Nýja kjóllinn köllum við „Íris“

Þá er ég farin að sauma nýja kjóla. 

Það kom í ljós þegar ég var að sauma síðustu kjóla að ekki er gott að nota á kjólana erlend nöfn.  Í dag 12.02 á önnur tengdadóttir mín afmæli og í tilefni afmælis hennar ætla ég að kalla kjólinn Íris en það er nafn þessarar prinsessu sem ég hef verið svo heppin að eignast.  Kjólinn fær þessi elska svo í afmælisgjöf.

Ég set hér inn nokkrar myndir af kjólnum en ég á eftir að setja fleiri myndir þar sem sýnir enn betur hvernig hægt er að nota þennan kjól.  Ætli það séu ekki um 20 aðferðir hvernig hægt er að nota hann.

IMG_0013  IMG_0011

infinity_kimono_front  infinity_kimono_back  infinity_one_shoulder_front  infinity_one_shoulder_back

infinity_cross_halter_front  infinity_cross_halter_back  infinity_cross_bust_front  infinity_cross_bust_back

coverflow_0_black%201

coverflow_1_black2

coverflow_4_black5

 

Finnst ykkur hann ekki frábær?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hann er geðveikur!!! mig langar í svona kjól!

Gulla (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 00:32

2 Smámynd: Aprílrós

Alveg brylljant ;)

Aprílrós, 12.2.2009 kl. 01:19

3 identicon

Mér finnst þessi kjóll vera virkilega flottur.  Plain and fancy eins og ég kalla það.  Langar roooosalega mikið í hann!!!

Mig er virkilega farið að langa að kunna að sauma til að geta gert svona kjóla.  Kanski að ég reddi mér bara saumavél og byrji þrátt fyrir að hafa ekki snert hana í 12 ár og síðast saumaði ég í gegnum puttann á mér.  :O

 Eru þessir kjólar flóknir fyrir byrjendur ?

Sigurrós G. (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 07:56

4 identicon

Vá þessi er rosalega flottur líka.. væri sko alveg til í að sauma svona.. Þú ert rosalega klár:)

kv Nanna

Nanna Wium (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 08:25

5 identicon

Hæ Birna, þessi er rosalega flottur, krafturinn í þér.

Kíki á þig við tækifæri

Keðja Inga

Inga Valgeirs (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 08:43

6 identicon

Flottur þessi sem þú gerðir....er það þessi blái?

Þessi svarti er líka rosa töff.....ekki eru þetta sömu sniðin?

Kveðja Arndís

P.S. Ég er ein af þeim sem fékk hjá þér snið af Egg kjólnum en ég er ekki byrjuð....læt þig vita um leið og ég klára :)

Arndís (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 09:09

7 identicon

vá, þessi er algjört æði, er nýbúin að sauma mér egg (bara í fyrrakvöld, sendi þér myndir um leið og ég er búin að smella af) en það er nokkuð ljóst að ég þarf að rífa saumavélina fram aftur!

kv. Lilja

Lilja (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 09:49

8 identicon

já þessi er mjög töff líka, ég er heldur ekki búin að prófa Egg kjólinn en stefni að því þegar ég fer á Bíldó næst og kemst í saumavélina ;) ég sendi þér þegar ég klára hann.

Birna Hannesar (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 10:00

9 identicon

Vá ég verð bara að segja eitt. Þú ert snillingur!!!!

En ég og tvær vinkonur mínar skelltum okkur í saumakvöld saman og erum að sauma EGG kjólinn. Það gengur ekkert smá vel erum búnar að búa til ermarnar, stykkið og stroffið og erum bara í því að títa stykkið á ermarnar,hehe er smá mission að gera það.....en bara að hafa þolinmæði :o)

En ég var nú líka bara að spá ert þú að hanna þessa kjóla alla bara sjálf??? Finnst þetta frábært hjá þér :o)

Er möguleiki á því að þú sért að deila þessu sniði líka eða?

Kveðja 

Erna!! :o)

Erna (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 10:13

10 identicon

Halló.

Mig langar í þennan svarta. Ég kann ekki að sauma. Hvað tekur þú fyrir að búa til svona kjól fyrir mig?

Kv.

Elísabet

Elísabet Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 10:20

11 identicon

já þessi svarti er alveg æði ég þarf að gera hann þegar ég er búin með kreppukjólinn :)

Guðrún (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 11:21

12 identicon

Þessi er æði. Er flókið að sauma hann? Ég kláraði EGG-ið í síðustu viku og hann er snilld. Áttu snið af þessum??

Tinna Ósk (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 12:48

13 Smámynd: Birna Mjöll Atladóttir

Stelpur takk fyrir þetta. 

Ég ætla að klára að sauma það sem ég er með á bið og þegar það er búið þá fer ég í að teikna og skanna, taka síðan saman texta og þegar þetta er búið þá læt ég ykkur vita og sendi á ykkur sem vilja sauma sjálfar og ég get síðan aðstoða ykkur.

Birna Mjöll Atladóttir, 12.2.2009 kl. 13:38

14 identicon

Ég væri til í sniðið og sendi þér myndir þegar ég klára að sauma.

Birgitta (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 17:21

15 identicon

Mér líst rosa vel á þetta ... gaman að fylgjast með þessu.

Brynja bóndi

Brynja þórarinsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 23:26

16 Smámynd: Birna Mjöll Atladóttir

Takk fyrir þetta Brynja bóndi.  Þetta er líka bara gaman.

Birna Mjöll Atladóttir, 13.2.2009 kl. 02:17

17 identicon

hæhæ vá mig fynst þessir kjólar hjá þér allveg æði og var að pæla hvort ég gæti fengið sniðið hjá þér af þessum og Egg kjólnum :o)

'Asta Björg Jörundardóttir (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 18:32

18 identicon

Þetta er alveg brilliant. Er þetta einhver klúbbur eða getur hver sem er fengið snið af þessum kjólum? Gaman væri að vita það hefði ekkert á móti því!!

Systa Reynisdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

336 dagar til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband