Hverju safnar þú?

Ég held að flestir safni einhverju, eða hvað?  Hverju ert þú að safna?

Ég er ótrúlegur grúskari og safnari.  Ég safna t.d. ljóðum, kvæðum, söngtextum og sögum og sögnum af suður svæði Vestfjarða eða Vestfjörðum nær eins og við sum köllum það.

Að safna því sem hér að ofan er talið er ekkert mál, það kostar ekkert og tekur ekkert pláss í hillum eða á vegg, eða allavega lítið miðað við annað sem ég safna.

Ég safna nefnilega bjöllum og krossum af öllum stærðum og gerðum, krossarnir eru allir með Kristi á.  Bjöllurnar hef ég flestar fengið gefins, en krossana hef ég flesta keypt.

Nú svo elska ég íkon, engla og Jesú myndir.

jesus-on-cross
 
jesus-cross
ikone

  Ég vil þó taka það fram að ég er ekkert sérstaklega trúuð.

Amma mín sem var frá Patró var að ég held mikið trúuð og elskaði hún allt í sambandi við trúna og trúlega er þetta frá henni komið.  Hún hafði líka gaman af ljóðum og voru þau mikið í sorglega kantinum.  En þau ljóð og textar sem mér finnast fallegust eru frekar sorgleg.

Hér er eitt sem er frá ömmu komið og heitir Finna veiddi fiðrildi.

Finna veiddi fiðrildi

og fór með það inn

læst það niður í litla kistilinn

Svo fór hún að sofa

því hún var svo þreytt

en fiðrildið kvaldist

og komst ekki neitt.

 Fram á morgun Finna svaf

friðsælt og rótt

skildi það ekki

hvað skelfing gerðu hún ljótt. 

Opnar Finn kvik og kát

kistilinn sinn

fiðrildið hennar

skal fljúga út og inn 

Finnu titrar tár á kinn

tómlegt og autt

finnst henni vera

því fiðrildið er dautt. 

Blessuð frjálsu fiðrildin

sem fljúga um geim

blikna og deyja

ef börnin snerta á þeim

IMG_0073

Þetta er tréplatti sem ég brenndi þetta ljóð á fyrir 10 árum fyrir Maggý mína


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er líka safnari eins og þú Birna mín og mikið er Sorglegt ljóð. stórt knús

Kristín Katla Árnadóttir, 2.9.2008 kl. 19:39

2 Smámynd: Ragnheiður

Ég er ekki safnari, mér hefur ekki tekist að skapa mér næði til þess enn...rosalega er tréplattinn flottur !

Ég er nokkuð hrifin af krossum en ekki hrifin af íkonamyndum.

Ragnheiður , 2.9.2008 kl. 19:54

3 Smámynd: Guðný

Ég safna kirkjumyndum og svanastyttum.

Guðný , 3.9.2008 kl. 14:14

4 Smámynd: Birna Mjöll Atladóttir

Veistu þetta mun ávallt vera minn uppáhalds hlutur sem er uppi í herberginu mínu! man alltaf þegar þu gerðir þetta!

Elska þig mamma mín

Birna Mjöll Atladóttir, 5.9.2008 kl. 00:39

5 Smámynd: Birna Mjöll Atladóttir

Takk fyrir innlitið stelpur mínar.

Maggý mín takk fyrir þetta.  Ég far einmitt að lesa kveðjuna sem er aftan á plattanum, mér finnst svo stutt síðan ég gerði hann, þa´varstu bara lítil skotta, en nú.........þá ertu bara stór skotta sem er farin að heiman.  En þú verður nú alltaf litla skottan mín.  Ég elska þig ástin mín heyrumst.

mamma

Birna Mjöll Atladóttir, 5.9.2008 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

336 dagar til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband