26.3.2009 | 01:44
Kveðjur og fyrirbænir
Ég má til með að þakka ykkur enn og aftur fyrir þann stuðning sem þið eruð að sýna þeim Óla Ásgeiri og Sigrúnu.
Eins og þið vitið eflaust þá byrjaði ég á að blogga um hann Keran litla Stueland hér á mínu bloggi en það var dagana fyrir skírn. Síðan þegar búið var að skíra drenginn þá opnaði ég blogg fyrir hann, bara hann. Í fyrstu þá bloggaði ég einnig á þá síðu en í grær þá tóku þau Óli og Sigrún við blogginu og nú sjá þau um það sjálf.
Það getur verið langur dagur fyrir unga foreldra að sitja yfir veiku barni sínu alla daga. Sigrún og Óli eru alla daga hjá Keran litla en þau fara heim á nóttunni til að slaka aðeins á og mæta síðan hress á morgnana. Ég tel það mjög gott að þau fari heim til að hvílast þó svo að mér hafi þótt það hálf kuldalegt í fyrstu að fara frá barninu. Stofan sem þau eru á er bara ágæt. Þar er þæginda stóll og bekkur þannig að hægt er að halla sér en ekki meira en það. Sófinn er ekki það þægilegur að hægt sé að sofa á honum heila nótt og vera síðan hress daginn eftir. Þannig að hvíld heima í góðu rúmi er bara allt í lagi.
Það er hálf tómlegt að koma heim án drengsins, þó svo að þau hafi ekki verið búin að hafa drenginn heima í marga daga. Rúmið hans er autt, pelar og snuð liggja á kommóðunni dag eftir dag óhreyft.
Þá setjast þau gjarnan niður við tölvuna og skoða það sem ég hef bloggað og það sem þið hafið skrifað í gestabókina og kommentin sem þið skrifið undir bloggið. Það eru að koma komment frá fólki sem þau þekkja ekki og ekki við heldur. Fólk allstaðar af landinu er að biðja fyrir þeim og óska þeim góðs gengis.
Það var gaman að hlusta á Óla í dag, hann hafði farið á netið í símanum sínum og var að lesa upp fyrir Keran litla hvað fólk væri að skrifa og hverjir væru að skrifa.
Heyrirðu þetta Keran allt þetta fólk sem er að biðja fyrir okkur síðan hélt hann áfram að tala við hann. Þú verður að fara að hressa þig svo bænir þessa fólks rætast. Síðan spjallaði hann við strákinn. Hann sagði honum frá hinum og þessum sem væru að kvitta eða skrifa í gestabókina. Það eru bara allir á landinu okkar að hugsa til okkar allir eru að biðja fyrir okkur nú verðum við að standa okkur
Ég er að segja ykkur þetta vegna þess að allt sem þið eruð að gera með því að koma inn á síðuna þeirra hjálpar þeim rosalega. Margir hringja og sumir daglega og það er bara allt í lagi. En þó held ég að bloggið hjálpi heilmikið, bæði er það að færri hringja en skrifa frekar í gestabókina eða undir bloggið og hitt er að það léttir töluver á hjartanu að skrifa.
Elsku vinir, endilega haldið áfram að kíkja til okkar á bloggin okkar því það styrkir okkur öll. Við getum því miður ekki boðið ykkur upp á kaffi þegar þið eruð í heimsókn en það gerum við seinna þegar Keran er orðinn sprækur.
336 dagar til jóla
Um bloggið
Birna Mjöll Atladóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Bloggvinir
- dufa65
- annarun
- thordistinna
- mydogs
- antonia
- ragnarfreyr
- gurrihar
- estro
- zoti
- jensgud
- helgigunnars
- klaralitla
- bonham
- sifjar
- kiddirokk
- jonbondi
- katlaa
- skrifa
- thelmaasdisar
- palmig
- sigmarg
- 730
- maple123
- ekg
- zunzilla
- steina
- kallimatt
- vefritid
- sveita
- blossom
- kruttina
- berg65
- gattin
- brandarar
- july81
- dlove
- disadora
- estersv
- fitubolla
- lillo
- curvychic
- gelin
- sarahice
- gudnyel
- milla
- doritaxi
- handtoskuserian
- himmalingur
- 810
- jeg
- johannagisla
- leifur
- mammzla
- jonoli1
- pallieliss
- rafng
- hross
- sisvet
- blavatn
- joklamus
- midtunsheimilid
- svala-svala
- saethorhelgi
- vertu
Athugasemdir
Sæl þið öll!
Þið eruð stöðugt í huga mér og öllum mínum bænum.
Ég vona að Keran litli fari nú að hressast og fái að fara heim.
Ég sendi ykkur allan minn styrk og alla mína engla til að vaka yfir ykkur:
Baráttukveðjur Mjöll.
Mjöll (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 08:48
Elsku Birna mín takk fyrir þetta. Ég get vel skilið hvernig ykkur líður og get einungis sent ykkur hlýjar hugsanir og kærleika. Megi allir góðir vættir vaka yfir ykkur og vernda.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2009 kl. 10:02
Knús til ykkar og Guð blessi ykkur.
JEG, 26.3.2009 kl. 10:15
Elsku Birna min ég sendi þer og fallegu fjölskylduni þinn bestu óskir um að bænir okkar allra rætist ykkur til handa
Ragna (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 11:21
Elsku Birna. Takk fyrir að segja okkur frá stöðunni. Maður er vanmáttugur gagnvart svona aðstæðum og vonar svo heitt og innilega að Keran litli nái fullri heilsu. Megi allir heimsins englar vaka yfir litla prinsinu og ykkur öllum. Kær kveðja. Silla
Sigurlaug B. Gröndal, 26.3.2009 kl. 11:23
Æ elsku litli kúturinn
Hér er kveikt á kerti fyrir þennan unga herramann á hverjum degi og ég sendi honum mínar bænir. Megi allar góðar vættir styrkja hann og styðja ásamt fjöskyldum hans.
Dísa Dóra, 26.3.2009 kl. 11:49
Elsku Birna mín myndirnar eru yndislegar og segi eins og einhver sagði hér um daginn: ,, Það er kraftur í þessum strák."
Takk fyrir okkur elskuleg
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.3.2009 kl. 14:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.