Langt síðan síðast

Já það er langt síðan ég skrifaði síðast.  Síðast þegar ég skrifaði þá var ég að verða búin að vera 3 vikur á sjúkrahúsinu, þær urðu tæpar 4.  En enga sjúkrahússögur hér.

Ég er farin að fá aftur MIKIÐ af pósti frá konum/stúlkum sem eru enn að spyrja um Írisar kjólinn og Fjölnotakjólinn.  Ég er enn til í að senda ykkur upplýsingar um þá, það er ekkert mál sendið  mér bara tölvupóst.

Ég ætla ekki að sauma fyrir aðra en dóttur mína í haust/vetur.  Ég er reyndar byrjuð og er að klára annað dressið á hana.  Það sem ég ætla að gera í vetur er að senda hér inn myndir af því sem ég er að gera því þið megið trúa því að það sem ég get gert það getið þið.  Ég er eins og ég hef sagt áður engin saumakona en ég þori að prufa.

Ég er með netföng allra sem hafa sent mér fyrirspurnir og mun ég senda á ykkur allar smá línu þegar ég byrja.

Dóttirin er í Reykjavík að djamma í dressinu sem ég saumaði um síðustu helgi, ég held að það hafi tekist bara þokkalega.  Allavega er hún ánægð og það er fyrir öllu.

PS.  ég ætla líka að sauma úr gömlu og breyta fötum sem hún er orðin leið á.

kveðja til ykkar allra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku Birna mín gott að sjá að þú ert komin á kreik aftur.  Ég skal alveg trúa að þessi frábæri kjóll sé vinsæll.  Kjólar segi ég.  Ég er því miður svo mikið að gera í allt öðru að ég kem ekki til með að sitja við og sauma.   Hefði svo sannarlega gert það hér áður fyrr, þá saumaði ég eiginlega allt sjálf upp úr sníðablöðum.  Því það var takmarkað úrval af fötum sem fékkst.  Nú er öldin önnur. 

Knús á þig elskuleg mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.8.2009 kl. 08:58

2 identicon

Írisar kjólinn og Fjölnotakjólinn viltu senda mér líka kannski upplýsingar:)

Ásta Björk (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 21:25

3 Smámynd: Aprílrós

Aprílrós, 22.8.2009 kl. 23:04

4 identicon

hæhæ! Heirðu geturu sent mér leiðbeiningarnar af Egg kjólnum?

Bestu kveðjur, Helga! :)

Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

336 dagar til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband