Mikið um að vera hjá litla pjakk = laugardagur

Já það er víst hægt að segja að dagurinn hafi verið viðburðaríkur í dag hjá litla manninum okkar í dag.

Stærsti viðburðurinn er að hann fór í sitt fyrsta bað í dag.  Honum leið einstaklega vel í baðinu.  Nú Anna ljósmóðir kom í eftirlitsferð og hún nuddaði litla manninn hátt og lágt.  Þessir tveir atburðir voru eingöngu  teknir upp á vídeó.

Í dag eins og aðra daga kom fullt af fólki í heimsókn,frænkur, frændur, afar og ömmur.

IMG_0011

Ef það var bjölluhljómur þegar Hjördís frænka hélt á mér, þá hefðuð þið átt að heyra þegar hún Íris mágkona hans pabba fékk mig í fangið.  Þetta var bara eins og bjöllukór.

 

IMG_0020

Svo var það hún Maggý Hjördís systir hans pabba, ég held að hún sé of ung til að hafa þennan bjölluhljóm en samt mátti heyra smá óm af hljóm.

 

IMG_0028

Pabbi vildi kenna Maggý hvernig ætti að gefa mér pela.  Ég held nú að hún kunni það vel.

IMG_0031

Síðan þurfti að kenna Maggý að skipta um bleyju.

IMG_0032

 Maggý fannst nú betri lykt af höfðinu á mér en lyktin sem kom frá bleyjunni.

 

IMG_0039

Siggi á Hvalskeri kom líka í heimsókn, honum þótti ég svo sætur en hann var nú hálf hræddur að halda á mér.

 

IMG_0041

Atli Snær kom í heimsókn og hann var með eitthvað bölvað vesen,  hann hrærði steypu eða einhverri drullu í skál og síðan var mér haldið þarna í nokkrar mínútur.   Ég var hræddur um að nú ætti að steypa mig fastan í skálinni.  Spáið bara í það að vera 6 daga gamall og vera troðið ofaní poppskálina.

 

IMG_0045

Haldið þið að þetta sé eitthvað normal að láta troða sér í poppskálina

 

IMG_0048  IMG_0051

 Þetta var nú ekkert gott svona í fyrstu en síðan vandist þetta og ég sofnaði bara.

IMG_0063

Atli fékk að halda á mér eins og allir hinir og Maggý reyndi að trufla okkur strákana.

 

IMG_0055

Svanlaug amma mín fær nú að skipta á mér af og til en mamma verður samt að passa að allt sé rétt gert.  Eins og hún amma mín kunni þetta ekki, búin að eiga 3 börn.

 

IMG_0067

Hann afi minn í sveitinni heitir sko Keran Stueland og hann er sko kominn suður til að heimsækja mig.  Hann fékk að halda á mér og honum fannst ég óttalegt kríli.

 

Á ég síðan að segja ykkur eitt, það á sko að skíra mig á morgun.  Ég þoli ekki lengur að vera kallaður Lilli eða pjakkur eða eitthvað annað ansalegt.

Á morgun get ég sko sagt ykkur frábærar fréttir.

Eruð þið ekki forvitin?  En bíðið þið bara ég er vissum að ég eigi eftir að heita einhverju ROSALEGA fallegu nafni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Ég er viss um að nafnið verður fallegt

Bið innilega að heilsa Atla Snæ

Dísa Dóra, 22.3.2009 kl. 10:03

2 Smámynd: JEG

JEG, 22.3.2009 kl. 11:22

3 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Ofsalega eru þetta skemmtilegar myndir. Afi er nú heilmikið montin sýnist mér. Það kæmi mér ekki á óvart að hann  fengi alnafna! Knús og kærleikskveðjur til ykkar allra.

Silla

Sigurlaug B. Gröndal, 22.3.2009 kl. 20:22

4 identicon

hæhæ var að ná mér í fréttir dagsins ;) þetta var nú einhvað snirtilegra hjá ykkur gifsið en var hjá okkur fyrir jólin  það dugði ekkert minna en ein sjúkrastofa, 2 konur frá leikstofunni og svo mig og Jón Gunnar... jú og auðvitað Þórhildi hehe (vorum s.s. að föndra jólagjafir)  ég er sko búin að finna upp ótal nöfn á litla stueland... ég er mmmjjööög spent að vita hvaða nafn hann fær  

kær kveðja af stofu 33 á deild 22- E (erum í kvefrúnti..)

Steinunn Björg co

Steinunn Björg (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 22:37

5 Smámynd: Aprílrós

Fallegar myndir og fallegur drengur.

Hlakka til að vita nafn hans ;)

Má ég spurja ? hvað er þetta sem er í skálinni og afhverju var það sett á fætur barnsins ?

Knús og kærleikur til ykkar allra.

Aprílrós, 22.3.2009 kl. 23:09

6 identicon

Hæhæ ég sá þessa síðu á barnalandi. Algjör dúlla litla greyið. Vonandi komast þeir fljótt að því hvað er að hjá honum, og að honum batni fljótt. Ég á líka litla hetju sem er 2 mánaða, það er ótrúlegt hvað þau komast í gegnum þessar litlu hetjur. Gangi ykkur vel.

 Kveðja Eva (barnabarn úr Efri tungu)

Eva Björk (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 01:13

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flottar myndir og drengurinn er yndislegur.
Ljós til ykkar
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.3.2009 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

336 dagar til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband