19.12.2007 | 17:39
Síðustu dagarnir
Ég ók galvösk af stað full öryggis. Ég var ekki búin að keyra lengi þegar ég fór að ferða vör við vegtálma þar sem sagt var að einhver vegur væri lokaður, en ég bara ók farm hjá þeim. Því lengra sem ég ók því fleiri urðu vegtálmarnir. Að lokum kom ég að stað þar sem vegurinn var alveg lokaður og vegalögregla var á staðnum til að stoppa af vitleysinga eins og mig. Ég spurði vegalögregluna hvað væri að, sagði hún að stór aurskriða hefði fallið á veginn rétt við Inveraray, hvort ég hefði ekki séð vegtálmana? Jú ég varð að viðurkenna að ég sá þá, en af því að ekki stóð Inveraray á vegtálmunum þá hefði ég haldið áfram. Ég spurði manninn hvort ég mætti ekki bara bíða á meðan þeir væru að opna, hann hélt það nú, honum leiddist og hefði bara gaman að hafa einhvern að spjalla við. Fyrir einhverja slysni spurði ég manninn hvað hann héldi að þetta tæki langan tíma, hann hélt að þetta gæti tekið c/ tvo daga, hvort það væri ekki í lagi? Halló.....ég ætlaði ekki að fara að bíða þarna í tvo daga.. Ég þakkaði manninum fyrir og kvaddi hann. Ég var búin að keyra allan daginn bara til að sjá þetta, en aurskriður gata víst líka fallið í Skotlandi. Nú var bara að snú við og fara að huga að náttstað. Ég fann hótel sem ég var ákveðin í að gist á í tvær nætur og var ég komin þangað rétt eftir kl 20:00.
Þetta hótel heitir The Beardmore hotel. Þetta var æðislegt, þarna var einhverskonar ráðstefnu Centre. Þarna voru ótal ráðstefnusalir, heilsu/sjúkrahús var áfast hótelinu, æfingasalir, sundlaugar og pottar. Það var allt þarna. Ég hefði getað hugsað mér að stoppa þarna LENGI. Ég fékk mér að borða og síðan í rúmið. Það var auðvitað ýmislegt sem ég sá þennan dag. Ég fór í upplýsingastöðvar fyrir túrista og skoðaði eitt og annað.
Dagur 12
Það var gott að vakna og þurfa ekki að byrja á því að pakka niður. Nú fór ég bara í morgunmat og fór að skipuleggja daginn. Ég hafði samband við Berglindi hjá FB og var ákveðið að ég færi að heimsækja Rednock Farm Trekking Center. Nú var bara að slá inn upplýsingum í vinkonu mína (GPS tækið) Hún var nú ekki að samþykkja það sem ég var að segja henni, en að lokum gat ég troðið einhverju í hausinn á henni og upp kom vegakort sem ég ákvað að aka eftir. Nú byrjaði aksturinn, og ég ók og ók. Ég fór hærra og hærra upp í fjallið ég var löngu kominn út úr GSM sambandi, að lokum er ég komin á enda vegarins en þar var hótel. Ég fór inn og spurði til vegar, þar kannaðist enginn við Rednock Farm Trekking Center. Nú voru góð ráð dýr, það virðist sem vinkona mín hafi meðtekið eitthvað að því sem ég sló inn en eitthvað var þetta ruglað því ég ók eftir því sem hún sagði mér.Nú var bara að snúa við. Á leiðinni niður heimsótti ég gerð sem heitir Queen Elizabeth forest park. Það var frábært að koma þangað og ótrúlega margt að sjá. Hugurinn fór á fullt, allt sem við gætum gert ef / þegar Látrabjarg verður orðið að þjóðgarði. Þetta var reyndar skógur en okkar svæði er nánast berrassaði miðað við þetta, en það er sama, þarna var margt sem hægt var að setja í hugmyndabankann. Eftir að hafa verið óralengi í þessum garði og skoðað þar upplýsingamiðstöðina og allt sem ég gat skoðað, fór ég þreytt og sæl heim á hótel.Ég ætla ekki að segja hvað það var gott að þurfa ekki að fara að leita að hóteli, bara aka beinu leið á hótelið og síðan fara beint upp á herbergi.
Dagur 13.
Nú svaf ég legni. Ég var ákveðin í að gera ekkert annað í dag en að fara á flughótelið og bíða eftir að fara heim. Eftir að hafa farið í góðan Skoskan morgunverð lagði ég af stað og nú var bara haldið beint á Holiday inn sem er við flugvöllinn í Glaskow. Ég tékkaði mig inn og fór beint upp á herbergi, þar sem ég beið eftir að geta lagt af stað út á flugvöll. Ég ætlaði að setja inn meira af myndum ern tölvan mín er búin að vera í viðgerð þannig að það á eftir að setja aftur inn í hana það sem var á herðadiskinum. Það var sem sagt verið að skipt um harða diskinn.
335 dagar til jóla
Um bloggið
Birna Mjöll Atladóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Bloggvinir
- dufa65
- annarun
- thordistinna
- mydogs
- antonia
- ragnarfreyr
- gurrihar
- estro
- zoti
- jensgud
- helgigunnars
- klaralitla
- bonham
- sifjar
- kiddirokk
- jonbondi
- katlaa
- skrifa
- thelmaasdisar
- palmig
- sigmarg
- 730
- maple123
- ekg
- zunzilla
- steina
- kallimatt
- vefritid
- sveita
- blossom
- kruttina
- berg65
- gattin
- brandarar
- july81
- dlove
- disadora
- estersv
- fitubolla
- lillo
- curvychic
- gelin
- sarahice
- gudnyel
- milla
- doritaxi
- handtoskuserian
- himmalingur
- 810
- jeg
- johannagisla
- leifur
- mammzla
- jonoli1
- pallieliss
- rafng
- hross
- sisvet
- blavatn
- joklamus
- midtunsheimilid
- svala-svala
- saethorhelgi
- vertu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.