Hér er sko ekkert jólastress

 Já það er alveg satt.  Ég er svo langt frá því að vera með eitthvað sem fólk kallar jólastress, ég er löngu vaxin upp úr því. Ég er búin að ákveða hvað ég ætla að gefa mínu fólki í jólagjöf og á von á flestu í pósti.  Ég er að fara suður á morgun og kem ekki aftur fyrr en 23.  Ég er semsagt ekki að fara suður til að kaupa jólagjafirnar.  Bara til gamans til að sjá allt brjálæðið, bara að horfa á. Við erum á Geitagili um jólin.  Geitagil er jörð sem við eigum sem er 12 km í burtu frá Breiðavík.  En þar erum við alltaf um jólin.  Við göngum yfir leitt héðan út (Breiðavík)  í byrjun desember, en þar sem mikið er búið að vera að gera hér þá erum við ekki farin enn að Geitagili.  Við vorum reyndar þar um síðustu helgi og þá þrifum við Maggý Hjördís og bjuggum um rúmin.  Nú síðan var farið aftur í Breiðavík og Geitagil bíður klárt eftir okkur.   Ég bakaði meira að segja helmingi minna en vanalega.   Við leggjum mest uppúr því að vera saman.  Við spilum mjög mikið um jólin.  Spilum heilu og hálfu næturnar.  Það er dásamlegt að vera öll saman.  Þetta er samt í fyrsta sinn sem eitt af börnunum kemur ekki, en Atli Snær ætlar að vera fyrir sunnan (heima hjá sér) með Írisi Dögg kærustunni sinni og barnabarninu mínu honum Styrmi Karvel.  En við verðum bara í símasambandi og vonum að þau verði í staðinn hér um áramótin. IMG_0357 Þetta er hann Styrmir Karvel

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gleðileg Jól og hafðu það gott um jólin.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.12.2007 kl. 13:27

2 Smámynd: Dísa Dóra

Gleðileg jól til ykkar allra

Dísa Dóra, 22.12.2007 kl. 16:02

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

 Lokaorð mín til þín á þessu ári kæri bloggvinur eru frá Nelson Mandela sem setur sig yfir eigin þarfir og hugsar sig sem heildina. Boðskapur inn í hið nýja ár sem á erindi til okkar allra.

Steina

Okkar dýpsti ótti er ekki að við séum vanmáttug.

Okkar dýpsti ótti er að við erum óendanlega máttug.



Það er ljósið innra með okkur ekki myrkrið sem við hræðumst mest.Við spyrjum sjálf okkur hvað á ég með að vera frábær, yndisfögur, hæfileikarík og mikilfengleg manneskja.



Enn í raun hvað átt þú með að vera það ekki?



Þú ert barn Guðs.



Það þjónar ekki heiminum að gera lítið úr sjálfum sér.

Það er ekkert uppljómað við það að gera lítið úr sjálfum sér til þess að annað fólk verði ekki óöruggt í kringum þig.



Við fæddumst til að staðfesta dýrð guðs innra með okkur, það er ekki bara í sumum okkar, heldur í hverju einasta mannsbarni.Og þegar við leyfum ljósinu okkar að skína, gefum við öðrum, ómeðvitað, leyfi til að gera slíkt hið sama.Um leið og við erum frjáls undan eigin ótta mun nærvera okkar ósjálfrátt frelsa aðra.

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.12.2007 kl. 16:17

4 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Gleðileg jól :)

Vatnsberi Margrét, 24.12.2007 kl. 15:10

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gleðileg jól Birna Mjöll mín til þín og þinna. Megi gæfan brosa við þér á nýju ári. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.12.2007 kl. 12:17

6 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Gleðileg jól og gott og farsælt komandi ár og njótið þess að vera með ætingjum og vinum.

jólakveðja klemm og knús

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 27.12.2007 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

335 dagar til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband