Upphafið hjá mér

Það var í byrjun árs 2015 að ég fór á biðlista hjá Reykjalundi í offitumeðferð. Um hausið sama ár var ég boðuð á undirbúningsnámskeið. Þar var mér kynnt meðferðin og ég fékk upplýsingar um hvað þetta snerist og hvernig ég gat byrjað að vinna með nauðsynlegar lífsháttarbreytingar þar til ég yrði kölluð inn í forskoðun. Ég held að það hafi liðið 4 – 6 mánuðir þar til boðað var til forviðtals hjá hjúkrunarfræðingi og síðan í forskoðun hjá lækni á göngudeild.

Í forskoðuninni eru gerðar mælingar á holdafari, andlegri líðan og mat lagt á stöðuna Þar sem ég var utan að landi þá var ég tekin inn strax eftir þetta viðtal og prógramið hófst. Búið var að velja 10 manna hóp sem áttum að vera saman í þessu prógrammi og þetta var mjög góður hópur.

Það má því segja að þetta ferðalag mitt hafi byrjað í janúar 2016 Fyrst vorum við í 4 vikur á Reykjalundi en fórum heim um helgar. Þá hittumst við tvisvar í eina viku og tvisvar eða þrisvar í einn dag. Samtals er þetta ár sem við erum viðloðandi Reykjalund Í lok ársmeðferðar er metið hvort við erum tilbúinn til magahjáveituaðgerðar eða ermi á Landspítala.

Við þurfum að hafa breytt hugsunarhætti og háttum, vera kominn með reglulegt máltíðamynstur, hafa minnkað neyslu sykurs verulega, stundi reglulega hreyfingu, haldi áfram að léttast og er æskilegt að hafa lést um 10% af hámarksþyngd áður en að aðgerð kemur. Einig er mjög mikilvægt að vera andlega undirbúinn fyrir aðgerðina. Það sem mér fannst einkenna hópinn var að við vorum flest pepsi maxistar.

Það tók mig töluverðan tíma að hætta í pepsíinu en ég var komin í 4 lítar á dag. Ég trappaði mig niður hægt og rólega hætti. Ég fann drykk sem henti mér ver en það var VitHit. Ég kaupi mér það þegar ég er fyrir sunnan en það fæst ekki hér. Staðan er þannig í dag að ég er farin að drekka ½ á dag en því þarf ég að hætta eftir aðgerð.

boost-bottles-new


Í dag eru 8 ár síðan

Í Dag eru 8 ár síða ég útskrifaði mig af heila og taugadeild landspítalans eftir marga vikna dvöl þar sem ég var út úr heiminum heftir slys sem ég lenti í.
Þetta var rosalega erfiður tími og sérstaklega fyrir mína nánustu sem lítið fengu að vita hvað var í gangi nema að staðan væri ekki góð og litlar líkur á að ég næði fullum bata.
En í slysinu þá fékk á högg á hálsinn þannig og mænan varð fyrir skaða sem olli þvi að mænuvökvi lak út í líkamann með hræðilegum afleiðingum.

Ég var ekki með réttu ráði þegar ég fékk að fara í prufu út í bæ en þá húkkaði ég mér far vestur með Agli Ólafssyni. Ég man lítið eftir ferðinni vestur nema að Egill var alltaf að reyna að fara verlega þar sem mér leið ekki vel. Ég þurfti að hvíla mig í nokkra daga á Patró áður en ég komst út í Breiðavík

Ég mátti ekki vinna þetta árið en ég kokkaði þetta sumar með góðri hjálp frá Maggý sem þá 17 ára en hún tók við eldamenskunni þegar ég í tvö skipti þetta sumar fékktaugaáfall, en þetta var fyrsta sumarið sem má segja að hún hafi verið við stjórn og hefur verið það meira og minna síðan
Við kláruðum þetta sumar með stæl og lokuðum þá 15 sept. en 17 sama mánaðar var ég síðan greind með illkynja krabbamein.

Í dag ég í mjög góðum málum en og hef lært það af reynslunni að taka einn dag í einu því þú veist aldrei hvar þú verður á morgun og að njóta hvers dags.

Þess má geta að mánuði fyrir slysið fæddist okkur okkar annað barnabarn en hann fæddist mikið veikur með SMA taugahrörnunar sjúkdóm drengurinn sem var skýrður Keran Stueland lést fyrir nokkurm árum.


Luxus vandamál

Ingibjörg Freyja Gunnarsdóttir segir á facinu:  Lenti í alvöru lúxux vandmáli áðan, fór út að moka og varð eiginlega of heitt á hausnum.  Munar öllu að vera með almennilega húfu/lambhúshettu.  Elska mína og takk enn og eftur fyrir mig.

1622142_10204596455006091_5505850900561288599_n.jpg


Hlýjustu húfur sem til eru

Þar sem það er erfitt að halda utanum spjallið og kommentin á facinu þá ákvað ég að dusta rykið af gamalli bloggsíðu.

Í apríl eru liðin 23 ár síðan ég saumaði mína ffyrstu lambhúshettu og upp úr því urðu Mjallarföt til.

Í gegnum árin hef ég verið að sauma eitt og annað en allt byrjaði þetta á lambhúshettum og nú er ég aftur komin á fullt í að sauma þær.

Lambhúshetturnar eru úr tvöföldu flís sem gerir þær einstaklega hlýjar, vindheldar og vatnsfráhrindandi.

Á myndunum má sjá þá liti sem ég er með Í BILI.  Það er erfitt að fá þessi efni og ég er t.d búin að kaupa upp allt svart og dökkblátt efni sem til er á landinu.

Ef þú kæri lesandi hefur áhuga á að kaupa þér svona húfu þá máttu leggja inn skilaboð með símanúmeri og ég mun hafa samband eða senda mér tölvupóst á breidavik@patro.is

 

kveðja Birna MJöll1_2.jpg2_2.jpg3_2.jpg4ubmvy.jpg5yyclm.jpg6ftykp.jpg8aafii.jpg7xjsiz.jpg


Microfleece peysa

Hér er svört peysa úr micro-fleece.

47006_1487122575701_1163011273_31066400_2880568_n

 

Síðan eru hér tvær úr gráu jersey og tígla mynstri

47006_1487122535700_1163011273_31066399_5367382_n  64670_1487122295694_1163011273_31066398_1509820_n


Leggings

Hér má sjá smá sýnishorn af þeim leggings sem ég er að gera.

Allar buxurnar eru með spandes lycra (sundbola efni) efst.

 

44904_1489261509173_1163011273_31069895_2058348_n  44904_1489261589175_1163011273_31069897_5875202_n

Spandes / silfur / gataefni ------------Spandex / slönguefni (brúnt) / brún blúnda

 

44904_1489261629176_1163011273_31069898_775932_n  44904_1489261709178_1163011273_31069900_2668807_n

 Spandex / hvítt gataefni / svört þétt blúnda -- Spandex / brúnt slöngu / gull

44904_1489261869182_1163011273_31069904_2880656_n  46281_1489262549199_1163011273_31069907_1506685_n

 Spandex / tigra spandex og brún blúnda -- Spandex / svört blúnda / hvítt gataefni

 


Nú er sumarið búið og við tekur..................

..................saumaskapur.

 Allar saumavélar eru komnar upp á borð og matsalurinn fullur af efnum.  Fyrstu peysurnar eru komnar í sölu.

Hér eru nokkrar myndir af því sem komið er í sölu.  VIð erum auðvitað líka á facebook = mjallarfot

59819_1476228143347_1163011273_31045144_6446616_n  il_430xN_80111160

Þessa klúta köllum við fingraflækjur og eru þeir til í nokkrum litum

 

61777_1476228463355_1163011273_31045148_3227340_n  61777_1476228503356_1163011273_31045149_1485816_n

61590_1476226703311_1163011273_31045134_130861_n  63310_1476227423329_1163011273_31045138_3869583_n

63310_1476227463330_1163011273_31045139_203411_n  63310_1476227583333_1163011273_31045142_7393345_n

61777_1476228343352_1163011273_31045146_1156162_n  63310_1476227623334_1163011273_31045143_4206271_n

 

 

61777_1476228543357_1163011273_31045150_6525343_n

 Þessar peysur sem sjá má hér að ofan eru með stórum kraga sem hægt er að nota sem hettu.

58503_1464582652217_1163011273_31024034_765967_n60052_1464582452212_1163011273_31024033_6315339_n

63310_1476227543332_1163011273_31045141_117557_n

Hér fyrir ofan eru síðan hettupeysur.

 

61343_1476255384028_1163011273_31045242_1085639_n

 

 

Þá eru það leggings.  Er ný komin með fullt af nýjum efnum í þær.


Fyrstu gestirnir í sumar

Fyrstu gestir sumarsins komu á tjaldsvæðið í gærkveldi.  Það var hálf kuldalegt eins og sjá má á myndinni að vita til þess að fólk gisti úti.  Þau voru reyndar á húsbíl svo þeim hefur vonandi ekki orðið kalt.  Eins og sjá má á myndinni þá er enn snjór í fjöllum.  Hér snjóaði töluvert á föstudaginn, allavega það mikið að allt varð hvítt.

 

IMG_5740

Skipt um járn á þakinu

það var ekki beint sumarlegt þegar farið var í það að skipta um járn á þakinu í stórar húsinu.  Stóra húsið er byggt í kringum 1960 og er þriggja hæða.

Á þriðju hæðinni erum við með tvö herbergi með baði og sex herbergi sem leigð eru út fyrir svefnpokagistingu.

Á miðhæðinni eru sturtur, matsalur og eldhús fyrir þá gesti sem vilja elda sjálfir og síðan er matsalur sem við notum þegar okkar salur er fullbókaður.

Á fyrstu hæðinni hafa verið geymslur í tugi ára en nú er verið að breyta í verslun og nýtt og mikið stærra þvottahús.

Þess má geta að þó þetta hús sé stórt þá átti þetta að vera tvö svona hús í víðbót í upphafi.  En sem betur fer varð ekkert úr að það yrði byggt.  Teikningar sem við eigum af húsinu sýnir það eins og það átti að vera.

Keran, Ingþór og Vilhelm fengu vin okkar og smið Björn Þórisson og Óla Ásgeir til að koma vestur og aðstoða sig við smíðarnar.

IMG_5669  IMG_5676

IMG_5692 IMG_5694

IMG_5697 IMG_5710

IMG_5711 IMG_5712

IMG_5721 IMG_5726

IMG_5733 IMG_5735


„Mikið er gaman að lifa í dag og fá að njóta þess með öðrum“

 Já þetta eru orð að sönnu og voru mér ofarlega í huga þegar ég ásamt fullt af öðru fólki gengum út úr Patreksfjarðarkirkju á föstudagskvöld.Það var Magnús Ólafs Hansson sem sagði þessi fleygu orð við mig fyrir um 13 árum síðan en það var á fyrsta fundi okkar Magnúsar.  Orðin eru höfð eftir afa Magnúsar og er þetta eittvað sem við gætum lært af. 

Það var einmitt Magnús sem stóð að þessum sólartónleikum og fékk í lið með sér fullt af mjög góðu fólki af svæðin.  Tónleikarnir voru haldnir til heiðurs Steinunni Guðbrandsdóttur , mömmu Magnúsar en hún varð 80 ára þetta kvöld. 

Dagskráin var fjölbreytt og svo flott að ég ákvað að segja ykkur frá minni upplifun.   Þeir sem fram komu voru frá Patreksfirði,Tálknafirði og Bíldudal. 

Fyrst komu fram og sungu nokkur lög, Pólsku systurnar Elzbieta (eiginkona Magnúsar) og Mariola.  Þær ýmist sungu saman eða Mariola söng og Elzbieta spilaði undir.  Eitt af þeim lögum sem þær tóku um kvöldið var úr söngleiknum Carmen og hafði mamma það á orði að þetta hefði verið jafn fallegt ef ekki betra en þegar Maria Callas söng þetta.

Kvartett Camerata söng síðan nokkur lög án undirspils.  Í kvartettinum eru þau Magnús Hansson(Patreksfjörður), Trausti Þór Sverrisson (Tálknaförður) , Elzbieta og Mariola (Patreksfjörður). Allt sem þau fluttu var virkilega fallegt og framkoma þeirra allra professional.

  Þá sungu þær Mariola ,Ólöf Þórðardóttir, Friðbjörg Matthíasdóttir og Steinunn Sturludóttir nokkur lög, ég held að þetta hafi allt verið lög úr söngleikjum.  Ég hefði viljað heyra meira frá þeim.  Það var gaman að sjá hvernig Ólöf og Mariola sungu til hvorrar annarrar.   

Þá koma Guðný Gígja Skjaldardóttir og söng nokkur lög.  Síðasta lagið samdi hún sjálf við texta frá Davíð Stefánssyni og söng mamma hennar millirödd með henni.  Ég held að þetta hafi verið það sem kom mér mest á óvart.  Ég hafði heyrt að hún var að syngja en ekki heyrt í henni sjálf og ekkert heyrt um hana.  Hún var í einu orði FRÁBÆR sem og mamma hennar og vona ég að það eigi eftir að heyrast mikið meira í henni í framtíðinni. 

MEG@trio skipa Mariola, Elzbiet og Gestur Rafnsson, þau tóku nokkur virkilega falleg lög, meðal annars Dimmbláa nótt, sem mér fannst æðislega fallegt eins og allt sem þarna var spilað og leikið. 

Þá kom Jón Kr. Ólafsson frá Bíldudal og tók nokkur lög við undirspil Rafns Hafliðasonar, Gests Rafnssonar og Mattíasar Ágústssonar.  Þeir voru flottir strákarnir.  Ég þarf ekki að segja það hér hvað Jón stóð sig vel.  Hann var í raun eins og uppistandari og naut athyglinnar í botn. 

Síðast á dagskránni var síðan var lag tileinkað afmælisbarninu Steinunni Guðbrandsdóttur, það voru þau  Magnús og Mariola sem sungu lagið “á vegamótum” við undirleik Elzbietar 

Kynnir á tónleikunum var Halldóra Björnsdóttir.  Halldóra stóð sig vel eins og allir aðrir og sló á létta strengi milli atriða. 

Allur ágóði af tónleikunum rennur til Líknarsjóðs Patreksfjarðarkirkju.        Líknarsjóður Patreksfjarðarkirkju var stofnaður fyrir jólin 2009Sjóðurinn var stofnaður af sóknarnefnd Patreksfjarðarkirkju.Það er sóknarprestur og gjaldkeri sjóðsins sem sem halda utan um sjóðinn.  Gjaldkeri er Steinunn Sturludóttir í Sparisjóðnum á Patreksfirði halda utan um sjóðinn                       Úthlutað er úr sjóðnum eftir beiðnum sem berast.  

Að lokum læt ég fylgja hér með til gamans upplýsingar um feril þeirra systra Mariolu og Elzbietu   

 Söngstjórinn Maria Jolanta Kowalczyk (Mariola) lauk söngnámi frá tónlistarháskólanum í Kraká árið 1980.  Síðan þá hefur hún verið virt söngkona í heimalandi sínu og komið fram á tónleikum víða um heim, m.a. í Bandaríkjunum, Kanada, Belgíu, Grikklandi, Tyrklandi, Þýskalandi, Austurríki, Frakklandi, Ítalíu og Finnlandi auk Íslands, og hvarvetna hlotið mikið lof fyrir söng sinn.  Þá hefur Mariola tekið þátt í fjölmörgum tónlistarhátíðum í heimalandi sínu m.a. ,,Tónlist í gömlu Kraká”, ,,Haust í Varsjá”, Vratislaw Cantans” og Tónlistarhátíðinni í Baranów.Mariola starfaði um árabil við óperuhúsin í Kraká og Bytom og söng með ,,Capella Cracoviensis” og ,,Capella Bydgosciensis”.  Hún hefur sungið með sinfóníuhljómsveitum í flutningi á óratoríum, fyrir pólska útvarpið og hafa margar erlendar útvarps- og sjónvarpsstöðvar gert upptökur með söng hennar.  Mariola flutti til Íslands árið 1994 þar sem hún gegndi skólastjórastöðu við Tónskólans á Hólmavík og stjórnaði Kirkjukór Hólmavíkur.  Hún flutti til Ísafjarðar í september 2000 og fór að kenna við Tónlistarskóla Ísafjarðar og Tónlistarskólan í Bolungarvík.  Mariola stjórnaði stúlknakór Tónlistarskóla Ísafjarðar frá árinu 2000 þar til hún hætti störfum við skólann 2002. Hún var kennari og síðar skólastjóri við Tónlistarskólann í Bolungarvík og var kórstjóri Kirkjukóranna á Flateyri og Holti og Karlakórsins Ernis af norðursvæði Vestfjarðakjálkans. Um áramótin 2007-8 fluttist Mariola til Patreksfjarðar og er tónlistarkennari í Vesturbyggð ásamt því að vera söngstjóri kirkjukórs Patreksfjarðar og Karlakórsins Vestra.  Píanóleikarinn Elzbieta Anna Kowalczyk fluttist til Íslands árið 1994.  Elzbieta hóf nám í sellóleik en snéri sér fljótlega að píanóleik og lauk prófi frá Tónlistarskólanum í Kraká 1986.  Sex árum síðar lauk hún söngprófi frá Tónlistarskólanum í Nowy Targ.Elzbieta hefur verið undirleikari systra sinna, Mariolu og Evu (sem er þekkt söngkona í Póllandi) innan og utan Póllands og hefur einnig starfað með Sinfóníuhljómsveit og kór pólska ríkisútvarpsins.  Elzbieta starfaði við tónlistarkennslu á Hólmavík frá 1994 þar til hún fluttist til Ísafjarðar haustið 2000.  Hún hóf störf við Tónlistarskóla Ísafjarðar og Tónlistarskólann í Bolungarvík þá um haustið.  Elzbieta var kennari við Tónlistarskólann í Bolungarvík og sem organisti hjá kirkjukórunum á Flateyri og Holti í Önundarfirði og var píanóleikari hjá Karlakórnum Erni á norðursvæði Vestfjarðakjálkans. Um áramótin 2007-8 fluttist Elzbieta til Patreksfjarðar og er skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar ásamt því að vera organisti hjá kirkjukór Patreksfjarðar og píanóleikari Karlakórsins Vestra.  


Næsta síða »

34 dagar til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband