Okkar maður bara hress í dag

  Já hann Keran litli er búinn að vera hress í dag.  Hann er alfarið að fá sína næringu í gegnum sondu sem kemur í gefnum nefið.  Keran er tengdur við tæki sem mælir súrefnis mettunina.  Það er mjög gott að geta fylgst með mælunum þar sem lesa má um mettunina og púlsinn.  Þegar ég var hjá honum í fyrradag þá féll mettunin niður í 70, mikið rosaleg var ég hrædd um barnið.  En skömmu fyrir þetta þá hafði mettan fallið tvisvar sinnum niður í 50.  Ég er hrædd um að þar hafi ekki munað miklu.  Þetta er eingöngu að koma fyrir þegar hann grætur en þá er hann ekki að ná andanum.   En sem betur fer þá er hann svo rosalega rólegur að þetta er ekki að koma oft fyrir.  Ég er búin að vera mikið hjá honum frá því að hann var 3 daga gamall og ég hef bara einu sinni séð hann gráta..  Ég held að hann sé með rólegri börnum sem ég hef nokkurn tímann kynnst.  Síðustu tveir dagar hefur allt verið í fínu hjá honum, hann ekkert grátið og allt í góðu.Í dag kom félagsráðgjafi í heimsókn til þeirra Óla og Sigrúnar.  Var hún aðallega að skýra út fyrir þeim í sambandi við meðlagsgreiðslur, ummönnunarbætur og þess háttar.Nú þá kom einnig sjúkrahúspresturinn í heimsókn, þetta er afar góður maður og þægilegur að tala við.  Umræðurnar við prestinn enduðu í spjalli um skotveiði.

Ein langömmu systir hans kom í heimsókn ásamt dóttur sinni ásamt Óðni en hann er frá Patró.

Síðustu dag hafur hún Þórhildur Nótt verið á sjúkrahúsinu, hún var í næsta herbergi við Keran.  Þórhildur fór heim í dag.Ég fór í Föndru í dag til að kaupa efni til að sauma grjóna poka og dýnu sem ég ætla að sauma fyrir Keran litla.  Ég er nú búin að vera í miklu sambandi við þær Föndru konur og þegar ég sagði þeim hvað ég væri að fara að gera þá var okkur (Keran) gefið það efni sem við ætluðum að versla hjá þeim.  Ég fór síðan heim til Hjördísar og þar sneið ég grjónapokana og Hjördís saumaði.  Á morgun ætlum við síðan að fara með það sem við bjuggum til í einhverja verksmiðju (man ekki hvað heitir) og þeir ætla að blása frauðinu í pokana okkar.  Ef þetta tekst þá kem ég til að sýna ykkur þetta á morgun en ef þetta tekst ekki þá bara tölum við ekki meira um þetta.

Nú ætla ég að fara að svara bókunum og síðan að lesa góða bók þar til ég sofna.

IMG_0010
Ég er ekkert laslegur að sjá
IMG_0011
Hvað er þetta með kvenfólk og mig.....við eigum VEL saman.
IMG_0014
Þessi er nú sæt.  Það er eins gott að pabbi sjái hana ekki.
IMG_0015
Þær eru allar eins.....brjálaðar í mig...pabbi HHHjjjáálllpp

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Birna, 

Vildi bara láta vita að við fylgjumst með, hugsum til ykkar og sendum fullt af bata-orku. Keran á amk góða að og því er ég viss um að gæfa muni fylgja honum um langan ókominn aldur.

Kveðja frá Ströndunum!

Knús  Viktoría

Viktoría Rán (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 09:56

2 Smámynd: JEG

Gott að heyra góðar fréttir.  En já auðvitað er þetta erfitt að vita ekkert hvað er að og hvað skal gera.  Gott að hann er undir eftirliti.  Oft er það nú með svona börn að þau virðast oft höndla svona aðstæður betur en við.  Gott að hann er rólegur því það er jú ekki alveg hægt að pannta slíkt í börn.  Gott að kerfið virðist vera að standa sig gagnvart þeim þ.e. að fagfólkið komi og tali við þau.  Það er svo oft að fólk á að finna allt á sér varðandi rétt sinn og annað.

Knús og kveðja úr Hrútafirði. 

JEG, 27.3.2009 kl. 10:08

3 Smámynd: Dísa Dóra

Yndislegar myndir af litla manninum

Það er gott að hann er svona rólegur fyrst að hann dettur svona niður í grátkviðunum.  Vonandi fara niðurstöðurnar í blóðrannsóknunum að koma og vonandi boða þær gott - krossum putta og tær fyrir því

Dísa Dóra, 27.3.2009 kl. 10:12

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

FLottur er hann sá litli.  Sendi ykkur góðar hugsanir.  Var þetta rétt hjá mér með myndavesenið Birna mín?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2009 kl. 11:12

5 identicon

Mikið er gott að litla kút líður betur. Og mikið óskaplega er prinsinn fallegur, efsta myndin bræðir mann alveg.

Sissa (ókunnug) (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 11:24

6 identicon

Yndilega fallegur litli prinsinn, við sendum allar okkar bestu batakveðjur til hans.

Jóhanna og fjölskylda (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

336 dagar til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband