Dagarnir sem fóru í vitleysu, dagur 9 og 10

100_0397  100_0407

 Soffíu dreymdi um að fá „góðan“ bíl                                      Hjónin góðu

Dagur 8.Við ákváðum að kíkja í Mollið í Inverness.   Þegar inn var komi þá var auðvitað farið að kíkja í búðir.  Já ... hvað gerir maður annað í Mollinu eða Kringlunni.  Við fórum í eina búð af annarri, ég sá nú lítið sem mig langaði í.  Við fórum auðvitað í Debenhams, ég fór nú aðallega þangað til að komast á snyrtinguna.  Þegar ég var að þvo mér um hendurnar þá fer brunaboðinn í gang, ég var nú ekkert að spá í það, nema þá kemur kona þarna inn  með miklum látum og rekur okkur út og að brunastiga,  við vorum látin fara niður brunastigann niður á fyrstu hæð og út. 
Við vorum nú ekkert að þvælast meira þarna inn.   Nú héldum við til Glasgow þar sem Soffía átti að fara heim næsta dag.  

 Dagur 9.  Vöknuðum snemma og fórum út á völl.  Við roguðumst með farangurinn hennar Soffíu út á völl og fórum svo  að athuga með brottför flugs til Íslands, það var ekki komið upp á skjáinn svo við fengum okkur hressingu og biðum, og biðum , og síðan biðum við.  Að lokum gáfumst við upp og fórum að afgreiðsluborði og spurðumst fyrir, Ísland, nei það er ekkert flug þangað í dag. Hvað var hér í gangi.  Eftir að Soffía hafði skoðað miðann sinn kom í ljós að hún hefði átt að fara í gær. Næst flug var ekki fyrr en á fimmtudag og það var dagurinn sem ég átti að fara heim, nú voru góð ráð dýr.   Ég verð nú bara að segja að það hlakkaði svolítið í mér, nú þyrfti ég ekki að vera ein síðari vikuna. Við fórum ekki strax út úr borginni, en ég vildi óska að við hefðum farið strax út úr bænum, því Soffía hafði legið í símanum og að lokum náði hún að toga í sína gullnu strengi og náði því í gegn að fá að „sitja í“ flugstjórnarklefanum á einhveri flugvél sem átti að fara til Íslands næsta dag. Æ, æ, nú var aftur komin upp sú staða að ég yrði ein síðari vikuna .  Við fórum með  Soffíu á hótel og við kvöddumst með tár í augum.  Ég reyndi að höfða til samvisku hennar og spyrja hana hvort hún hefði virkilega samvisku til að skilja mig eftir eina þarna.  En henni var ekki haggað, enda þurfti hún að mæta á fund næsta dag, og ekki annað sem kom til grein en að hún færi fyrst hún var á annað borð búin að fá far. Nú fór ég í það að redda bílaleigubílnum aðra viku og reyna að prútta um verð.  Eins og þið vitið þá eru margar bílaleigur á flugvöllunum og enginn með sama verð.  Þegar við vorum að leiga bílinn fyrstu vikuna þá hvarflaði ekki að okkur að munurinn væri svona mikill.  Við bara fórum að fyrsta bílaleigu básnum sem við sáum og ætluðum að leigja bíl, en síðan á síðustu stundu ákváðum við að prufa hjá öðrum og með því að eyða smá tíma í þetta þá náum við leigunni niður um helming.  Það var orðið frekar áliðið þegar ég lagði af stað úr borginni, og ég stefndi að Loch Lomond því þar ætlaði ég að eyða næsta degi.  Ég byrjaði að leita að gistingu í fyrsta þorpinu sem ég kom í en það  var Dumbarton, síðan fór ég í hvert þorpið af öðru,Alexandria, Baslloch, Gartocharnog að lokum Drymen.  Ég var búin að fara á öll hótel í þessum þorpum og ótal B & B ég  var að gefast upp.  Ég tók til í aftursætinu á bílnum og var ákveðin að leggja mig þar.  Ég ákvað að keyra aðeins út úr Drymen  áður en ég legði mig, þegar ég var rétt komin út úr þorpinu þá sá ég skilti með B & B en, það lá niðri og ekkert kjós var í húsinu, ég ákvað samt að banka uppá.  Til dyra kom fullorðin kona, hún sagði að þau væru hætt í þessu og hún gæti því miður ekki boðið mér neitt.  Hún fór að spjalla við mig, spurði hvað ég væri  að gera og hvaðan ég kæmi.  Ég sagðist vera frá Íslandi.  Þegar hún heyrði það þá kallaði hún á manninn sinn, og þau héldu á að spjalla.  Að lokum sagði maðurinn að þau gætu ekki sent mig í burtu.  Þau fóru inn í eldhús og töluðu saman, síðan komu þau og sögðu að þau hefðu hringt í dóttur þeirra sem var ekki heima og ég mætti gista í herberginu hennar.  Síðan var mér boðið inn, og enn var talað og talað.  Ég var hvíldinni fegni þegar ég lagðist í rúmið.   Ég var ákveðin að hringja í Ferðaþjónustu bænda og segja þeim að ég færi ekki spön frá rassi á morgun, ég væri með strengi um allan líkamann eftir að hafa keyrt í fyrsta sinn ein í vinstri umferð og með stýrð öfugu megin.   Ég ætlaði aldrei að keyra aftur í þessari vitlausu umferðarmenningu.  Aldrei aftur. Með það sofnaðir ég, 

100_0403  Herbergi dótturinnar               


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það var yndælt að þú fékkst að gista hjá þessum góðu hjónum.  En svona eru skotarnir.  Yndislegt fólk og opið.  þetta hefði aldrei gerst ef það hefðu verið englendingar, það er nokkuð ljóst.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.11.2007 kl. 23:04

2 Smámynd: Dísa Dóra

Þetta hefur greinilega verið sannkölluð ævintýraferð

Dísa Dóra, 18.11.2007 kl. 10:52

3 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Þeir eru með fallegt hjarta lag skotarnir og gaman að fara í skoðunarferðir með þeim og kynnast menningu þeirra :) Ætla sko aftur þangað einhverntíman í framtíðinni.

Vatnsberi Margrét, 19.11.2007 kl. 10:43

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Skotarnir er svo indælir.

Kristín Katla Árnadóttir, 25.11.2007 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

335 dagar til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband