Er þetta ekki dásamlegt líf

Á laugardaginn vorum við búin að vera á Patró í tvo daga og nú var kominn tími til að koma sér að heiman og heim.  (við köllum Breiðavík heima og einnig þegar við erum í íbúðinni okkar á Patró) Við vorum komin til Breiðavíkur fyrir hádegi.  Veðrið var svo fallegt og sjórinn var allt að því sléttur, þetta verður örugglega síðasti dagurinn sem við fáum svona fallegt veður.

Það kitlaði okkur að geyma vinnuna í einn dag og fara á sjó.

Það var ekki gott að fara frá Breiðavík þannig að við fórum með bátinn á kerru í Örlygshöfn og fórum þaðan út.  Við sigldum fram og til baka um fjörðinn.  Við vorum með byssu með okkur og veiðistangir.  Við skutum nokkrar teistur en ég get ekki sagt að við höfum reynt að veiða neitt á stöngina við eyddum of miklum tíma í að horfa á náttúruna. 

Í Tálknanum sáum við útigöngu fé sem var hálf sorglegt þar sem rollan virtist vera slösuð, hún var mjög hölt og síðan var hún í ullu.  Mér finnst alltaf sorglegt að sjá kindur í einum eða tveimur reifum.  Spáið í þegar rignir svona eins og síðustu daga hvað þetta er þungt fyrir þær, svo ég tali nú ekki um hvað það getur verið heitt hjá þeim í góðu veðri.    Það er ekki bara útigöngu fé sem er svona, það eru margir bændur sem ekki nenna að taka af fénu.

Það var orðið liðið á daginn þegar við ákváðum að halda heim.  Þegar við komum að höfninni í Örlygshöfn sáum við að það var fjara og ekki hægt að leggja að bryggju.  Við náðum þó að henda Ingþóri í land og fór hann á bílum með kerruna á Patró.  Við Keran fórum síðan á bátnum á Patró þar sem Halldís systir tók á móti okkur.  Við enduðum síðan í mat hjá henni.

Við ákváðum að gista á Patró og fara snemma heim um morguninn, sem við og gerðum.

Það er eins og ég sagði, dásamlegt líf.

Í dag þurfum við svo að fara að byrja að reka saman og ætlum við að byrja á Gili, það er nú ekki víst að dagurinn í dag verði eins dásamlegur þar sem veðrið er hundleiðinlegt.  En ég segir ykkur trúlega frá því í kvöld.

Hér eru nokkrar myndir úr ferðinni.

IMG_0005
IMG_0027
IMG_0032
IMG_0065
IMG_0070

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Nú langar mig sko vestur

Dísa Dóra, 6.10.2008 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

336 dagar til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband