20.3.2009 | 23:20
Stuðningurinn kemur víða að
Ég var kannski frek þegar ég var að tala um að nú væri komið að ykkur að aðstoða mig og þá var ég að tala um þær sem ég hef verið að aðstoða í saumaskapnum.
En það stóð heldur ekki á svörum frá ykkur. Ég ætla að taka mér það bessaleyfi að birta eitt bréfið sem ég fékk.
Sæl Birna Mjöll,
Ég er ein þeirra sem hef fylgst með síðunni þinni undanfarnar vikur og fengið aðstoð og teikningar frá þér. Þú hefur verið frábær inspiration fyrir mig átt stóran þátt í því að ég dustaði rykið af saumavélinni minn.Ég var að lesa póstinn þinn á síðunni þinni um litla ömmu drenginn þinn og ég ræð varla við tárin. Ég vona svo sannarlega að allt verði í góðu lagi og þið munuð án efa vera í bænum mínum.
Mig langar alltaf að gefa tilbaka þegar einhver hefur aðstoðað mig og gefið mér eitthvað og þar sem ég er ljósmyndari, að vísu enn í námi langar mig til að bjóða ykkur, þ.e ef áhugi er fyrir hendi að mynda litla gullmolann ykkar. Fallegar myndir af börnunum eru ómetanleg eign um ókomna tíð en því miður hafa ekki allir tækifæri til að fara með börnin sín í myndatöku, og svo ég tali nú ekki um börn sem eru lengi á sjúkrahúsi.Ég hef lengi velt því fyrir mér hvað mig langar mikið til að bjóða foreldrum sem eru kannski með langveik börn, dvelja með börnunum sínum á sjúkrahúsi í lengri tíma og hafa þar af leiðandi hvorki ráð né tækifæri til að láta mynda börnin sín að ég komi og myndi börnin, en einhvern veginn aldrei gert neitt í málinu.Ef þetta er eitthvað sem þið vilduð þiggja væri það mér sönn ánægja að fá að gefa ykkur fallegar myndir af litla gullmolanum.Bestu kveðjur og með von um að allt fari á besta vegÍris
Íris mætti sem sagt í dag og tók fullt af myndum. Við viljum nota tækifærið og þakka Írisi ástsamlega fyrir daginn.
Þetta verða án ef rosalega fallegar myndir og bíðum við spennt eftir að sjá þær. Ég vil einnig hvetja þá sem eiga lítil börn hvort heldur sem þau eru veik eða ekki að láta mynda þau. Mynd er besta minning sem við eigum. Ég læt fylgja hér með vefsíðuna hennar Írisarwww.infantia.eu336 dagar til jóla
Um bloggið
Birna Mjöll Atladóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Bloggvinir
- dufa65
- annarun
- thordistinna
- mydogs
- antonia
- ragnarfreyr
- gurrihar
- estro
- zoti
- jensgud
- helgigunnars
- klaralitla
- bonham
- sifjar
- kiddirokk
- jonbondi
- katlaa
- skrifa
- thelmaasdisar
- palmig
- sigmarg
- 730
- maple123
- ekg
- zunzilla
- steina
- kallimatt
- vefritid
- sveita
- blossom
- kruttina
- berg65
- gattin
- brandarar
- july81
- dlove
- disadora
- estersv
- fitubolla
- lillo
- curvychic
- gelin
- sarahice
- gudnyel
- milla
- doritaxi
- handtoskuserian
- himmalingur
- 810
- jeg
- johannagisla
- leifur
- mammzla
- jonoli1
- pallieliss
- rafng
- hross
- sisvet
- blavatn
- joklamus
- midtunsheimilid
- svala-svala
- saethorhelgi
- vertu
Athugasemdir
En hvað hún er sæt í sér. Þetta er ómetanlegt. Það verður gaman að sjá útkomuna. Hugmynd hennar um myndatökur fyrir foreldra langveikra barna er góð hugmynd. Ég held að enginn hafi sérhæft sig í því eða fengið þá hugmynd.
Sigurlaug B. Gröndal, 21.3.2009 kl. 22:20
Ég get sko sagt þér það Silla að hún Íris gerir sér örugglega enga grein fyrir hvað hún er búin að gera mikið góðan hlut með því að koma svona heim til þeirra. Þegar hún kvaddi í gær þá vorum við hálf hrærð yfir góðmennsku hennar. Þetta er sko ekkert smá flott hjá henni og ég vona að fólk eigi eftir að hafa samband við hana í sambandi við langveik börn. Myndin er minning sem enginn getur tekið frá manni.
Birna Mjöll Atladóttir, 22.3.2009 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.