Dagurinn í dag

Það var nú frekar viðburðar mikill dagurinn hjá okkar manni í dag svo ekki meira sé sagt.

Eitthvað var um rannsóknir en það er ekkert mál fyrir vana menn og hann lét það ekki mikið á sig fá.  Nú þá var ákveðið að hann fengi að fara heim í dag.  Ekki er alveg vitað hvað hann fær að vera lengi heima en það verður bara að koma í ljós, hann tekur bara einn dag í einu með mömmu og pabba.

 

IMG_0010-1

Ingþór kom í heimsókn eftir hádegi í dag.  Hann keyrði í alla nótt úr sveitinni sinni bara til að koma að sjá mig.  Ingþór er sko tvíburabróðir hans pabba.

 

IMG_0025-1

Halldís ömmu systir mín kom líka og hún fékk líka að prufa að halda á mér.

 

IMG_0028-1

Nú síðan kom hún Hjördís Karen hún er sko........systur dóttir hennar ömmu minnar.   Hjördís á slatta af börnum og ég held að hana hafi nú kitlað aðeins að fá að gefa mér að drekka.   Amma var eitthvað að tala um bjölluhljóm sem heyrðist frá henni Hjördísi,  ég veit ekkert hvað verið var að tala um

IMG_0038-1

Ég reyndi að flauta fyrir Hjördísi.

 

 
IMG_0049-1

Atli Snær kom líka en hann er sko líka bróðir hans pabba míns, hann er stóri bróðir hans.  Atla þótti ég vera svo duglegur að drekka.  Hann varð að fá að hjálpa pabba að gefa mér að drekka en pabbi þarf samt enga hjálp en samt leyfði hann Atla aðeins að halda í.

 

  IMG_0052-1

Síðan verður alltaf að láta mig ropa eftir að ég er búin að vera svona duglegur að drekka.

 

IMG_0055-1

Þá var nú komið að því að klæða sig í FÖT.  Ekki meiri sjúkrahús föt, takk.  Mamma elskar að fá að læða mig í förin mín.

 

IMG_0064-1

Ingþór mátti sko ekki missa af neinu.  Mikið er hún mamma mín búin að gera mig fínann.

 

IMG_0076-1

Tilbúinn að fara heim til Svanlaugar ömmu og Óskars afa.

 

Síðan var haldið heim en af því að myndirnar sem voru teknar eftir að ég kom heim eru á annarri myndavél þá verða þær settar inn seinna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

glæsilegur strákur óli og til hamingju með þennan litla prins ég hugsa til hlýtt til ykkar sigrúnar og vona að allt eigi eftir að ganga vel með þennan glæsilega litla prins. kær kveðja þinn skipsfélagi og vinur  Ævar                                                                                                                      

ævar örn (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 07:41

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 20.3.2009 kl. 08:02

3 identicon

Hann er æðislegur og mikið er hann heppinn að eiga svona stóra og flotta fjölskyldu þar sem ég veit a hann fær fullt af ást.

Gangi ykkur vel Fanney

Fanney (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 08:25

4 identicon

Falleg og yndisleg fjölskylda, gott að sjá hvað þið standið vel saman :o) Gangi ykkur rosalega vel.

 Kveðja frá mér og öllu mínu gengi

Linda Rós.

Linda Rós Daðadóttir (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 08:36

5 Smámynd: JEG

Ó hvað það er yndislegt að heyra að litli prinsinn sé hressari.  Vona að allt gangi nú vel. Kv. 

JEG, 20.3.2009 kl. 10:21

6 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Mikið er gaman að sjá þau öll og hvað litli prinsinn er myndarlegur. Krafturinn í Ingþþóri að keyra alla nóttina!!! Við Rabbi sendum ykkur innilegar hamingjuóskir með ósk um að allt gangi vel. Það verður gott fyrir alla að komast heim ó ró og næði.

knús og kveðjur

Silla og Rabbi

Sigurlaug B. Gröndal, 20.3.2009 kl. 10:42

7 identicon

Heima er best ekki satt?? :)  Hann er yndislega fallegur hann litli Stueland   vonum svo að það taki ekki allt of langann tíma að fá úr rannsóknum, það er svo erfitt að bíða og vera í óvissu. Ekki gleyma að njóta þess að dúlla með litla kraftaverkið, maður vill jú víst gleyma sér í að hugsa bara um hvað þessar litlu hetjur eru veikar  og nánast missa af tímabili í lífinu þeirra....

Kær kveðja Steinunn Björg og co

Steinunn Björg (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 12:10

8 identicon

Fallegur drengur og skýr:) ekkert eins og hann sé nýfæddur

Gaman að heyra að þau hafi mátt fara með hann heim.

Kærar kveðjur frá okkur Geir.

Jóhanna

Jóhanna Gísla (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 13:15

9 identicon

Mikið er drengurinn fallegur. Gott að hann fékk að fara heim, heima er best. Ég sendi hlýja strauma til hans og ykkar allra. Gangi ykkur sem best.

Kveðja Hrefna Ósk og fjölskylda

Hrefna Ósk (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 17:23

10 Smámynd: Ragnheiður

Þessi frásögn hennar ömmu fyrir munn lítils manns er yndisleg alveg. Blessað barn, Guð veri með þér og öllu þínu fólki.

Kær kveðja

Ragnheiður , 20.3.2009 kl. 19:56

11 Smámynd: Aprílrós

Guð gefi unga herranum góðann bata ;)

Aprílrós, 20.3.2009 kl. 20:55

12 Smámynd: Birna Mjöll Atladóttir

Takk fyrir elskurnar mínar.  Ég kem öllum kossum og knúsi til skila til þeirra Óla og Sigrúnar.  Það er virkilega gott að lesa kveðjurnar frá ykkur og finna stuðninginn.

Birna Mjöll Atladóttir, 21.3.2009 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

336 dagar til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband