28.2.2009 | 23:32
Umskiptingar
Já er ekki upplagt að kalla þessa kjóla umskiptinga? Ég er nefnilega að nota Fjölnotakjólinn sem grunnsnið. Þessi grái er með mynstruðu Jersey í brjóststykkinu og einlitt pils. Þarna er ég með fellingar á pilsinu. Síðan sjáið þið hvernig ég klippi í sundur ermarnar og nota báða litina. Ég er með stroffið úr sama efni og toppurinn.
Svarti kjóllinn er síðan með rykktu pilsi. Ég klippi síðan klauf upp í pilsið og set grátt Jersey með smá glimmer. Þarna sleppi ég alveg stroffinu.
Í bæði pilsin nota ég breidd efnisins eða um 150 cm.
325 dagar til jóla
Um bloggið
Birna Mjöll Atladóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 217250
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Bloggvinir
- dufa65
- annarun
- thordistinna
- mydogs
- antonia
- ragnarfreyr
- gurrihar
- estro
- zoti
- jensgud
- helgigunnars
- klaralitla
- bonham
- sifjar
- kiddirokk
- jonbondi
- katlaa
- skrifa
- thelmaasdisar
- palmig
- sigmarg
- 730
- maple123
- ekg
- zunzilla
- steina
- kallimatt
- vefritid
- sveita
- blossom
- kruttina
- berg65
- gattin
- brandarar
- july81
- dlove
- disadora
- estersv
- fitubolla
- lillo
- curvychic
- gelin
- sarahice
- gudnyel
- milla
- doritaxi
- handtoskuserian
- himmalingur
- 810
- jeg
- johannagisla
- leifur
- mammzla
- jonoli1
- pallieliss
- rafng
- hross
- sisvet
- blavatn
- joklamus
- midtunsheimilid
- svala-svala
- saethorhelgi
- vertu
Athugasemdir
flottir umskiptingarnir þínir, eða prúðbúið egg
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 28.2.2009 kl. 23:39
Sæl Hulda
Prúðbúið egg, ekki svo slæmt. En málið er að ég er að reyna að nota ekki orðið EGG. Það er Ítalskur hönnuður sem á upprunalega eggið og er hann ekki sáttur við mig. Þess vegna fór ég að nota Fjölnota kjólar og síðan umskiptingar.
Takk takk og kveðjur
Birna Mjöll Atladóttir, 28.2.2009 kl. 23:55
Vá hvað þetta kemur vel út
Dísa Dóra, 1.3.2009 kl. 13:49
Geggjað flott. Þá sérstaklega þessi grái. Nú er ég alveg komin á það að ég þarf að eignast svona "Brellukjól" Málið er að ég á mjög erfitt að finna kjól eða flík almennt sem passar mér vel og því er eitthvað sem er heimasaumað og spes sennilega það sem passar mér. Verst hvað það er langt á milli okkar annars væri ég komin í kaffi til þín til að skoða þetta
Kveðja úr Hrútafirðinum.
JEG, 1.3.2009 kl. 21:17
Þetta er alveg geðveikislega flott hjá þér ..........................
Gunna (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 22:07
Hrikalega er þessi grái kjóll flottur hjá þér! Ég er alveg algjör við saumavélina, hef gert tilraunir og svona og reynt þetta en það hefur bara komið undantekningalaust illa út. Ekki ert þú að sauma svona og selja gegn gjaldi? :S Endilega sendu mér tölvupóst :) Er sko ástfangin af þessum gráa peysukjól :)
Álfheiður (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 20:08
Sælar stelpur og takk fyrir þetta.
Álfheiður ég er að taka fyrir þennan gráa 9.500. Ég á ekki til þetta gráa mynstraða efni lengur en ég á efni sem er svart í grunninn og með gráum blómum. Það fer mjög vel með einlitu svörtu. Ef þú hefur áhuga þá endilega sendu mér póst á www.briedavik@patro.is
Birna Mjöll Atladóttir, 5.3.2009 kl. 01:00
Þú ert ótrúleg Birna mín,enda áttu ekki langt að sækja það kjelli mín. Ég get svarið það að mig langar í gráa kjólinn, svarta kjólinn með ljósu rákunum í pilsinu, þeir væru æðislegir við leggings eins í kjólana hina líka... fjandinn hafi það bara. Þetta er geggjað hjá þér Birna og bara stórkostlegt hvað þetta kemur vel út hjá þér. Ég verð bara að vona að apríl/maí komi sem fyrst hjá mér, þá get ég farið í bæinn og keypt mér efni og farið að sauma mér thjól. En eins og ég sagði við þig í kvöld, þá þarf ég að klára 3 heimildaritgerðir, eitt stórt rannsóknarverkefni í öldrun og fjögur önnur verkefni, ef ekki fleiri því það er ekki komið að prófum hjá mér og ég hef 6 vikur til að vinna þetta. En koma tímar, koma ráð. Heyri í þér, ef ég barasta kem ekki vestur. Skilaðu kveðju...
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 5.3.2009 kl. 01:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.