24.2.2009 | 02:08
Takk fyrir þið eruð æðislegar sjálfar
Mig langar að þakka ykkur fyrir hlý bréf í tölvupóstinum hjá mér og hlý orð hér á blogginu. Sum bréfin ykkar eru full af hrósi og þökkum. Þó svo að það hafi farið mikill tími í að svara póstum (svaraði 150 póstum einn daginn) þá er þetta að gefa mér svo mikið að geta aðstoðað ykkur.
Sumar eru að sauma í fyrsta sinn og það er æðislegt að fá að fylgjast með ykkur sem eruð að byrja. Ég er búin að heyra af mörgum vinnufélögum sem hafa tekið sig saman og hist til að sauma, þetta er auðvitað bara frábært.
Ein hafði samband við mig og sagði að hún væri búin að fara í fataskápinn og taka út það sem hún væri hætt að nota. Hún henti því sko ekki heldur klippti hún það allt niður og saumaði úr því aðrar flíkur. Þetta er auðvitað bara frábært og skora ég á ykkur að prufa þetta. Það er mjög gaman að setja saman ólík efni eins og ég geri í hettupeysunni. þegar við erum að nota gömul föt til að sauma úr þá er skaðinn lítill ef illa tekst og því er um að gera að æfa sig á því.
Endilega haldið áfram að sauma og þið megið vera duglegri að senda inn myndir. Það væri gaman að vita hvað er búið að sauma marga Fjölnotakjóla og Íris undanfarnar vikur. Ég bara veit að fjölnotakjólarnir skipta hundruðum.
336 dagar til jóla
Um bloggið
Birna Mjöll Atladóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Bloggvinir
- dufa65
- annarun
- thordistinna
- mydogs
- antonia
- ragnarfreyr
- gurrihar
- estro
- zoti
- jensgud
- helgigunnars
- klaralitla
- bonham
- sifjar
- kiddirokk
- jonbondi
- katlaa
- skrifa
- thelmaasdisar
- palmig
- sigmarg
- 730
- maple123
- ekg
- zunzilla
- steina
- kallimatt
- vefritid
- sveita
- blossom
- kruttina
- berg65
- gattin
- brandarar
- july81
- dlove
- disadora
- estersv
- fitubolla
- lillo
- curvychic
- gelin
- sarahice
- gudnyel
- milla
- doritaxi
- handtoskuserian
- himmalingur
- 810
- jeg
- johannagisla
- leifur
- mammzla
- jonoli1
- pallieliss
- rafng
- hross
- sisvet
- blavatn
- joklamus
- midtunsheimilid
- svala-svala
- saethorhelgi
- vertu
Athugasemdir
Takk fyrir...og sömuleiðis.
Sigríður Sigurðardóttir, 24.2.2009 kl. 08:09
Takk kærlega, þú getur merkt við einn fjölnotakjól hér og annar í bígerð
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 24.2.2009 kl. 16:53
já.. ég er búin að gera 2 fjölnotakjóla og á eftir að gera einn til viðbót
Gulla (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 19:27
Takk fyrir þetta stelpur. Ég er að setja inn á facebook myndir af þeim sem eru búnar að sauma sjálfar. Gaman að fá svo sem eina mynd hjá hverri ykkar ef þið væru' til en annars er þetta allt í lagi.
Birna Mjöll Atladóttir, 25.2.2009 kl. 10:41
Vá þið eruð ekkert smá duglegar alla saman , flott hjá ykkur góða helgi knús og kelm
Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 27.2.2009 kl. 13:26
Blessuð og sæl og takk fyrir bloggvináttuna. Mikið hefði ég nú gaman að því að kynnast svona fjölnotakjól því ég er ein af þeim sem er bara í vandræðum með að fá á mig föt sem henta. Og þarf virkilega á því að halda að verða mér úti um slíka flík ef ég ætla að geta hitt fólk á samkomu hahahaha..... En ég hef bara hugsað það að ég gæti gert þetta sjálf því fyrirmyndina vantar. Langar klárlega að kynna mér þetta. Kveðja úr Hrútósveitó.
JEG, 27.2.2009 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.