Dagur 1 - 4

Jæja Gunna litla hér kemur þetta:

Dagur 1
Flugum frá Rvk til Glaskow.  Þaðan héldum við til Stirling, frá Stirling var haldið til Comrie en það er "lítið" þorp ekki langt frá eftir að hafa hitt konu eina þá var aftur haldið til Stirling og stefnan tekin þaðan í átt að Ullapool.  En við ókum ekki langt þennan dag, því við komumst ekki lengra en til Auchterarder, en þar gistum við fyrstu nóttina.  Við vorum búin að fara á nokkra B & B en annað hvort var búið að loka eða það var fullbókað.  Við fengum þá gistingu á pöbb einum sem heitir Star Hótel, ekki veit ég af hverju þetta kallast hótel en það er langt frá því að vera hótel.  Sérkennileg lykt var að koma þarna inn, en fólkið var frábært.  Okkur var strax boðið pyntari, fyrst var það eigandinn sjálfur, en síðan var það einn gestanna, þegar kom að því að sá þriðji vildi bjóða þá vorum við á undan og buðum góða nótt.

Dagur 2.
Eftir að hafa fengið okkur Skoskan morgunverð þá lögðum við aftur af stað, og enn var stefnan tekin á Ullapoll.  Við ókum í gegnum Pearth (auðvitað með smá stoppi þar) Þá var komið að Birnam, en þar stoppuðum við aðeins.

IMG_0002  IMG_0001Flott merki

 VIð ókum í gegnum Pitlochry og þaðan til Newtonmor.  Fyrir einhverja rælni þá "duttum " við inn á minjasafn þar.  Þar tók á mót okkur æðisleg kona, það var eins og hún hafi verið að bíða eftir okkur, hún sýndi okkur safnið, sem er nokkuð sérstakt.  Það er í raun safn eins ættbálks Skotlands.  En eins og þið vitið eflaust mörg að þá er hver ættbálkur með sitt mynstur í sínum pylsum.  Hún fræddi okkur um þjóðbúning Skotanna,  hvernig karlarnir eru mér sér snið og konurnar með annað.  Hvernig konan ver trefilinn (veit ekki hvað þetta er kallað) eftir því hvort hún er af þessari ætt eða annarri.  En hvað um það.  Þarna töfðumst við töluvert, við áttum að vera komnar til Ullapoll þetta kvöld og fara með ferjunni yfir í eyju.  En nú vorum við búnar að missa af ferjunni og önnur ekki fyrr en á mánudag. 
Því var ákveðið að gist í Newtonmore.
Konan fór með okkur út að borða um kvöldið og við fengum að heilsa upp á skoskann bónda.

100_0254Bóndinn góði og Soffía

Dagur 3
Við héldum aftur af stað um kl 10.00 og nú stefndum við að Ullapoll (enn og aftur)við ókum í gegnum Avemore, Inverness og nú náðum við að komast til Ullapoll.  Við fórum gististað úr gististað að leita að gistingu en þar var allstaðar fullt, við enduðum á móteli.  Þar voru veggirnir svo þunnir að maður gat vel heyrt á milli herbergja.

Dagur 4
Við vorum vaknaðar snemma því við ætluðum að taka ferjuna til Stornoway.  Þegar við ætluðum að fara að taka ferjun þá var fullbókað.  Við urðum að bíða og sjá hvort eitthvað losnaði.
Við höfðum heppnina með okkur og við vorum komnar um borð fyrir kl 11.00

Við vorum komnar til Stornoway um kl 14:00

Nú erum við í stórglæsilegu gistihúsi, Back, það er reyndar rosalega dýrt en ekki miðað við hvað það er flott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Þetta hljómar sem algjör ævintýraferð hjá ykkur

Dísa Dóra, 23.10.2007 kl. 07:50

2 Smámynd: Keran og fjölskylda

Jæja vona allvega að þu skemmtir þer! Átt það nú allveg skilið!! Jæja heyri í þer mútter, og hlakka til að sjá þig

kv maggý

Keran og fjölskylda, 23.10.2007 kl. 11:25

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gaman að þessari ferðasögu Birna Mjöll mín.  Og gaman að skoða myndirnar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2007 kl. 12:09

4 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Skemmtileg ferð hjæa ykkur :)

Vatnsberi Margrét, 24.10.2007 kl. 12:18

5 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Flott ferð hjá ykkur frábært  samgleðs ykkur

Knús og klemm

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 24.10.2007 kl. 13:15

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kær kveðja mín kæra

AlheimsLjós til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 24.10.2007 kl. 21:14

7 identicon

Æ hvað er gaman hjá þér!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Hlakka til að heyra í þér þegar þú kemur heim.

kv Gunna

Gunna (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

335 dagar til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband