Hvernig gengur hjá ykkur

Sælar stelpur.

Nú ættu allar að vera komnar með sniðið af fjölnota kjólnum í hendurnar ásamt leiðbeiningum hvernig á að sníða hann.  

 

Þegar ég byrjaði á að henda þessu sniði (teikningu) í loftið þá bjóst ég ekki við þessum viðbrögðum.  Hvorki hjá þeim sem vildu sauma þetta sjálfar né þeim sem hafa pantað kjólana saumaða hjá mér.  En þetta er bara æðislegt. 

Ég er með fullt af hugmyndum sem ég er að fara að prufa að sauma.  Ég er til í að sýna ykkur það um leið og ég geri hverja flík fyrir sig.  Það getur verið að þið fáið hugmyndir af því.

 

Nú er mig farið að langa að heyra frá ykkur, hvernig ykkur gengur og ykkar álit á því að ég sýni ykkur það sem ég er að gera upp á hugmyndir.  Einnig væri gaman að sjá hvað annað þið eruð að gera. 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ ég er allavega búin að klippa eitthvað;) Nú er bara komið að því að sauma....sjáum til hvernig það gengur!!

Gangi ykkur hinum vel ;)

Takk fyrir hjálpina Birna Mjöll!!!

Þórunn (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 16:22

2 identicon

HæhæÞað verða greinilega allir í svona kjól eftir nokkra daga J 

En ég er alveg nýgræðingur í þessum saumaskap, fékk saumavél í jólagjöf og er bara búin að sauma mér 2 peysur J Fer á morgun og kaupi efni í báða kjólana, egg og kreppu… en planið er að hjálpa einni í kvöld að sauma og þá skal ég senda þér myndir

 Mér finnst algjör snilld að fá sendar hugmyndir og myndir frá þér.  Takk fyrir hjálpina J Kv. Kristjana

Kristjana Ósk Jónsdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 16:36

3 identicon

Hæhæ

Ég væri alveg til í að fá sniðið af egg kjólnum hjá þér!
Sendirðu bara á mann í maili eða?

Kv.
Helga Björg

Helga Björg (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 20:04

4 identicon

Hæ hæ. Ég þakka æðislega fyrir sniðið. Er ekki byrjuð, á eftir að kaupa efni en stefni á að byrja á fullu næstu helgi:) Læt þig vita hvernig gengur og fæ kannski að hafa samband ef ég lendi í vandræðum:)

Kv. Rósa.

Rósa Siemsen (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 21:35

5 identicon

Takk kærlega fyrir sniðið ég er enþá að leita mér að efni þar sem að ég er á akureyri þá er ekki eins mikið um að velja en ég ætla mér að finna það á morgun og sauma þetta annað kvöld :D lofa að senda mynd um leið og ég er búin :)

Jóhanna (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 00:12

6 Smámynd: Birna Mjöll Atladóttir

Ég segi bara gangi ykkur vel og endilega hafið samband ef þið þurfið aðstoð.

En í sambandi við það að allir verði í svona kjól þá held ég að við verðum varla vara við það.  En ég skora á ykkur að prufa að hafa belti eða hólk/strokk um mittið.  Hvort er þetta kallað hólkur eða strokkur?

Birna Mjöll Atladóttir, 2.2.2009 kl. 00:56

7 identicon

Takk kærlega fyrir sniðið.. ég ætla mér að klára kjólinn næstu helgi þar sem efnið sem ég vildi fá var ekki nógu mikið fyrir kjólinn ( fór fyrir helgi) en þær í föndru eiga von á nýrri sendingu í þessari viku og ég ætla mér að fara í þessari viku.

Gulla (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 08:47

8 identicon

Sæl

er ekki hægt að panta kjólinn hjá þér,á ekki saumavél og er með 10 þumalputta:-)

Þóra Kolbrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 11:06

9 identicon

Sæl og takk kærlega fyrir sniðið.. Ég er nú ekki enn búin að kaupa mér efni en þegar það er komið þá reyni ég mitt besta, er algjör nýgræðingur í þessu..

Gangi ykkur hinum vel:)

Kristjana Ósk Traustadóttir (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 15:51

10 Smámynd: Birna Mjöll Atladóttir

Þóra Kolbrún sendu mér tölvupóst á breidavik@patro.is

Ekkert að þakka Gulla

Birna Mjöll Atladóttir, 2.2.2009 kl. 16:00

11 identicon

Sæl.

Ég sneið og saumaði eitt stykki egg og tvo öðruvísi.

Þetta er algjört æði, maður verður alveg húkkd á þessu.

Ein spurning: klippirðu bara upp í hálsmálið eða seturðu stroff ?

Brynja bóndi

Brynja Þórarinsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 17:20

12 Smámynd: Birna Mjöll Atladóttir

Ég klippi bara.

Birna Mjöll Atladóttir, 2.2.2009 kl. 19:44

13 identicon

Sælar og takk kærlega fyrir sniðið/teikninguna, þetta er snilld hjá þér : )  Er ekki enn farin að sauma en ætla að byrja á einum barnakjól til að prufa mig áfram og leggja svo í einn á mig.  Sendi þér myndir ef þetta tekst ; )  Takk kærlega fyrir og það verður spennandi að sjá fleiri hugmyndir hjá þér.  Gangi þér vel með þetta.

Kv.  Íris

Íris (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 20:10

14 identicon

Sæl Birna Mjöll og kærar þakkir fyrir sniðið.

Ég er ekki byrjuð enn, á eftir að finna efni í kjólinn, er á Akureyri eins og Jóhanna sem skrifar hér fyrir ofan.

Finnst þetta frábært framtak hjá þér að vilja deila þessu með okkur hinum og vil mjög gjarnan fá að fylgjast með fleiru sem þú ert að gera. Þetta er mjög spennandi hjá þér allt saman. Gangi þér vel.

Kveðja, Lára.

Lára (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 22:42

15 identicon

Sæl.

Ég væri til í að fá sniðin af kjólumum, veistu hver lengd og breidd á efninu í þá þarf að vera?

Kv. Lóa.

Lóa (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 22:07

16 Smámynd: Birna Mjöll Atladóttir

Sæl Lóa sendu mér línu á breidavik@patro.is

kv

Birna Mjöll Atladóttir, 4.2.2009 kl. 23:39

17 identicon

HæHæ

Ég er búin að sauma tvo svona kjóla og þeir komu báðir mjög vel út. Ég reyndar rykkti ekki heldur gerði ég brot í pilsið við stroffið og bolinn. Fannst það fallegra og það kom mjög vel út en tekur örlítið lengri tíma. Sendi myndir þegar ég er búin að taka myndir..

Kv. Tinna Ósk

Tinna Ósk (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 23:10

18 identicon

Sæl , getur þú sent mér sniðið af þessum kjól.. Hvað þarf maður mikið efni í hann .kv Ingibjörg

Ingibjörg (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 23:15

19 identicon

Sæl Birna.

Langaði að forvitnast hjá þér um sniðið af þessum kjól, og hvort það séu einhverjar stærðir eða er bara ein stærð líkt og á emami kjólnum..?

Endilega ef þú hefur tíma, vilir þú þá meila á mig upplýsingum.

Með fyrirfram þökk

Sandra

Sandra (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 10:58

20 identicon

Halló Birna, mig langar svo rosalega að gera mer svona kjól egg dress ég var að pæla hvort þú gætir sent mer sniðið af honum?

Kv. kamilla

kamilla (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 12:53

21 identicon

Sæl, ég er einmitt búin að leita að egg kjóla sniðinu lengi.  Gætir þú sent mér það?  Mig langar svo til að sauma á mig og á 6 ára dóttur mína, sá einmitt litlu stelpuna hérna á síðunni í bleika kjólnum og finnst þetta mjög skemmtilegur kjóll.

kv. Inga Hrönn

Inga Hrönn Árnadóttir (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 15:37

22 Smámynd: Birna Mjöll Atladóttir

Stelpur endilega sendið mér tölvupóst á breidavik@patro.is ég get ekki sent viðhengi hér.

kv

Birna Mjöll Atladóttir, 6.2.2009 kl. 15:58

23 identicon

Hæ,

Hvað tekur þú fyrir að sauma Egg kjólinn?

Hvað kostar að fá hjá þér sniðið?

kv,

-Kolbrún Ýr

Kolbrún Ýr (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 20:32

24 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Hæ Birna. Ég er alveg til í að skoða þetta snið. Get ég fengið sniðið í bænum ?  Langar að eiga það og prófa sauma kjólinn þegar ég er komin í páskafrí í skólanum.

Bestu kveðjur vestur til ykkar.  Ég er búin að hringja nokkru sinnum í þig en ekkert svar fengið. Kannski heyrir þú ekki í símanum fyrir saumavélinni 

En heyrumst vonandi fljótt !!

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 8.2.2009 kl. 00:04

25 identicon

Æðislegur kjóll, hvernig get ég eignast hann?

Guðbjörg (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 17:53

26 Smámynd: Birna Mjöll Atladóttir

Hæ Guðbjörg, ég veit ekki hvort þetta er sú sama sem skrifar hér að ofan.

Ég er á Patró þannig að þú ert örugglega alltaf að hringja í Breiðavík.  Sendu þú/þið mér póst á breidavik@patro.is þar svara ég öllum

Birna Mjöll Atladóttir, 8.2.2009 kl. 18:17

27 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

fékk sniðið hjá Guðbjörgu þakka kærlega fyrir mig, en hálsmálið er að spá í að hafa það bara svona ófaldað, hvað gerir þú ?

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 8.2.2009 kl. 20:02

28 identicon

Sæl Guðbjörg,

Ég var stödd á Ísafirði og þá var mér bent á þessa fínu síðu hjá þér þar sem ég var einmitt að íhuga að fara sauma mér samskonar kjól. Þætti mjög vænt um ef þú gætir sent mér sniðið á honum og einnig sniðið af þessum fínu peysum. Ekki veitir af í krepunni en að fara sauma á sig fötin sjálf.

Með bestu kveðju og fyrirfram þökk

Sigríður

Sigríður Kr. Ingvarsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 02:00

29 Smámynd: Birna Mjöll Atladóttir

Sæl Hulda Bergrós.  Ekki falda hálsmálið því ef þú gerir það þá slitnar það allt þegar þú ert að teygja það yfir axlirnar.   

Sæl Sigríður Kr. Ég heiti Birna Mjöll en ekki Guðbjörg, nema þú sért að heilsa einhverri annarri.  Sendu mér póst á breidavik@patro.is þá get ég sent þér teikningar.

Birna Mjöll Atladóttir, 15.2.2009 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

336 dagar til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband