Nýr dagur nýjar fréttir

Já það má segja að þau Óli Ásgeir, Sigrún og Keran hafi fengið góðar fréttir í dag.  Ýr taugalæknir sagði þeim að hugsanlega væri allt í góðu að fara heim eftir helgina.  Keran verður samt sem áður að fá næringu í gegnum sondu.  þau verða að taka með sér ýmis tæki og tól svo þetta verði hægt.  En það er nú í lagi, allt er betra en að vera á sjúkrahúsi.

Í morgun fórum við Hjördís í Promens Tempra með það sem við saumuðum í gær til að fá það fyllt af einangrunar kornum.   Það var afar einkennileg þjónustan sem við fengum, eiginlega sú versta sem ég hef fengið um ævina.  Konan var svo ömurleg við okkur, ég átti bara ekki til orð.  Hún fór með hundshaus inn í húsið með púðaverin,  okkur var ekki boðið inn á meðan.  Skömmu síðar kom hún aftur út og var nú verri í skapinu en áður.  Hún hálf henti draslinu í mig og sagði að þetta væri ekki hægt því götin til að blása kúlunum inn væru á röngum stað.  Við áttum bara að fara með þetta heim og laga þetta og koma svo aftur. 

Síðustu daga hef ég byrgt inn í mér mikla reyði.  Ég segi eins og Óli minn, að maður er reyður út í það hvernig Keran litli fæddist en maður getur ekki verið reyður út í neinn.  Þarna braust þessi reiði fram með þvílíkum látum. Eftir að hafa skammast í kerlingunni í smá tíma þá þakkaði ég henni fyrir og sagðist vera farin heim og ég kæmi ekki aftur, ég hefði aldrei fengið svona þjónustu áður og lét ég hana vita af því.  Hjördís var með mér og lét hún konuna vita að hin verin væru með götin á horninu.  Ég tek það fram að Hjördís var einnig mjög reið.  Við sögðum henni að við hefðum bara ætlað að gera þetta fyrir lítið barn sem væri á spítala, svo því gæti liðið betur.  Ó sagði hún ég vissi það ekki. (eins og það skipti einhverju máli fyrir hvern það væri)

Hún tók verin og spurði mig hvað mikið ég vildi í hvert ver, ég spurði hana hvort ég mætti koma með henni inn og ég gæti séð hvað ég þyrfti mikið.  Nei þú kemur ekki inn sagði hún. Þá sagði ég henni að þá yrði hún að ráða því sjálf hvað mikið hún setti í verin og með það fór hún.

Eftir skamma stund kom hún til baka með þetta svakastóra ver úttroðið, ég spurði hana hvað ég ætti að borga en þá sagði blessuð konan: þú borgar ekki neitt, þú færð þetta í staðin fyrir hvað ég var dónaleg.  Erum við þá ekki sáttar báðar, jú ég sagði að allt væri. Inn í mér var ég samt  ekki búin að jafna mig.  Ég held að viðbrögðin hafi verið svona vegna þess að ég er varla búin að jafna mig á áfallinu með Keran litla og er því í raun mikið sár og reið  inn í mér

Þegar ég koma með pokann góða á sjúkrahúsið til Kerans þá lögðum við púðann í rúmið hans og bjuggum til hreiður handa honum.  Það fór mjög vel um hann þarna.  Rétt á eftir kom sjúkraþjálfarinn hans Kerans hún Helga og hún var mjög hrifin af pokanum og spurði mig mikið út í hann, hún sagði að þetta væri hrein snilld og að hún ætlaði að reyna að fá svona fyrir deildina.

 

 

IMG_0025-1
Hildur sjúkraþjálfari með mig í æfingum.  Þarna er ég á stóra koddanum frá Birnu ömmu.
Hann er kannski aðeins of stór, en það er bara í góðu ég á eftir að stækka

 

IMG_0026
Pabbi minn að læra
IMG_0028
Pabbi bloggar þegar ég sef svona vel
IMG_0029
Pabbi elskar þegar sætar stelpur koma að tala við okkur.
IMG_0033
Sko fíni grjóna koddinn frá ömmu er líka góður fyrir pabba

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ég fann sársauka ömmunnar í þessari færslu og ég sit með tárin í augunum, það er undarlegt að finna slíkt í gegnum skrifaðan texta.

Mikið eru þeir flottir feðgarnir og púðinn frá henni ömmu.

Kærleikskveðja

Ragnheiður , 27.3.2009 kl. 20:52

2 Smámynd: Dísa Dóra

Æ elsku Birna það er mjög skiljanlegt og bara ósköp eðlilegt að þú sért reið.  Það er samt eins og þú segir erfitt að vera reiður þegar maður veit ekki út í hvern maður getur verið reiður. 

Jafnvel ég sem trúi á karma og að við sköpum okkar eigið líf verð oft reið þegar ég heyri um það sem lagt er á lítið barn.  Gott að þú getur fengið einhverja útrás fyrir reiðina í skrifum og notaðu okkur bara sem svona boxpúða inn á milli líka   Mundu líka að við höfum öxl til að gráta upp við líka

Vona innilega að Keran litli fái að fara heim í næstu viku - það er svo miklu betra að fá að vera heima og kynnast svona litlum manni þar.

PS.  Flottur grjónapúðinn

Dísa Dóra, 27.3.2009 kl. 21:32

3 Smámynd: JEG

Já reiðin getur verið erfið við að glíma.  Og ef maður byrgir inni þá einmitt kemur að því að það þarf ekki mikið til að maður springi.  Skil vel að þín reiði sé svona því þú þarft að vera sterk fyrir marga. 

Flottur púði........þú ert snillingur kona það er nú bara ekki flóknara en það.  Knús á alla og eigið ljúfa helgi. 

JEG, 27.3.2009 kl. 21:38

4 identicon

Elsku Birna..langar að knúsa þig fast og segja eitthvað gáfulegt við þig en á svona stundu er ekkert að segja, segi þó að þú skalt leyfa reiðinni að fara út með þeirri aðferð sem þér þykir best hver svosem hún svo er, reiðin er svo slæm til lengri tíma.

Hvað sem þú þarft að takast á við í lífinu,                                                                                                                    mundu þá alltaf að horfa upp á tindinn,                                                                                                                            því þá horfirði til háleitra markmiða.                                                                                                                         Mundu þetta og láttu enga erfiðleika,                                                                                                                       hversu miklir sem þeir kunna að virðast,                                                                                                                    draga úr þér kjark, og láttu ekki heldur                                                                                                                     neitt minna en tindinn dreifa athygli þinni.                                                                                                               Þetta er eina hugsunin                                                                                                                                                 sem ég vil festa þér í minni.

Alfonso Ortiz

palla stína (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 11:25

5 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Elsku Birna mín ég er eiginlega orðlaus.  Ég veit að þú ert í bænum enn þá og Keran farinn vestur.  Heiðbrá hringdi í mig ig sagði mér fréttir af ykkur.  Ég hef ekki viljað tryfla þig mikið þar sem ég vissi að þú og þínir væru undir miklu álagi,  en er alveg að fara að hringja í þig kæra frænka mín.  Ég er á næturvöktum næstu nætur og var síðustu nótt einnig að vinna.  Vona svo innilega að þér og þínum líði vel og endilega reynum að hittast áður en þú ferð vestur.  Þú getur hringt ef þú vil t.d næstu tvær nætur í 563-8801 ef þér liggur eitthvað á hjarta og átt andvökunótt, eins ertu með gsm númerið mitt. Bestu kveðjur til ykkar frá mér og mínum.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 28.3.2009 kl. 17:56

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku Birna mín, mikið skil ég þig vel að hafa hreinlega sprungið við svona móttökur.  Gott að konugreyið sá að sér og skammaðist sín.  Flott að heyra að litli stubbur kemst heim til sín.  Þetta verður erfiður tími, en samt gleðilegur og kærleiksríkur.  Ég sendi ykkur mínar innilegustu kærleikskveðjur með óskum um skjótan bara fyrir litla stubbinn okkar allra.  Við erum nefnilega búin að taka hann inn á okkur, og núna er hann hluti af okkur líka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.3.2009 kl. 19:36

7 identicon

Elsku Birna, að konan skyldi biðjast afsökunar fannst mér gott, en hver mundi svosem ekki hneigja sig fyrir Birnu Mjöll á suðupunkti. Vonandi lærði þessi kona mikið á þessum samskiptum og þegar hún kom heim að lokinni vinnu vona ég að hún hafi horft á sig í spegli og sagt, á morgun ætla ég að vanda mig í samskiptum mínum við annað fólk. Beindu reiðinni að lyklaborðinu, láttu okkur sem erum hjá þér og ykkur í huga, stappa í ykkur stálinu, biðja fyrir ykkur og senda ykkur hlíja strauma. Lestu PollýÖnnu ef þér finnst reyðin,sorgin og vonleysið ætla að taka yfirhöndina, faðmist og njótið nærveru hvors annars og litla Kerans. Kær kveðja og heilt tonn af hlíjum hugsunum frá Önnu á Fáskrúðsfirði.

Anna Ólafs. (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

336 dagar til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband