Hverjar eru líkurnar??

 Já, hverjar eru líkurnar á að hjón sem gefa hvort öðru tvær jólagjafir hvort gefi hvoru öðru sömu gjafirnar.

 En það fór nú svo með okkur hjónin.  Ég ákvað að gefa manninum mínum bók, en þar sem hann les ekki mikið ákvað ég að gefa honum bókina “Vasast í öllu” en bókin fjallar um endurminningar Sveins í Kálfsskinni en hann er eins og maðurinn minn, bóndi. Keran (maðurinn minn) ákvað einnig að gefa mér bók, en öfugt við hann þá er ég alæta á bækur.  Hann gaf mér bókina “Vasast í öllu” og grunar mig að hann hafi valið hana vegna þess að þetta er hugsanlega eina bókin sem hann gæti lesið sjálfur, og það skipti svo sem ekki miklu þar sem ég les allt. 

Nú var komin að hinum pakkanum en það var DVD ég gaf honum diskinn Út og suður.  Hann gaf mér einnig DVD og hvaða diskur ætli það hafi verið?  Jú það var út og suður. Er þetta ekki ótrúlegt? Ég gaf honum síðan 3 pakkann en það var verkfæraskápur með öllum verkfærum. 

Sem betur fer var 3 pakkinn hans ekki verkfæri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Heppin þar, en ef ég man rétt hefðu verkfæri getað komið þér vel. eða ertu ekki að vinna í tré ennþá ?, ég gisti hjá ykkur fyrir nokkrum árum með hóp eldri borgara,og áttum við ánægjulega dvöl hjá ykkur.Með bestu kveðjum af Norð-austurhorninu,með ósk um farsælt og gestkvæmt ár.

Ari Guðmar Hallgrímsson, 29.12.2007 kl. 20:03

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Þetta er alveg ótrúlegur áhittingur! Hverja heldurðu að líkurnar séu að þetta gerist með fyrsta pakkann, hvað þá pakka no. 2? Birna mín, innilegar jóla og nýárskveðjur til ykkar allra. Megi nýja árið færa ykkur gæfu og gleði. Kær kveðja héðan úr Þorlákshöfn.

Sigurlaug B. Gröndal, 30.12.2007 kl. 00:11

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæra birna !

Gleðileg áramót til þín og þinna. vonandi farið þið í rólegheitum inn í hið nýja ár

Mahatma Gandhi sagði svo rétt Kærleikurinn er sterkasta aflið sem til er í heiminum og jafnframt hið hógværasta sem unnt er að hugsa sér.

Megir þú vera í Kærleikanum nú og alltaf.

AlheimsKærleikur til þín

Steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.12.2007 kl. 15:13

4 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Gleðilegt nýtt ár, takk fyrir góð kynni á árinu 2007.

Ester Sveinbjarnardóttir, 1.1.2008 kl. 00:29

5 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Gleðilegt ár :)

Skondin tilviljun með gjafirnar.

Vatnsberi Margrét, 2.1.2008 kl. 18:21

6 Smámynd: Fallega fólkið í Leeds

Sæl frænka, rakst á bloggið þitt af tilviljun...  Gaman að lesa...bið að heilsa öllum

Kveðja, Halldóra Skúla (dóttir Rutar Ingvars)

Fallega fólkið í Leeds, 4.1.2008 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

335 dagar til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband