Hann er svo fallegur

Já hann er svo fallegur litli drengurinn þeirra Óla og Sigrúnar.

Það má segja að í dag hafi verið nokkrar framfarir hjá litla snáðanum því hann drakk nokkuð vel en það er meira en hann gerði í gær.  Búið er að taka fullt af blóði sem er verið að rannsaka og þá er búið að senda blóð út til Danmerkur.

Hann átti að hitta taugalækni í dag en hætt var við það í bili.

Á morgun verður erfiður dagur hjá mínum manni í rannsóknum en þá á að gera aðra tilraun til að hitta á taugalækninn, einnig verða ýmsar aðrar rannsóknir.

Hér er ný mynd þar sem mamma og pabbi eru búin að stilla prinsinum aðeins upp fyrir okkur til að minna okkur á að fara með bænirnar á kvöldin því það gerir hann.

Sjáið þið glottið sem hann sendi okkur.

n1197647810_30155097_3600631

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

OMG mikið svakalega er þetta fallegur snáði. 

Vona svo sannarlega að Guð blessi hann.  Minn hugur er með ykkur

JEG, 17.3.2009 kl. 23:25

2 Smámynd: Anna

Til hamingju með litla drenginn .  Ég sendi  ykkur mínar  hlýjustu kveðjur og óska honum  styrks og góðs bata.  Gangi ykkur öllum vel.

Anna, 17.3.2009 kl. 23:37

3 identicon

Ég hugsa til litla snáðans og foreldranna! Vona bara að allt gangi vel og ég mun biðja Guð um að vaka yfir honum og veita Óla og Sigrúnu styrk! Knús á ykkur öll!

Arna Margrét (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 23:42

4 identicon

Elsku litli kúturinn, hann er yndislega fallegur, innilega til hamingju!!

Hann verður í mínum bænum og ég vona svo heitt og innilega að það verði hægt að hjálpa honum.

Kv.Ókunnug sem á sjálf lítinn prins:)

Anna ókunnug (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 00:11

5 identicon

mikið er hann fallegur litla ljósið. Megi englarnir vaka yfir honum og ykkur öllum.

Berglind Eir Egilsdóttir (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 06:21

6 identicon

Kæru vinir, vona heitt og innilega að allt gangi vel með drenginn.

Hann kemur til,  vertu viss Birna mín.

Bestu óskir til hans og ykkar.

Kveðja úr bænum....

Jón Baldur (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 07:57

7 identicon

Hann er í mínum bænum;) Gangi ykkur vel*knús

Flott föt hjá þér;)

Alma (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 08:49

8 identicon

Yndislega fallegur drengur, til hamingju með hann, ég mun hugsa hlýtt til hans og ykkar.

Kveðja

Fjóla

Fjóla (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 09:27

9 identicon

Yndislega fallegur glottandi drengur. Ég hugsa hlýtt til ykkar, og bið Guð að blessa hann.

Kveðja

Ingunn Elfa

Ingunn Elfa Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 09:35

10 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Mikið er ég sætur of fínn. Hann verður í bænum mínum. Skilaðu innilegri kveðjur til Óla og Sigrúnar með ósk um gott gengi og allt fari nú vel. kær kveðja frá okkur í Þorlákshöfn.

Sigurlaug B. Gröndal, 18.3.2009 kl. 10:23

11 identicon

Yndislegur lítill peyji, vona að allt fari vel. Bið góðan Guð og englana að vaka yfir honum og ykkur fjölskyldunni hans.

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 10:48

12 Smámynd: Ragnheiður

Ó hvað hann er fínn strákur, vonandi finnst eitthvað honum til hjálpar. Hann er stór og myndarlegur strákur.

Kær kveðja vestur og til foreldranna hans líka

Ragnheiður , 18.3.2009 kl. 17:37

13 Smámynd: Dísa Dóra

Hann er ofsalega svipsterkur og fallegur.  Hann og fjölskyldan öll er í bænum mínum

Dísa Dóra, 18.3.2009 kl. 18:50

14 identicon

Góður guð gefi ykkur styrk, ég hugsa til ykkar og hef ykkur í bænum mínum.

Sísí (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 19:44

15 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Yndislega fallegur drengur  hann og þið verða í bænum mínum guð blessi ykkur.

Kristín Katla Árnadóttir, 18.3.2009 kl. 20:31

16 Smámynd: Aprílrós

Alveg yndislega fallegur drengur. Hann mun koma til þessi snáði, . Sendi ljós og kærleik til ykkar. Hann og hans fjölskylda er kominn á minn bæna lista ;)

Aprílrós, 18.3.2009 kl. 21:56

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Blessunin litla mikið er þetta fallegt barn.  Gangi ykkur öllum sem allra allra best.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2009 kl. 22:27

18 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Yndislega fallegur drengur. 

Mínar bestu óskir um góðan bata,  honum til handa.

Anna Einarsdóttir, 19.3.2009 kl. 19:10

19 Smámynd: Birna Mjöll Atladóttir

Elsku vinir litla fjölskyldan er svo ánægð með allar kveðjurnar sem streyma inn.  Það er ljósið í myrkrinu að vita um alla þá sem hugsa hlýtt til þeirra.

Birna Mjöll Atladóttir, 20.3.2009 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

336 dagar til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband