Að lokum

Þá er komið að loka deginum. 

Í dag stóðu sýnendur í okkar bás sig jafnvel og hina dagana. 
Alla dagana er búið að vera fullt af fólki í og við básinn hjá okkur.  Aðilar sem eru í bás Vestfirðinga (Vestfirðir fjær) komu til okkar og spurðu hvernig við færum að því að ná fólki svona að básnum, ég sagði að við færum til fólksins en biðum ekki eftir að það kæmi til okkar. 
Sýnendur í bás V. Barð (Vestfirðir nær) hafa staðið sig vel alla helgina, þeir hafa laðað fólk að básnum.

Í lok dags var dregið úr réttum svörum í getraun sem Vestfirðingar voru með.  13 góðir vinningar voru í boði og má sjá vinningsskrána á vefnum www.bildudalur.is
Dregið var úr 2.500 réttum svörum, og held ég að ég geti sagt að það sé frábær þátttaka.

Það var þreyttur hópur sem fór í það rúmlega 18:00 að taka niður básinn, já þreyttur og ánægður hópur.

Í heildina má segja að það sem standi upp úr eftir þessa helgi er samheldni og samstaða.
Kæru vinir, ég er ákaflega stolt og ánægð með þennan hóp, það var virkilega gaman að vinna með ykkur. 

Nú er bara að bretta upp ermar og fara að gera klárt  að taka á móti því fólki sem við höfum náð að sannfæra um að það ætti að skoða Vestfirði í sumar.
Takk fyrir, þið eruð frábær.

   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: andrea marta vigfúsdóttir

Æjá, það er svo gott að vera kominn heim og hvíla lúin bein eftir tramp helgarinnar! Já, þetta gekk mjög vel og básinn ykkar var flottur! Fékk ég ekki annars örugglega vinning?!?

andrea marta vigfúsdóttir, 23.4.2007 kl. 01:01

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gaman að fá að fylgjast með þessu úr fjarlægð Birna mín.  Flott að ykkur skyldi ganga svona vel. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2007 kl. 08:56

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er samála Ásthildi gott að þetta gekk vel hjá ykkur.

Kristín Katla Árnadóttir, 23.4.2007 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

248 dagar til jóla

Höfundur

Birna Mjöll Atladóttir
Birna Mjöll Atladóttir

Birna Mjöll
Bóndi og hótelstýra með meiru

breidavik@patro.is

www.breidavik.is

 

Um bloggið

Birna Mjöll Atladóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 217363

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband