30.9.2007 | 03:42
Hausverkur, heimavist, nýtt heimili
Það eru búnir að vera hálf erfiðir dagar eftir að ég lokaði. Mígrenið er búið að vera að gera mig brjálaða. Samt þakka ég Guði fyrir að ég er ekki að fá þetta á miðju sumri. Ég er búin að vera með þessa ferðaþjónustu í 8 sumur og aldrei orðið misdægur. Svo nokkrum dögum eftir að síðasti hópurinn fer þá fellur maður í mígreniskast. Það er eins og þegar maður fer að slappa af þá opni líkaminn sig og bjóði pest og hausverk velkominn.
Ég gjörsamlega búin eftir síðasta kast.
En samt hef ég náð að kaupa íbúð á Patreksfirði frá því að ég skrifaði síðast. Við vorum sem sagt að kaupa íbúðina sem ég ólst upp í. Við vorum búin að lofa mömmu að ef hún fengi ekki gott tilboð þá skyldum við kaupa hana.
Þetta er frábært, nú eigum við bæði æskuheimilið mitt á Patreksfirði og æskuheimili Kerans á Geitagili.
Við erum að byrja að mála og gera hana fína.
Maggý Hjördís dóttir okkar (15 ára) mun verða í henni í vetur, þar sem hún er að ljúka 10 bekk. Ég ætla að vera hjá henni 2 - 3 daga í viku Keran verður trúlega einn dag í viku. Síðan er ég komin með leigjanda en það er ung kona sem verður með herbergi hjá okkur þannig að Maggý verði ekki ein þegar við erum ekki þarna.
Vona bara að þetta gangi allvel hjá okkur, það er nefnilega erfitt að hafa ekki heimavist eins og það er búið að vera undanfarin ár. Maggý er búin að vera á heimavist síðastliðna 7 vetur. En bæjarfélagið ákvað að loka henni. Það er auðvitað rosalega erfitt fyrir okkur svo ég tali nú ekki um hina sem þurfa að finna heimili fyrir krakkana.
Þetta er bara eins og í gamla daga, þegar þurfti að koma börnunum, fyrir á bæjunum.
Það er bara ekki eins fyrir barnið að vera á heimavist og vera komið fyrir hjá ókunnugu fólki. En heimavist það er heimili sem er búið til fyrir þessi börn á meðan þau eru að heiman.
Því miður verður maður bara þegja og þakka fyrir að þetta er síðasti veturinn sem hún er í þessum skóla. Ég vorkenni þeim sveitabörnum sem eru að byrja sína skólagöngu og foreldra þeirra sem eiga í vændum eilífa baráttu um það hvað eigi að gera við þessi börn.
Mér finnst eins og þeir sem sitja við völd í Vesturbyggð líti á þessi börn sem sveita ómaga.
Húsið okkar á Patró
335 dagar til jóla
Um bloggið
Birna Mjöll Atladóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Bloggvinir
- dufa65
- annarun
- thordistinna
- mydogs
- antonia
- ragnarfreyr
- gurrihar
- estro
- zoti
- jensgud
- helgigunnars
- klaralitla
- bonham
- sifjar
- kiddirokk
- jonbondi
- katlaa
- skrifa
- thelmaasdisar
- palmig
- sigmarg
- 730
- maple123
- ekg
- zunzilla
- steina
- kallimatt
- vefritid
- sveita
- blossom
- kruttina
- berg65
- gattin
- brandarar
- july81
- dlove
- disadora
- estersv
- fitubolla
- lillo
- curvychic
- gelin
- sarahice
- gudnyel
- milla
- doritaxi
- handtoskuserian
- himmalingur
- 810
- jeg
- johannagisla
- leifur
- mammzla
- jonoli1
- pallieliss
- rafng
- hross
- sisvet
- blavatn
- joklamus
- midtunsheimilid
- svala-svala
- saethorhelgi
- vertu
Athugasemdir
velkomin aftur Birna mín. Fegin að þú breyttir síðunni aftur hún var svo helv.dökk.
Kv. þín stóra s.
Guðný , 30.9.2007 kl. 07:57
Sæl Birna. Vonandi líður þessi kvilli hjá sem fyrst. Mér finnst nú nokkuð svakalegt að lesa um að heimavistin hafi verið lögð niður,sæi ég þetta gerast í Reykjavík !
Ég er frænka hennar Mæju í Hænuvík og hef gaman að því að fylgjast með vestur.
Ragnheiður , 30.9.2007 kl. 09:22
Guðný, ég er ekki sátt við síðuna, ég vil hafa mynd efst á síðunni, ég verð að prufa eitthvað þar til ég verð ánægð. Ég er líka að setja inn fréttir á breidavik.is síðan var ég að opna nýtt blogg www.skotland.blog.is en þar mun ég bloga um Skotlandsferðina, en ég fer eftir tvær vikur. Síðan er það auðvitað systrabloggið. Vá.....þáð er sko nóg að gera.
Birna Mjöll Atladóttir, 30.9.2007 kl. 15:16
Sæl Ragnheiður og gaman að heyra frá þér. Ég hef lesið blogið þitt töluvert og finnst mér þú vera rosalega dugleg, algjör hetja.
Kveðja úr Breiðavík
Birna Mjöll
Birna Mjöll Atladóttir, 30.9.2007 kl. 15:20
Já en Birna, þrjár bloggsíður, kannski fjórar ef við verðum saman með eina.
Það er alveg æðislegt í Skotlandi á þessum tíma, var þar einu sinni í október byrjun og haustlitirnir maður minn....
kv. þín stóra s
Guðný , 30.9.2007 kl. 20:46
Vonandi að mígrenið lagist sem fljótast þetta er svo vont.
Kristín Katla Árnadóttir, 1.10.2007 kl. 13:34
Til hamingju með nýja húsið :)
Þetta er skammarlegt að heimavistin sé lögð niður,er ekki á döfinni þá að hafa skólabíl?
Vonandi kemst heilsan í lag.
Vatnsberi Margrét, 1.10.2007 kl. 14:39
Til hamingju með nýja húsið Birna Mjöll mín. Þetta með mígrenið, það er bara þannig að þegar maður fer að slaka á eftir törn, þá kemur það og herjar á mann. Ég var svona líka, þegar ég var yngri, en sem betur fer eldist þetta af manni. Þú ert vonandi með töflur sem slá á kastið. Annars gafst mér líka vel að fá mér eitthvað nammi, sem mér þótti rosalega gott, og fara í heitt slakandi bað. Reyna að láta sér líða eins vel og hægt er, en það verður að vera áður en verkurinn verður of mikill. Þá er ekkert hægt að gera. En maður finnur þetta tímanlega ekki satt. Gangi þér allt í haginn elskuleg. Oft gafst líka vel að fá sér rótsterkan vodka snafs. Það þurfti ég stundum að gera, þegar ég var að skemmta. Því ég varð að fara og gera það sem gera þurfti. Það var enginn miskunn hjá Magnúsi með það. Þá greip ég til þessa ráðs. Maður finnur ekki á sér, en það slaknar á vöðvunum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.10.2007 kl. 15:18
rakst a þessa síðu hjá þér mútta mín, og fyrsta sem ég sá var eitthvað verið að tala um mig í einu blogginu, ekki bjóst eg nú við þessu sko:) en annars flott hjá þer..
maggý (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 16:31
Jú Margrét mín,
það er skólabíll, en hann sækir þau á mánudögum og fer með þau heim á föstudögum. Það væri ekki hægt að láta keyra með þau dagleg. Mín þarf að vakna kl 6 á mánudögum, það væri ekki glæta að gera það daglega.
Birna Mjöll Atladóttir, 3.10.2007 kl. 17:15
Maggý mín, það er gaman að þú skulir kíkja hér inn. Ég skal lofa þér að segja mikið meira frá þér á næstunni. Af því að ég veit að þér líkar svo vel að fá athygli (eða hitt þó heldur)
mamma
Birna Mjöll Atladóttir, 3.10.2007 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.