Veðramót / Breiðavík

vÉg fór í bíó á sunnudaginn og sá myndina Veðramót.

phpThumb_generated_thumbnail
Það er Guðný Halldórsdóttir sem skrifar handritið en Guðný var starfsmaður á vistheimilinu Breiðavík um tíma. Hún vann á þeim tíma sem var farið að hafa bæði stelpur og stráka. 

Hugmynd Guðnýjar af myndinni er upptökuheimilið Breiðavík.

Þegar ég var stelpa á Patreksfirði þá heyrði ég ýmislegt frá Breiðavík, síðan þegar ég flutti hingað þá heyrði ég fleiri sögur af þessu tímabili í sögu Breiðavíkur.

Það sem mér fannst svo sniðugt við að sjá myndina var að margar af þeim sögum og sögupersónum taldi ég mig þekkja.  Mér fannst ég vera stödd í Breiðavík.


Þegar þetta unga par kemur að Veðramótum þá breyta þau heimilinu að þeirra smekk, það var hippa stíllinn sem þá réði ríkjum, þau byrjuðu á að saga lappir af stólum og fleira í þeim dúr.
Þegar við komum hingað þá voru fullt af húsgögnum frá þessu tímabili í einni geymslunni, og þar voru stólar með afsöguðum löppum og fleira frá þessum tíma.

Góð mynd og sérstaklega vel leikin, ég skora á ykkur að sjá hana.

395


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er mynd sem ég ætla að sjá, alveg á hreinu.

Danadrottning (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 22:13

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er gaman að þessu Birna Mjöll mín, nú er bara að draga fram söguna og túrhesta til að upplifa kvikmyndina.   Breiðavík á framtíðina fyrír sér með ykkur við stjórnvölin, það er nokkuð ljóst.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2007 kl. 08:54

3 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Verð að sjá þessa mynd, hef bara heyrt góða dóma um hana..

Vatnsberi Margrét, 3.10.2007 kl. 09:41

4 Smámynd: Birna Mjöll Atladóttir

Túristana segir þú mín kæra Ásthildur.  Þeir voru nú ekki allir hrifnir af sögunni Íslendingarnir sem komu hingað í sumar.

Sumir voru bara %$#$"#"%$#& leiðinlegir.
En, jú, auðvitað verður að finna réttu leiðina að vinna rétt úr sögunni, því henni verður ekki breytt.

Birna Mjöll Atladóttir, 3.10.2007 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

335 dagar til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband