19.12.2007 | 18:23
Parketið fauk af eldhúsgólfinu
Það eru nú nokkrir dagar síðan vonda veðrið geisaði um allt land.Við hér í Breiðavík urðum aðeins vör við lætin sem voru þessa nótt í veðrinu. Það var orðið ofsalega hvasst þegar við fórum að sofa. Klukkan 6:00 vaknaði ég við lætin en þá er Keran kominn fram. Hann kom svo inn til mín og sagði að kofinn (húsið okkar) væri bara að fara. Hann fór síðan aftur fram í eldhús en kom strax inn aftur og sagði að parketið á eldhúsgólfinu færi farið af. Ég hélt auðvitað að þakið hlyti að hafa farið fyrst. Ég fór fram, og sá strax að þakið var á sínum stað en parketið ekki. Keran var farinn út. Þegar hann kom aftur inn vildi ég fá að vita hvað hefði komð fyrir. Þá sagði hann mér að gluggi í kjallaranum í miðhúsinu hefði brotnað, en við það að glugginn brotni þá kemur vindurinn inn. Það er síðan stokkur sem liggur um alla kjallarana (þeir eru 3) stokkurinn endar í herbergi sem er undir eldhúsinu, þar sprengir hann upp hlera á eldhúsgólfinu og við það kemur vindur undir parketið og sprengir það upp. Parketið skemmdist ekki mikið, það varð bara að leggja það á aftur næsta dag. Ég hugsa að ef pósturinn hefði ekki komið og séð þar sem Keran var að leggja það aftur þá hefði ég aldrei sagt neinum frá þessu. Það er hálf asnalegt að segja fólki þegar það spyr hvort eitthvað hafi skemmst í veðrinu að parketið hafi fokið af eldhúsgólfinu. Nokkrum dögum eftir að veðrið lét svona, fór rafmagnið og var það af í töluverðan tíma. Þar sem allir símar á heimilinu eru þráðlausir þá vorum við símasambandslaus á meðan. Það var orðið kalt hér svo við fórum yfir að Geitagili en það er bær sem við eigum sem er í um 12 km héðan og þar erum við með heimarafmagn. Þegar við erum búin að vera þar hluta úr degi þá förum við að spá í hvað síminn sé eitthvað rólegur. Farið var að athuga það og kom þá í ljós að öll sveitin var símasambandslaus. Símasamband komst ekki aftur á fyrr en á mánudaginn en við höfðum farið að Geitagili á laugardegi.Við gátum farið út í bíl og hringt til að láta þá nánustu vita af okkur, en við erum með NMT í bílnum. Ekkert GSm samband er hér í sveitinni.
335 dagar til jóla
Um bloggið
Birna Mjöll Atladóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Bloggvinir
- dufa65
- annarun
- thordistinna
- mydogs
- antonia
- ragnarfreyr
- gurrihar
- estro
- zoti
- jensgud
- helgigunnars
- klaralitla
- bonham
- sifjar
- kiddirokk
- jonbondi
- katlaa
- skrifa
- thelmaasdisar
- palmig
- sigmarg
- 730
- maple123
- ekg
- zunzilla
- steina
- kallimatt
- vefritid
- sveita
- blossom
- kruttina
- berg65
- gattin
- brandarar
- july81
- dlove
- disadora
- estersv
- fitubolla
- lillo
- curvychic
- gelin
- sarahice
- gudnyel
- milla
- doritaxi
- handtoskuserian
- himmalingur
- 810
- jeg
- johannagisla
- leifur
- mammzla
- jonoli1
- pallieliss
- rafng
- hross
- sisvet
- blavatn
- joklamus
- midtunsheimilid
- svala-svala
- saethorhelgi
- vertu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.