Bílddælingar voru hreint frábærir.

Í gær gerðum við hjón eitthvað sem við höfum ekki gert í laaaaangan tíma.  Ég örugglega ekki í 30 ár en Keran 25 ár.  En það var að fara á ball á Bíldudal eða öllu heldur þorrablót (fyrsta sinn bæði á þorrablót á Bíldudal).

En þannig vildi það til að fyrir einhverjum dögum síðan þá hringdi Ásdís Snót frá Bíldudal í Örnu Margréti sem var stödd hér hjá okkur og var að spyrja hana hvort hún væri til í að vera dyravörður á þorrablótinu.  Arna Margrét sagðist ætla sjálf á blótið.  Þegar ég heyrði þetta á datt mér í hug að hringja í Ásdísi og spyrja hana hvort hana vantaði ekki bara 2 dyraverði því þá værum við hjónin til í að vinna á ballinu.  En þá vantaði ekki en Ásdís sagðist enn eiga miða til á ballið, hvor við kæmum bara ekki.  Ég þakkaði henni fyrir og sagði að við kæmum kannski seinna.  Stuttu seinna heyrði í kunningja okkar honum Jóni Þórðarsyni og sagði ég honum þetta, hann tók strax undir þetta hjá Ásdísi og bauð okkur íbúð frítt ef við vildum gista.  Og til að gera langa sögu stutta þá skelltum við okkur á blótið og sjáum sko ekki eftir því þó svo að mig verki enn í öllum liðum eftir að hafa dansað meira og minna allt kvöldið.

Að koma norður var fyrir okkur yndislegt frá upphafi.  Um leið og við gengum í húsið  var allstaðar fólk sem fagnaði komu okkar og bauð okkur velkomin, ég held að það hafi verið annar hver maður sem það gerði.  Síðan þegar við komum í salinn þá fannst mér eins og við værum að koma heim eftir langa fjarveru, svo vel var tekið á móti okkur.  Hlýjan sem við fengum frá fólki var yndisleg.

Eftir að hafa fengið borð með hreint ágætis fólki var farið að borða og má með sanni segja að þar hafi borðin svignað undan kræsingunum.  Þarna var sko matur fyrir alla, hvort sem það borðaði þorramat eða ekki.  Fyrir utan hinn hefðbundna þorramat var þarna rúgbrauð og síld ásamt baunasallati.  Þá var þarna saltkjöt og eitt var þarna sem ég hef ekki séð á þorrablóti áður og Keran minn var rosalega hrifinn af en það var uppsuf með kartöflum.

Þegar flestir höfðu borðað nægju sína hófust skemmtiatriðin.     Og aftur kom að einhverju sem við höfðum ekki séð áður, en það var annáll ársins.  Nanna Sjöfn las það helsta sem hafði skeð hafði á síðasta ári og fletti inn í það léttu gríni.

Síðan stigu á svið 8 yngismeyjar og skemmtu fólki með söng sínum og léttu gríni.  Þó svo ég sæti hér í allt kvöld og reyndi að koma orðum að því hvað þær voru góðar þá held ég að ég gæti það ekki.  Þær voru svo samstíga í söngnum að þær hljómuðu sem ein.  Enda geri ég ráð fyrir að undirbúningur og æfingar þessa blóts hafi verið meira en tvær vikur.  Á milli þess sem þær sungu var gert létt grín af einu og öðru og tók ég sérstaklega eftir að ekkert var sæðandi eða meiðandi af því sem þarna var framreitt.

Að loknum skemmtiatriðunum var sunginn fjöldasöngur undir stjórn þeirra Gísla og Viðars, sem léku á alls oddi eins og þeirra er von. Þá var salurinn hreinsaður fljótt og vel á meðan hljómsveitin kom sér fyrir. 

Og nú hófst dansleikurinn.  Í fyrstu leist mér nú ekkert á þetta, örfáar hræður á gólfinu, hvað var að ske, voru allri stuðboltarnir farnir heim, hafði þetta fólk elst svona hræðilega á þessum fáu 30 árum að þeir voru hættir að skemmta sér.  Við ákváðum að dansa nokkra dansa og fara síðan heim að sofa.

Þegar við vorum þarna á dansgólfinu þá sá ég að það fór að glytta í eitthvað frammi við barinn, og viti menn þarna var þá mættur stórsöngvarinn Jón Kr. Ólafsson.  Hann var í rosalega fallegum glimmer eða pallíettu jakka sem stirndi af.   Hann fór á sviðið og byrjaði að syngja og viti menn dansgólfið fylltist af fólki og svona var það þar ballið var búið.  Jón stóð sig vel að vanda enda ekki við öðru að búast.

Sverrir Garðarsson og Signý dóttir hans stigu líka á svið og sungu nokkur lög.   Ekki stóðu þau sig nú ver en stórsöngvarinn, þau voru bara frábær og ættu að gera mikið meira af þessu.

Strákarnir í hljómsveitinni voru bara flottir, en það voru þeir Viðar, Matti, Gísli og síðan var strákur á trommunum sem ég veit ekki hvað heitir (fyrirgefðu vinur en ef þú segir mér það þá skal ég muna það fyrir næsta blót) Strákarnir stóðu sig frábærlega vel og blönduðu geði við dansgesti með því að bassaleikarinn fór niður á dansgólfið og gekk um gólfið á meðan hann spilaði.

Eins og ég sagði þá eru í kringum 30 ár síðan ég fór síðast á dansleik á Bíldudal, mér fannst ekki mikið hafa breyst, jú auðvitað eitthvað.  Nú er gengið inn niðri en það var áður komið inn að ofan.  Nú er kominn bar frammi í gangi (lobby) sem ekki var, því áður var afgreitt gos inn í sal.  Veggina prýða myndir af því sem leikfélagið hefur verið að gera undanfarin ár, ekki hvað mörg.  Þessar myndir eru húsinu til sóma.   Nú síðan hefur hárið á sumum þeirra sem voru þarna fyrir 30 árum gránað, þynnst eða bara alveg farið.  En eitt hafur ekki breyst, Bílddælingar eru góðir heim að sækja og yndislegt er að skemmta sér með þeim.

Það voru þreytt (höfum ekki dansað svona mikið lengi) og sæl hjón sem gengu heim að loknum dansleik.  Jón Þórðarson gekk með okkur og sagði okkur frá hver bjó hvar (það hafði ýmislegt breyst þar) og sögu gamalla húsa.

Það fór vel um okkur í íbúðinni en við vorum í fallegri íbúð í blokkinni.

Okkur langar að þakka Bílddælingum fyrir dásamlegt kvöld og síðan en ekki síst frábærar móttökur. 

Að lokum:  Er einhver sjens að komast í áskrift með 4 miða hjá ykkur á næstu þorrablót. 

Védís, ég tek þig á orðinu.

XXXXXXXX kossar Birna Mjöll og Keran


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl, ertu að selja sniðið af þessum kjól eða ertu að gefa það?

Ólína (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 13:44

2 Smámynd: Aprílrós

Já glæsilegt hjá ykkur hjónum að hafa látið það eftir ykkur að skreppa á þorrablót. ;)

Aprílrós, 10.2.2009 kl. 17:22

3 identicon

Sæl Birna Mjöll,

Það var alltaf gaman á böllunum á Bíldudal í den og hefði verið hræðileg afturför ef það hefði breytst eitthvað.  Viss um að þú hefur yngst um fjölmörg ár að hafa skroppið norður þessa helgi.  Frábært að það var svona gaman - lífið er til þess að hafa gaman.

Bestu kveðjur,

Sólveig.

Sólveig Ara (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 22:55

4 identicon

Sæl nafna

Það var frábært og gaman að fá ykkur með á þorrablót og þið og allir eru náttúrulega ávallt velkomin. Gaman að heyra að þið hafið skemmt ykkur svona vel.

Kv Birna

Birna Hannesar (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 09:58

5 Smámynd: Birna Mjöll Atladóttir

Ég er ekki að selja snið.  Sendu póst á breidavik@patro.is

Já Bílddælingar stóðu sig vel

Birna Mjöll Atladóttir, 16.2.2009 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

336 dagar til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband