Hettupeysa 3

Hér er komin önnur hettupeysa.  Þessi er eins og hinar úr jogging - efni.  Ég er bara að nota venjulegt hettupeysusnið sem ég bæti við  hettu sem ég hef teiknað en eins og þið sjáið þá hef ég bætt smá kraga á hettuna, mér finnst það koma svolítið örðuvísi út.  Ég nota kína-efni með en mér finnst svolítið flott að nota efni með jogginginu sem algjörlega ólíkt hinu í lit og öllu.  Ég er ekki með vasa á þessari peysu.

Jórunn Sif Helgadóttir er fyrirsæta og eigandi peysunnar.

 

IMG_1325

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl er kægt að kaupa þessi snið hjá þér mig langar svo í hettupeysuna og kjólin

þú er snillingur í þessu

  bestu kv sigga

Sigga Dalvík (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 23:22

2 identicon

Sæl Birna Mjöll.

Gaman að skoða allar myndirnar á blogginu þínu - þú veður alveg áfram í saumaskapnum - dugleg :). Mig langar hinsvegar að benda á að eins og þú skrifar í færslu í janúar þá segirðu verslunina 17 vera með einkaleyfi á emamikjólnum (einkadreifingaraðili að kjólnum á Íslandi) - að sjálfsögðu er líka til einkaleyfi á "eggkjólnum" - eða lemuriakjólnum eins og hann heitir á orginalmálinu ;) www.lemuriastyle.com. "Emamikjóllinn" hefur verið notaður af indverskum konum í fjölmörg ár og er hugmyndin að honum "fengin að láni" frá þeim fjölda kvenna sem klæðst hafa þessari dulu :) - emami er íslenskt vörumerki en eigendurnir eru langt frá því að hafa "fundið upp" þennan kjól held ég.....

Bestu kv. úr borginni

e (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 00:15

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Flott, hvar færðu svona kínaefni??

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 8.3.2009 kl. 15:34

4 identicon

Sæl nafna!

Vissi að þú ert hugmyndarík en þetta sem þú ert að gera er alveg frábærlega flott, nú mun ég kíkja á þig öðru hverju mér til ánæju og yndisauka.

Bestu kveðjur

Birna Kristín

Birna Kristín (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 13:03

5 Smámynd: Birna Mjöll Atladóttir

Sælar stelpur og takk fyrir.  Í sambandi við einkaleyfið þá veit ég að þeir eru ekki með einkaleyfi á sniðinu á EMAMI kjólnum.  En  aftur á móti þá nenni ég ekki að standa í leiðindum við neinn og því hætti ég að taka að mér að sauma þann kjól.  Enda var engin eftirspurn eftir þeim kjól það hafa allar verið að spyrja um EGG kjólinn eða þann sem ég kalla Fjölnotakjólinn.  Hugmyndin er eins og "e" segir "fengin að láni" en hönnuðurinn er Ítalskur og er hún búin að koma skilaboðum til mín um að hún eigi þessa honnun.  Ég hef heldur ekki reynt að eigna mér hana.

Ég er búin að breyta honum töluvert og síðna er ég komin með umskiptingana en þar er ég að noat Egg sniðið sem grunn.

Hulda Bergrós  ég er að kauma kínaefnin í Föndru.

kv

Birna Mjöll

Birna Mjöll Atladóttir, 10.3.2009 kl. 14:20

6 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

takk fyrir það

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 10.3.2009 kl. 22:17

7 identicon

Hæ hæ!

Æðislega flott fötin þín , hvetur mann til þess að fara taka upp saumavélina. Sé að margar eru eru að byðja þig um snið af irisi, ertu með það einhverstaðar á síðunni eða er hægt að fá það sent. Kínakjóllinn er líka æði , áttu snið (leiðbeiningar) af honum? Hvar fékkstu efnið í hann?..... Annars langar mig í öll þessi föt, algört æði það sem þú ert að gera. 

Mbk. Dagmar

Dagmar (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 10:42

8 Smámynd: Birna Mjöll Atladóttir

Sæl Dagmar. Jú það er rétt hjá þér að ég er að aðstoða konur með teikningar af því sem ég er að sauma. Endilega sendu mér tölvupóst á breidavik@patro.is og ég sendi þér til baka þær uppllýsingar sem þú þarft til að geta farið að sauma.

Birna Mjöll Atladóttir, 14.3.2009 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

249 dagar til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband