Afrakstur dagsins

 

Þegar ég vaknaði í morgun þá var ég ákveðin í því að sauma ekkert í dag.  En Ingþór var að koma að sunnan og kom hann með efni með fyrir mig.   Ég stóðst því ekki freistinguna og fór að sauma.  Ég byrjaði  á að sauma hettupeysu og leggings fyrir vinkonu mína hana Sigþrúði.  Sigþrúður Sveinsdóttir og Ásta Guðjónsdóttir eru mikið hjá mér á daginn eftir skóla.

Hettupeysan er úr jogging efni og á brjóstinu og inn í hettunni er ég með mynstrað jersey.  Leggings buxurnar eru úr weet-look.

Eftir þetta fór ég að leika mér með að sauma kjóla.  Ég set hér myndir af þeim en ég tek það fram að það er ekki að marka að sjá þá svona á herðatré.  Þegar ég hef fengið einhvern til að máta þá set ég inn nýjar myndir.

Svarti kjóllinn er úr kína-efni og ég hef stroff á honum.  Það er bæði  hægt að nota það um mittið eins og ég er að reyna að sýna þar sem hann er á gólfinu.  Þá er hægt að hafa stroffið um brjóstið.  Böndin sem eru um axlirnar er ég að hugsa um að hafa eins og á „Írisi“  (ekki alveg búin) 

Rauði kjóllin er úr jersey en um brjóstið er ég með pallíettuefni.

Ef ég fæ einhverjar til að máta þá set ég inn myndir.  Annars fæ ég myndir þegar Maggý Hjördís er komin með hann.

IMG_0002   IMG_0017-1

IMG_0004  IMG_0006

IMG_0015-1  IMG_0006-1

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Birna Mjöll.

Mér finnst þetta frábært hjá þér.  Gangi þérvel!

Rannveig Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 01:52

2 Smámynd: Aprílrós

Æði ;)

Aprílrós, 15.2.2009 kl. 03:26

3 identicon

væri til í svona kjól einsog rauði hvað kostar hann?eða ertu bara að selja sniðið af honum?:)

íris (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

336 dagar til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband