17.3.2009 | 01:44
Nú þurfum við á ykkar bænum að halda
Kæru vinir og vinkonur í gær eignaðist ég mitt annað barnabarn þegar sonur minn Óli Ásgeir og unnusta hans Sigrún Óskarsdóttir eignuðust sitt fyrsta barn. Mikil hamingja var hjá okkur öllum þegar þessi fallegi prins kom í heiminn. En hamingjan breyttist smátt og smátt í sorg þegar kom í ljós að ekki var allt eins og það átti að vera. Þar sem fljótlega kom í ljós að litli snáðinn sýnir engin viðbrögð við snertingu, eða neinu.
Meðgangan var fullkomin í alla staði og fór Sigrún í reglulegt eftirlit þar sem henni var alltaf sagt að allt væri fullkomlega eðlilegt. Hreyfingar voru miklar alla meðgönguna og þar til sá stutti kom í heiminn. En síðan strax eftir fæðingu þá eru engar hreyfingar, engin viðbrögð og hann nærist illa.
Hvað getur hafa gerst vitum við ekki og erum öll eitt spurningarmerki og enginn getur svarað neinu. Hann er í rannsóknum og sýni verða send út til rannsóknar en það sem úr þeim kemur fáum við ekki að vita fyrr en eftir tvær vikur.
Undanfarna mánuði hef ég sent ykkur bréf með teiknigum. Ég er búin að senda hundruð pósta og hef haft gaman af að vera í sambandi við ykkur en nú bið ég ykkur um stuðning ykkar í bæn til þessa litla drengs og foreldra hans. Þetta er það eina sem hægt er að gera í bili.
Guð blessi ykkur
336 dagar til jóla
Um bloggið
Birna Mjöll Atladóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Bloggvinir
- dufa65
- annarun
- thordistinna
- mydogs
- antonia
- ragnarfreyr
- gurrihar
- estro
- zoti
- jensgud
- helgigunnars
- klaralitla
- bonham
- sifjar
- kiddirokk
- jonbondi
- katlaa
- skrifa
- thelmaasdisar
- palmig
- sigmarg
- 730
- maple123
- ekg
- zunzilla
- steina
- kallimatt
- vefritid
- sveita
- blossom
- kruttina
- berg65
- gattin
- brandarar
- july81
- dlove
- disadora
- estersv
- fitubolla
- lillo
- curvychic
- gelin
- sarahice
- gudnyel
- milla
- doritaxi
- handtoskuserian
- himmalingur
- 810
- jeg
- johannagisla
- leifur
- mammzla
- jonoli1
- pallieliss
- rafng
- hross
- sisvet
- blavatn
- joklamus
- midtunsheimilid
- svala-svala
- saethorhelgi
- vertu
Athugasemdir
Hræðilegt að heyra. Innilegar kveðjur og óskir um bata fyrir blessað barnið. Er fyrst núna að rekast á síðuna þína. Kveðja líka frá Jónu.
Davíð Löve., 17.3.2009 kl. 02:14
ógvuð mamma, ég fékk bara tár í augun við að lesa þetta!
Eins og þú sagðir, þá er eina sem við getum gert er að biðja til guðs um kraftaverk, og vera sterk og standa saman!
Birna Mjöll Atladóttir, 17.3.2009 kl. 02:16
Maggý mín þú ert inn í blogginu mínu þegar þú skrifar þetta. En takk ástin mín við erum sterk og stöndum saman það er sko alveg víst.
Davíð Löve takk fyrir þetta en ég er ekki að átta mig á því hver þú ert (fyrirgefðu)
Birna Mjöll Atladóttir, 17.3.2009 kl. 02:33
Guð minn kæri góði, viltu sýna,
Kraft þinn og þor í nótt.
Trúnni mun ég aldrei, aldrei týna,
meðan englar þínir vaka, er mér rótt.
Hugur minn er hjá ykkur Birna mín.
Guðný (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 08:37
Það er svo margt sem maður fær aldrei við ráðið og getur ekki á nokkurn hátt skilið. En mikið vona ég að það finnist einhver haldbær skíring í þessum rannsóknum. Það er ekki sjálfgefið að eiga heilbrigð börn en það er sannarlega Guðs náð að vera svo heppinn. Megi góður Guð vaka yfir þessum litla prins. Kveðja úr Hrútafirði.
JEG, 17.3.2009 kl. 09:16
Lækningarbæn
Elsku Guð-Móðir-Faðir
Ég bið um að vera hreinsuð/hreinsaður með
hinu kristalhvíta ljósi Guðs,
hinu Græna Ljósi Lækningarmáttarins
og hinu Rauðfjólubláa ljósi umbreytinganna.
Ég bið um að allt neikvætt verði tekið frá
mér og skilað aftur til uppruna síns.
Ég bið um að (sá/sú, sem beðið er fyrir)
verði uppfylltur og umlukin ljósi.
Ég bið um að ég verði uppfyllt(ur) og
umlukin(n) hinu verndandi hvíta ljóri Guðs.
Ég bið um að vera notuð/notaður sem
Farvegur lækningarmáttar fyrir (þann, sem beðið
er fyrir) í hans æðstu þágu, innan
hans vilja og innan hins Guðdómlega vilja.
Ég er reiðubúin(n) að taka á móti krafti
lækningainnar frá meisturum mínum og
vermdar englum, sem vinna í krafti ljóssins
og í ljósi Guðs.
Ég þakka fyrir alla mína hamingju og allt
Mitt lán, einkum tækifærið til að hjálpa
Og þjóna öðrum.
SÆL ég heiti sigga og er á Dalvík ég er að starfa í Bænahóp og ef ég fengi heimilsfang get ég farið með það
Endilega sendu mér póst með þessum upplysingum og við gerum það sem við getum
bestu kveðjur til ykkar sigga
www.stjarnan.net
Sigga Dalvík (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 09:16
Elsku fjöldskylda, orð eru svo lítil á svona stundu,þið verðið í bænum mínum og hugsunum. Munið að bænin er það heitasta sem við eigum, farið með bænir. Bestu kveðjur til ykkar allra Palla Stína
Palla Stína (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 11:19
Bænir mínar fáið þið elskurnar mínar, mikið er erfitt að lesa þetta.
Ætla að leyfa mér að tengja á færsluna mín megin, þó að ég sé nú búin að læra þá eru góðar konur hjá mér enn.
Ragnheiður , 17.3.2009 kl. 12:14
Sæl Birna Mjöll!
Ég hef nokkrum sinnum kíkt hérna inn hjá þér, að skoða það sem þú hefur verið að sauma, frábærar flíkur hjá þér.
Ég smellti á linkinn á blogginu hennar Röggu og það nísti hjarta mitt að lesa um litla nýfædda fjölskyldumeðliminn ykkar. Ég mun biðja Guð og allar góðar vættir að vaka yfir litla anganum og ykkur og vonandi verður hægt að gera eitthvað.
Kær kveðja úr Vestmannaeyjum
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 12:36
Ég smellti á linkinn hjá Röggu og þetta er sársaukafull lesning. Megi góður Guð vaka yfir litla drengnum.
Auður Proppé, 17.3.2009 kl. 12:42
Kæra Birna Mjöll, Óli og Sigrún þið fáið mínar bænir og ljós fyrst og fremst fyrir litlu veruna sem þið eigið og ykkur sjálf Guð blessi ykkur og gefi styrk í erfið veikindi.
Kærleikskveðjur
Milla sem kem inn frá síðunni hennar Röggu.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.3.2009 kl. 12:44
Elsku nafna, þetta eru hrikalegar fréttir, ég sendi góða strauma til ykkar allra og vona að þið fáið einhver svör sem fyrst. Ég mun biðja fyrir litla drengnum og vona að allt fari á besta veg.
Kærar kveðjur og risaknús til þín
Birna
Birna Hannesar (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 12:49
Hrönn Sigurðardóttir, 17.3.2009 kl. 12:59
Auðvitað bið ég fyrir drengnum og ykkur.Guð blessi ykkur og styrki.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 13:16
Elsku fjölskylda, mikið er á ykkur lagt og fátt get ég sagt til huggunar, en í bænum minum munuð þið verða.
Guð gefi ykkur styrk og von
Bestu kveðjur Erna.
Kem hér inn frá síðunni hennar Röggu.
Erna, 17.3.2009 kl. 13:39
Sendi hlýjan hug til ykkar og ljós að litla drengnum, ég á sjálf von á mínu öðru barnabarni í maí og finn til í mínu ömmuhjarta.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.3.2009 kl. 13:47
Nægir að nefna neftóbaksdós? Vinir Kjúkka og Dísu.
Davíð Löve., 17.3.2009 kl. 14:12
Elskulega fjölskylda mikið finn ég til með ykkur, skil svo vel að þetta sé mikið áfall, enda margra barna amma og eitt á leiðinni. Sendi ykkur ljós og kærleiksorku með ósk um að allt megi fara á besta veg hjá litla prinsinum.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 14:22
Megi allar góðar vættir vaka með ykkur og vernda Birna mín. Ég skal hafa ykkur öll í mínum bænum og senda ljós og kærleika.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.3.2009 kl. 14:50
Þetta eru hrikalegar fréttir, þið verðið öll í bænum mínum og ég mun kveikja á kerti fyrir litla drenginn.
Kær kveðja, Erna
Erna (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 18:07
Sendi ykkur allan minn stirk og kraft sem ég get af mér látið. Kærleiks ljós sendi ég til ykkar. Kveiki á kerti.
Kærleiks knús
Aprílrós, 17.3.2009 kl. 19:34
Elsku Birna og fjölskylda,
Hugur minn er hjá ykkur og ég fór strax með litla bæn eftir að hafa lesið þessa færslu.
Guð gefi ykkur styrk og vaki yfir litla drengnum.
Stórt knús frá mér
Jóhanna
Jóhanna Gísladóttir, 17.3.2009 kl. 20:19
Elsku Birna mín og fjölskylda. Sendi ykkur bænir mínar og sérstaklega litla manninum. Vonum það besta
Dísa Dóra, 17.3.2009 kl. 20:31
Vonandi finna læknar eitthvað út úr þessu!
Óska ykkur alls hins besta.
DoctorE (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 21:18
Elsku fjölskylda.
Sendi ykkur öllum innilegar kveðjur og góðar óskir. Mér er bara orðavant í bili, en megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur.
Marta smarta, 17.3.2009 kl. 21:36
Elsku vinir við þökkum ykkur mikið vel fyrir stuðninginn hann er mikill styrkur fyrir þessa litlu fjölskyldu.
Dabbi minn ég veit allt um neftóbak.
Birna Mjöll Atladóttir, 17.3.2009 kl. 22:55
Elsku Birna og fjölsk. , hugur okkar er hjá ykkur og vonum við það besta. Við sendu til ykkar góða strauma og vonum og biðjum um að allt fari vel.
Með bestu kveðju Sigga Skagfj.
Sigríður Skagfjörð (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 23:54
Elsku Birna og fjölskylda,
mikið þótti mér leitt að heyra af veikindum litla drengsins, vona svo innilega að læknarnir finni út úr þessu. Sendi góða strauma til ykkar allra og bið góðan guð að vaka yfir litla drengnum. Ég hef heyrt að það sé mjög gott að hafa samband við nunnurnar í Hafnafirði með fyrirbænir. Ég skal svo biðja góða konu sem ég þekki að senda honum og biðja fyrir honum.
Bestu kveðjur til ykkar allra, Jóhanna
Jóhanna Höskuldsd (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 00:46
Sendi ykkur hlýjar kveðjur og Guðsblessun
Ía Jóhannsdóttir, 18.3.2009 kl. 09:07
Til hamingju með fæðingu litla drengsins, mikið er leiðinlegt að heyra af veikindum hans.
Hugsa til ykkar og vonast eftir því að litli drengurinn braggist.
Bestu kveðjur Eva L. Stef
Eva L St (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 13:00
Birna mín ég bið ykkur guðs blessunar.
Rannveig H, 18.3.2009 kl. 16:19
Kæra Birna. Ég fékk snið hjá þér að Lemuria kjólnum og saumaði hann en á enn eftir að taka myndir til að senda þér. Þú verður fyrst til að fá myndirnar þegar þær loksins koma.
Innilega til hamingju með nýju manneskjuna litlu, en leitt að heyra með viðbrögðin. Ég hef fulla trú á því að það finnist skýringar á þessu öllu saman og vonandi braggast hann fljótt, litli drengurinn. Hvernig sem fer er það mikil gæfa að fá að kynnast nýrri manneskju. Njótið þess að elska þetta litla barn, kæra fjölskylda, og látið það sem leynst gæti í framtíðinni ekki valda ykkur áhyggjum.
Kær kveðja,
Arndís (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 00:17
Góður Guð blessi barnið og fjölskylduna alla.
Þegar ég smitaðist 2ja ára af bráðaberklum, biðu 2 prestar fyrir mér og 4ra ára var ég laus við sjúkdóminn.
Kraftaverkið og bænheyrslan var í þeirri mynd að ég var í hópi fyrstu einstaklinga á Íslandi til að fá Streptomysín, lyfið sem síðar losaði heiminn nánast við "gömlu" berklana. Þá var það aðeins gefið þeim sem voru nánat taldir "af", því reynsla var ekki komin á lyfið og það hafði ekki verið skráð hér. Ófeigur Ófeigsson læknir fékk það gefins hjá ameríska hernum á Keflavíkurflugvelli 1949.
Ég mun minnast ykkar og drengsins litla í bænum mínum, það er það minnsta sem ég get gert. Kraftaverkin gerast enn, verið þið hugrökk.
Kær kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 19.3.2009 kl. 01:54
Kæra fjölskylda. Mikið er á ykkur lagt. Ég minnist ykkar í bænum mínum með ósk um að allt fari vel að lokum.
Kær kveðja
Bryndís ( Kiddu systir )
Bryndís Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 01:27
Njótið og elskið ekki gleyma því.
Sendi ykkur ljós og orku
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.3.2009 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.