:52

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku vinkona, það er gott að þú skyldir ákveða að opna þig um þetta mál.  Eins og fólk segir hér að framan, þá hefur gengið mikið á í þínu lífi þetta árið.  Og eflaust meira en venjulega manneskja getur kyngt.  Ég verð nú bara að segja að fyrsta hugsun sem ég fæ er hvað er með þennan lækni á Patreksfirði, er hann svona hræðilega kærulaus að það duga ekki ein mistök, heldur bætir hann einn á þann beiska bikar. 

Ég hlustaði á kastljósið fyrir nokkrum dögum þar sem var viðtal bæði við mann sem var látinn úr krabbameini í baki viðtalið hafði verið tekið nokkru áður en hann dó.   Ekkjan hans og bróðir voru svo í viðtali og höfðu sett endahnút á bók sem hann hafði unnið að, aðallega með bloggi.  Þar kemur hann inn á þetta nákvæmlega sama.   Ekki treysta lækninum 100%  Þú berð alltaf sjálf&ur fyrst og fremst ábyrgð á eigin heilsu.  Þetta er gott að hafa í huga fyrir fólk sem kemur hingað inn. 

Vonandi gengur allt vel hjá þér elskuleg mín.  Og vonandi gengur líka allt sem best fyrir ungu foreldrana og litla drenginn.  Þú ert svo ótrúlega dugleg kona, og ég óska þér alls hins besta til bata. 

Ég veit hversu gott það er að opna á sársaukann og hleypa honum út.  Ekki birgja inni.  Fá stuðning og kærleiksrík innlegg og stuðning.  Af því fær maður aldrei nóg.  Knús á þig elskuleg mín.  Og góðan bata.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2009 kl. 10:52

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn ljúfust, héðan norðan heiða er allt gott að frétta, bara yndislegt vor veður þoka og rigning.
Guð gefi þér og þínum góða helgi
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.11.2009 kl. 11:22

10 identicon

Sæl Já takk fyrir að deila þessu með ,okkur kona góð já það er satt hjá þér við getum lært af þessu og ég mun koma hingað og fá fréttir af þér

Heimsins bestu kveðjur og knús í þitt hús sigga

Sigga Guðmunds (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 10:58

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hvað er að frétta elsku Birna mín, gott og ljúft væri að heyra aðeins í þér.
Kærleik í helgina þína
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.11.2009 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

33 dagar til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 217218

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband