Eitthvað bilað

Ég  er að reyna að setja inn blogg fyrir skírnardaginn en það er ekki að ganga upp.  Ég bið ykkur um að vera þolinmóð þetta kemur.

Ég vil nota tækifærið og biðja þá sem hafa verið að hafa samband við okkur í sambandi við bænahringi og annað þar sem þarf heimilisfang litlu fjölskyldunnar að hafa beint samband við mig í breidavik@patro.is og ég mun gefa ykkur  þær upplýsingar sem þarf.

Þá vil ég einnig benda á að Óli og Sigrún eru að opna blogg fyrir Keran litla en það kemur ekki í loftið alveg strax.  Við munum láta ykkur vita þegar það kemur.  Trúlega verður það keran.blog.is

Mig langar að spyrja ykkur sem eruð að skoða síður á barnalandi, hvort ykkur finnist þægilegra að skoða síður barnanna þar eða eins og við erum að gera það hér.

Að lokum langar mig að þakka ykkur öllum fyrir stuðninginn, fyrirbænirnar og alla þá orku sem frá ykkur hefur komið.  Óli og Sigrún eru dolfallin yfir öllum þeim kveðjum sem eru að koma til þeirra hér á blogginu og á facebook hjá okkur öllum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Til hamingju með fallega nafnið á litla kút

Það sem að barnalandssíðurnar hafa fram yfir þetta svæði fyrir svona lítið fólk er að hægt er að setja mun fleiri myndir þar inn.  Einnig er hægt að nota kerfi á www.nino.is 

Dísa Dóra, 23.3.2009 kl. 07:48

2 Smámynd: Auður Proppé

Fallegt nafn, Keran, til hamingju með það.

Auður Proppé, 23.3.2009 kl. 08:41

3 Smámynd: JEG

Fallegt nafn á flottum dreng.   Ég hef litla skoðun á þessu barnalandsdæmi þar sem ég nota það ekki.  Ég er með mína myndasíðu á Bloggar.is það er ódýrast.  En margir eru að nota 123.is því þar færðu sennilega mest fyrir peninginn.  Og getur meikað vandaða heimasíðu.  Mér finnst þessar barnalandssíður oft vera dáldði eins og óspennandi.  Kveðja úr sveitinni. 

JEG, 23.3.2009 kl. 10:31

4 identicon

Til hamingju með fallega nafnið! Þó svo að ég þekki ykkur ekki neitt hugsa ég mikið til ykkar og kíki hér inn til að fylgjast með fréttum af prinsinum, sem er alveg gullfallegur :D. Ég hef hvorki reynslu af barnalandi né moggablogginu en mér finnst margir tala um að þeir lendi í vandræðum með að setja inn myndir hér á moggablogginu (þ.e. að stundum gangi það bara ekki), veit ekki hvort þú hafir eitthvað verið að lenda í því. Ég sjálf hef verið að halda úti síðu fyrir börnin mín og það sem mér finnst skipta mestu máli er að það sé fljótlegt að setja inn myndir.

Sissa (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 12:32

5 identicon

Innilega til hamingju með nafnið og drenginn bara almennt.  Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki skrifað fyrr vegna þess að ég vissi ekki hvað ég ætti að skrifa, ég á alltaf erfitt með orðin. Samt vil ég að þú og þið vitið að ég hugsa mikið til ykkar og finn til með ykkur og vona af öllu hjarta að allt fari vel. Ef ég get eitthvað gert Birna mín þá er bara að nefna það og ég geri þá mitt allra besta.

Kær kveðja Fjóla

Fjóla Björk (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 14:32

6 Smámynd: Aprílrós

Oh innilega fallegt nafn Keran. ;) Sendi góða strauma ;)

Aprílrós, 23.3.2009 kl. 17:45

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til hamingju með þetta sterka nafn kæru vinir og gangi ykkur allt í hag.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.3.2009 kl. 20:28

8 identicon

Það er hræðilegt til þess að vita að ekki er allt með felldu hjá yngsta fjölskyldumeðliminum, enn ég veit betur.  Þetta er hetja og heljarmenni fullur orku, dugnaði og lífsvilja eins og hann á ætt til.  Með slíkan bakgrunn sem Keran litli á er honum allir vegir færir, því glaðlyndi aðstandenda, jákvætt hugarfar þeirra og trúin á mátt sinn og meginn er undirstaða árangurs og bata.     

Palli Hauks og Sigga Dísa (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

336 dagar til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband