Jólatréð í ár

Það hefur alltaf verið gervi jólatré heima hjá mér.  Bæði þegar ég var barn og eftir að ég fór að búa sjálf.  Fyrst vorum við með lítið tré en þegar börnin vöru orðin fjögur þá keyptum við okkur stórt tré, reyndar mjög stórt.  Nú þegar við vorum að skreyta fyrir jólin (í Atlahúsi) þá fannst mér jólatréð vera alltof stórt þar.  Því var það að þegar ég sótti jóladótið að Gili að ég kom bara með toppinn af stóra trénu.  Ég vissi ekki hvernig ég ætlaði að gera úr því tré, svo ég stakk því ofan í ofn sem pabbi átti og er inni í stofu.  Ég sagði Maggý að þetta yrði tréð í ár.  Hún leit aðeins á tréð og sagði, flott.  Ég tók hana á orðinu og skreytti þetta svo kallaða tré.  Þegar ég var búin að því og þá varð Maggý litið aftur á tréð og sagði hún þá: varstu að meina það að hafa þetta sem tré, ég hélt að þú værir að grínast.
Nei ég var sko ekki að grínast og þetta varð jólatréð þetta árið
DSC00943

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Tekur sig alveg ljómandi vel út, einhvernveginn veður fólk að bjarga sér er það ekki Snild

Aprílrós, 3.1.2009 kl. 19:27

2 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Fallegt jólatré :)

Vatnsberi Margrét, 4.1.2009 kl. 12:24

3 identicon

Sæl elsku systir.

Gleðilegt ár og takk fyrir allt liðið. Ég er alveg sammála Maggý. Allsérstakt jólatré. En það venst.

Ástarkveðja

Ásrún

Ásrún Atladóttir (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 13:53

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Sætt.  Þarf ekki að vera stórt til að vera jólalegt.  Gleðilegt ár til þín og þinna.

Sigríður Sigurðardóttir, 8.1.2009 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

336 dagar til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband